Nú vantar bara ballettinn og borðspilið Magnús Guðmundsson skrifar 1. september 2016 13:45 Einar Kárason við Reykjavíkurhöfn í nágrenni við sögusvið Eyjabókanna. Visir/GVA Það er orðið langt um liðið síðan Þar sem Djöflaeyjan rís, eftir Einar Kárason rithöfund, kom fyrst fyrir sjónir íslenskra lesenda árið 1983. Á næstu árum litu svo Gulleyjan og Fyrirheitna landið dagsins ljós, seinni bækur þessa fádæma vinsæla þríleiks sem stundum er kallaður Eyjabækurnar. Nú stendur fyrir dyrum frumsýning á nýjum söngleik á Djöflaeyjunni í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöldið svo það leynir sér ekki hversu miklu ástfóstri þjóðin hefur tekið við þessar frábæru sögur af fólkinu í braggahverfinu. Rithöfundurinn kippir sér þó ekki mikið upp við vinsældirnar en hann segir að söngleikurinn byggi reyndar á bæði Djöflaeyjunni og Gulleyjunni. „Ef vel er að gáð þá eru þær bækur í raun byggðar upp eins og ein skáldsaga. Allt sem byrjar í Djöflaeyjunni endar í Gulleyjunni.“Vannýttir möguleikar Einar segir að það sé erfitt að meta hvað það er sem varð til þess að þjóðin tók svo miklu ástfóstri við þessar bækur. „Í rauninni stend ég alveg á gati með það. Fólki getur varla hafa þótt þetta mjög leiðinlegt. Bækurnar hafa gengið vel og svo var sett upp leikrit á sínum tíma vestur í bæ á vegum Leikfélags Reykjavíkur sem var afar vinsælt og svo var það kvikmyndin sem Friðrik gerði og nú kemur þessi söngleikur. Ég fer að verða soldið beiskur og sár að það sé ekki enn þá kominn ballett. Svo náttúrulega spyr maður sig af hverju sé ekki komið Djöflaeyjuspilið. Svona létt og skemmtilegt borðspil. Þú kastar teningi og lendir á reit og lendir á kenderíi með Badda og Grjóna og ert settur í steininn og þarft að bíða tvær umferðir. Þú lendir á öðrum reit og ferð í spátíma til Karólínu sem sér sjókort í spilunum og þá máttu fara áfram um tíu reiti. Þetta mundi algjörlega slá í gegn. Þannig að ég sé ekkert nema vannýtta möguleika.“Guðrún Gísladóttir og Eggert Þorleifsson í hlutverkum gömlu hjónanna í Djöflaeyjunni.Húsin aukaatriði Persónurnar í þessum sögum Einars virðast búa yfir þeim eiginleika að fólki finnst það kannast við það, þekkja það og sögurnar af því í gegnum sitt eigið líf, foreldra sinna og kunningja. Einar segir að vissulega geti þetta átt sinn þátt í vinsældum bókanna. „Það var að minnsta kosti eitthvað sem dró mig að þessari hugmynd og þessu söguefni. Mér fannst þetta rosalega spennandi þegar ég fór að velta því fyrir mér og varð reyndar alveg heltekinn af því. En það hefði vel verið hægt að klúðra því en einhvern veginn hefur þetta lánast og manni þykir náttúrulega óskaplega vænt um þetta. Á meðan ég var að skrifa þetta dreymdi mig þetta fólk alltaf á nóttunni en ég er nú hættur því.“ Bækur Einars eru í raun fyrstu sögurnar úr þessum söguheimi til þess að ná þessum vinsældum en hann bendir á að þetta hafi nú ekki verið fyrstu braggabækurnar. „Það höfðu komið áður bækur sem gerðust við þannig aðstæður en það getur verið að það sem höfði til fólksins hafi verið önnur sýn á þessa veröld. Menn höfðu verið uppteknir af hneykslun og viðbjóði gagnvart þeirri staðreynd að þessi braggahverfi skuli hafa verið til. En kannski var það bara af því að ég var af þeirri kynslóð að mér fannst meira spennandi að skoða allt áhugaverða fólkið. Það er alls staðar áhugavert fólk og það hefur ekkert að gera með það í hvernig húsum það býr.“Flott lið Einar segir að það sé nú ekki nema skemmtilegt að vera kominn með þessa vini sína í söngleik. „Ég upplifi það alveg frábærlega enda vissi ég strax að þetta væri í góðum höndum. Baltasar er hvatamaðurinn að þessu og á hugmyndina og svo er náttúrulega alveg einvalalið þarna í Þjóðleikhúsinu. Atli Rafn leikstýrir af mikilli snilld en svo er það músíkin. Maður á ekki að hrósa eigin verkum og ég á ekkert í músíkinni en það er Memfismafían sem á heiðurinn af henni og mér finnst hún alger snilld. Svo eru þarna flottir leikarar, sumir af mínum gömlu uppáhaldsleikurum eins og Eggert Þorleifsson og Guðrún Gísladóttir að leika gömlu hjónin og það er ekkert hægt að fá flottara lið en það. Þannig að þetta er í góðum höndum og ég farinn að hlakka til frumsýningarinnar á laugardagskvöldið.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. september. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er orðið langt um liðið síðan Þar sem Djöflaeyjan rís, eftir Einar Kárason rithöfund, kom fyrst fyrir sjónir íslenskra lesenda árið 1983. Á næstu árum litu svo Gulleyjan og Fyrirheitna landið dagsins ljós, seinni bækur þessa fádæma vinsæla þríleiks sem stundum er kallaður Eyjabækurnar. Nú stendur fyrir dyrum frumsýning á nýjum söngleik á Djöflaeyjunni í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöldið svo það leynir sér ekki hversu miklu ástfóstri þjóðin hefur tekið við þessar frábæru sögur af fólkinu í braggahverfinu. Rithöfundurinn kippir sér þó ekki mikið upp við vinsældirnar en hann segir að söngleikurinn byggi reyndar á bæði Djöflaeyjunni og Gulleyjunni. „Ef vel er að gáð þá eru þær bækur í raun byggðar upp eins og ein skáldsaga. Allt sem byrjar í Djöflaeyjunni endar í Gulleyjunni.“Vannýttir möguleikar Einar segir að það sé erfitt að meta hvað það er sem varð til þess að þjóðin tók svo miklu ástfóstri við þessar bækur. „Í rauninni stend ég alveg á gati með það. Fólki getur varla hafa þótt þetta mjög leiðinlegt. Bækurnar hafa gengið vel og svo var sett upp leikrit á sínum tíma vestur í bæ á vegum Leikfélags Reykjavíkur sem var afar vinsælt og svo var það kvikmyndin sem Friðrik gerði og nú kemur þessi söngleikur. Ég fer að verða soldið beiskur og sár að það sé ekki enn þá kominn ballett. Svo náttúrulega spyr maður sig af hverju sé ekki komið Djöflaeyjuspilið. Svona létt og skemmtilegt borðspil. Þú kastar teningi og lendir á reit og lendir á kenderíi með Badda og Grjóna og ert settur í steininn og þarft að bíða tvær umferðir. Þú lendir á öðrum reit og ferð í spátíma til Karólínu sem sér sjókort í spilunum og þá máttu fara áfram um tíu reiti. Þetta mundi algjörlega slá í gegn. Þannig að ég sé ekkert nema vannýtta möguleika.“Guðrún Gísladóttir og Eggert Þorleifsson í hlutverkum gömlu hjónanna í Djöflaeyjunni.Húsin aukaatriði Persónurnar í þessum sögum Einars virðast búa yfir þeim eiginleika að fólki finnst það kannast við það, þekkja það og sögurnar af því í gegnum sitt eigið líf, foreldra sinna og kunningja. Einar segir að vissulega geti þetta átt sinn þátt í vinsældum bókanna. „Það var að minnsta kosti eitthvað sem dró mig að þessari hugmynd og þessu söguefni. Mér fannst þetta rosalega spennandi þegar ég fór að velta því fyrir mér og varð reyndar alveg heltekinn af því. En það hefði vel verið hægt að klúðra því en einhvern veginn hefur þetta lánast og manni þykir náttúrulega óskaplega vænt um þetta. Á meðan ég var að skrifa þetta dreymdi mig þetta fólk alltaf á nóttunni en ég er nú hættur því.“ Bækur Einars eru í raun fyrstu sögurnar úr þessum söguheimi til þess að ná þessum vinsældum en hann bendir á að þetta hafi nú ekki verið fyrstu braggabækurnar. „Það höfðu komið áður bækur sem gerðust við þannig aðstæður en það getur verið að það sem höfði til fólksins hafi verið önnur sýn á þessa veröld. Menn höfðu verið uppteknir af hneykslun og viðbjóði gagnvart þeirri staðreynd að þessi braggahverfi skuli hafa verið til. En kannski var það bara af því að ég var af þeirri kynslóð að mér fannst meira spennandi að skoða allt áhugaverða fólkið. Það er alls staðar áhugavert fólk og það hefur ekkert að gera með það í hvernig húsum það býr.“Flott lið Einar segir að það sé nú ekki nema skemmtilegt að vera kominn með þessa vini sína í söngleik. „Ég upplifi það alveg frábærlega enda vissi ég strax að þetta væri í góðum höndum. Baltasar er hvatamaðurinn að þessu og á hugmyndina og svo er náttúrulega alveg einvalalið þarna í Þjóðleikhúsinu. Atli Rafn leikstýrir af mikilli snilld en svo er það músíkin. Maður á ekki að hrósa eigin verkum og ég á ekkert í músíkinni en það er Memfismafían sem á heiðurinn af henni og mér finnst hún alger snilld. Svo eru þarna flottir leikarar, sumir af mínum gömlu uppáhaldsleikurum eins og Eggert Þorleifsson og Guðrún Gísladóttir að leika gömlu hjónin og það er ekkert hægt að fá flottara lið en það. Þannig að þetta er í góðum höndum og ég farinn að hlakka til frumsýningarinnar á laugardagskvöldið.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. september.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira