Lífið

Stjörnulífið: Barnalán, berjamór og Ljósanótt

Haustið er mætt í allri sinni dýrð og virðast samfélagsmiðlar iða af spenningi yfir rútínu, hlýjum peysum og kertaljósi. Þó eru ekki allir tilbúnir að sleppa sumrinu og hafa haldið erlendis til þess að heilsa upp á sólina. Ljósanótt fór fram og skartaði himininn sínum fallegu norðurljósum í tilefni þess.

Lífið

Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“

Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002.

Lífið

Úrhelli og sól til skiptis á sundfataviðburði Swimslow

Íslenska sundfatamerkið Swimslow fagnaði árstíðaskiptunum og fimm ára afmæli á Petersen svítunni með Aperol Spritz á fimmtudag. Glæsilegar ljósmyndir eftir Silju Magg úr nýjustu herferð merkisins prýddu veggi en herferðin var skotin á Langasandi á Akranesi og í nýju sjóböðunum í Hvammsvík.

Tíska og hönnun

„Dansið eða lútið oki kúgarans“

Andkapítalíska verðlaunasveitin Hatari var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Dansið eða deyið. Myndbandið er framleitt af Svikamyllu ehf og hér sameinast ýmis listform í angist, þar sem áhorfendur fá valmöguleika á að dansa eða lúta oki kúgarans.

Tónlist

Brynja Dan ástfangin í Barcelona

Brynja Dan Gunnarsdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar hefur fundið ástina á ný. Hún birti mynd af sér í morgun og nýja kærastanum Jóhanni Sveinbjörnssyni á Instagram. Parið stakk af til Barcelona í sól og sælu um helgina. 

Lífið

Már kannar hvort blindur maður geti flogið flug­vél

Sund- og tónlistarmaðurinn síkáti Már Gunnarsson hefur gert ýmislegt magnað á lífsleiðinni, eins og til dæmis að slá heimsmet í sundi og freistað þess að taka þátt í Eurovision. Nú virðist flugklefinn næsti áfangastaður Más.

Lífið

Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum

Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir.

Tónlist

Labbaði beint í fangið á Katy Perry

Söngkonan Þuríður Blær Jóhannansdóttir hitaði á dögunum upp fyrir poppprinsessuna Katy Perry á skipinu Norwegian Prima sem hún lýsir sem Kapítalískum draum í viðtali við Vísi.

Lífið

Sonur Taylor Hawkins sló í gegn á trommunum

Oliver Shane Hawkins, sextán ára sonur trommarans Taylor Hawkins, sló í gegn á trommunum með Foo Fighters á minningartónleikum um föður sinn í gær. Tónleikarnir fóru fram á Wembley í Lundúnum en Shane spilaði á trommurnar í laginu My Hero.

Lífið

„Master Chief“ nýtur lífsins á Ís­landi

Leikarinn Pablo Schreiber hefur notið lífsins á Íslandi af Instagram færslum hans að dæma. Schreiber hefur til dæmis leikið í sjónvarpsþáttunum „Halo“, „Orange is the New Black“ og kvikmyndinni „13 Hours.

Lífið

Græna græna grasið nær nýjum hæðum

Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum.

Tónlist

Loka á umsagnir um Rings of Power vegna trölla

Svo virðist sem að neikvæðum umsögnum rigni yfir þættina Rings of Power frá Amazon, sem byggja á Hringadróttinssögu J.R.R Tolkien og öðrum bókum hans. Gagnrýnendum lýst ágætlega á þættina og er meðaleinkunn þeirra á Rotten Tomatoes 84 prósent. Meðaleinkun frá áhorfendum er þó 36 prósent.

Bíó og sjónvarp

„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“

Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið

Norðurljósin léku við landsmenn

Björt norðurljós vöktu mikla lukku meðal Íslendinga í gærkvöldi og í nótt sem virtust keppast við að birta myndir af ljósadýrðinni á samfélagsmiðlum. Myndir hafa verið birtar víðsvegar frá landinu.

Lífið

„Éf ég hefði ekki tónlistina þá væri ég ekki andandi“

„Í svona fjölbreyttri stórborg, þá hættir íslendingur smátt og smátt að vera sonur Önu eða Stefáns, eða frændi eða bróðir eða neitt þangað til að einn daginn, Þá er ekkert til sem heitir Unnsteinn Manuel. Þetta er öfugt við Ísland, þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnsteinn Manuel um lífið í Berlín í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Amatör.

Tónlist

Pat­rekur segir Birgittu ekki hafa átt neðan­beltis­höggin skilið

Íslensku raunveruleikaþættirnir Æði sem sýndir eru á Stöð 2 hafa notið mikilla vinsælda en fjórar seríur hafa verið framleiddar. Á dögunum lýsti Patrekur Jamie úr Æði hópnum, yfir óánægju sinni vegna ummæla sem Birgitta Líf, meðlimur LXS vinkvennahópsins sem er miðpunktur nýrrar raunveruleikaseríu lét falla. Patrekur segir nú málið hafa verið misskilning.

Lífið