Toppar ekkert að hlaupa fram af fjalli True Adventure 9. nóvember 2023 08:50 „Það er eitthvað óraunverulegt við þessa frelsistilfinningu og á meðan kemst ekkert annað að. Fjörkálfarnir hjá ævintýrafyrirtækinu True Adventure segja svifvængjaflug núvitund á hæsta stigi. Ofskammtur af adrenalíni geti sannarlega fylgt augnablikinu þegar fólk hendir sér fram af brúninni en tilfinningin sem á eftir komi sé engu lík. „Það toppar ekkert að hlaupa fram af fjalli og svífa í lausu lofti, finna hvernig vindurinn grípur þig og vinnur með þér, engin hljóð enginn mótor. Það er eitthvað óraunverulegt við þessa frelsistilfinningu og á meðan kemst ekkert annað að. Þú ert ekkert að velta fyrir þér hvað eigi að vera í kvöldmatinn. Við getum svifið magnaðar vegalengdir og maður núllstillir sig alveg,“ segir Sammi, einn eigenda True Adventure. Klippa: Stokkið fram af fjalli með True Adventure Aðal starfsemi True Adventure er í Vík í Mýrdal þar sem hægt er að fara bæði í sviflínu og svifvængjaflug ásamt fleiri ævintýrum. True Adventure kom einnig að uppsetningu á sviflínu yfir Glerá á Akureyri í samvinnu við Zipline Akureyri. Það er því hægt að demba sér í sviflínu bæði sunnan og norðan heiða. Ævintýrið hófst með svifvængjaflugi fyrir rúmum áratug og í kjölfarið bættust sviflínurnar við, vegna veðurs. „Svifvængjaflugið er okkar helsta ástríða og það leiðinlegasta sem við lendum í er að fá fólk til okkar yfir langan veg til að fljúga en svo er það ekki hægt vegna veðurs. Þá kviknaði hugmyndin um að setja upp sviflínu líka og búa þannig til skemmtilega upplifun, óháða veðri, sem er skyld því að fljúga. Við byrjuðum starfsemina í Reykjavík og vorum þá að fara langar vegalengdir til að elta veðrið, oft til Víkur. Árið 2014 staðsettum við okkur hér í Vík,“ útskýrir Sammi. Reynisfjall og umhverfið í Vík sé enda einstakt flugsvæði og margir möguleikar á svæðinu fyrir mismunandi sviflínur með ólíka upplifun. Hann segir ævintýrin sem True Adventure bjóði upp á henta öllum, allt frá sjö ára og upp úr. Lang skemmtilegast sé þegar fólk gefi sig upplifuninni á vald. Stærsti kúnnahópurinn hafi komið þeim á óvart. „Við héldum að það yrðu aðallega strákar, 18 til 40 ára sem myndu bóka hjá okkur en það eru konur á öllum aldri sem eru lang stærsti kúnnahópurinn. Sú elsta sem hefur komið til okkar var 93 ára! Konur á miðjum aldri eru langskemmtilegustu hóparnir því þær eru nánast alltaf að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir Sammi. Konur virðist eiga auðveldara með að njóta upplifunarinnar. „Það er einhvern vegin innprentað í karla að viðurkenna ekki hræðslu, þó maður finni skjálftann í þeim og spyrji þá hvort allt sé í lagi svara þeir alltaf „Já“. Konurnar viðurkenna einfaldlega ef þær eru hræddar en láta sig hafa það, öskra bara og hafa gaman og eru í miklu meiri tengslum við upplifunina. Það er svo aktíft og skemmtilegt og synd að karlarnir bæli þetta inni,“ segir Sammi. Markmið þeirra hjá True Adventure er leynt og ljóst að koma sem flestum á bragðið og dreifa flugbakteríunni sem víðast. „Við viljum sjá fleiri byrja í þessu sporti og leyfum þeim sem treysta sér til alltaf að prófa að stýra í fluginu sjálfu. Það fjölgar hægt og bítandi í félaginu, en of hægt finnst okkur því þetta er svo skemmtilegt. Ísland er skemmtilegur flugstaður yfir sumartímann og hér er svo mikið af spennandi svæðum. Hér á landi er líka leyfilegt fara upp á fjöllin og fljúga, bara passa að lenda ekki á túni innan um dýr á bóndabæ,“ segir hann sposkur. Svifvængjaflug á Íslandi sé líka eitt af fáum jaðarsportum sem standist fullkomlega samanburð við útlönd. „Maður kannast við að eftir að hafa skíðað á snjóbretti í Ölpunum eða kafað innan um kóralrif í útlöndum í hlýjum sjó getur verið erfitt að koma heim aftur. En það er ekki tilfellið með svifvængjaflugið, það er alltaf jafn magnað hér á Íslandi,“ segir hann og bætir við að ýmsar hugmyndir um frekari uppbyggingu True Adventure séu á teikniborðinu. „Okkur langar til að bæta við þjónustuna hjá okkur í framtíðinni svo fólk geti sest niður eftir hasarinn til dæmis yfir drykk eða farið í heitan pott og gufu.“ Klippa: Sviflínuævintýri með True Adventure Sammi segir upplifun með True Adventure stórsniðugt hópefli fyrir vinnustaði og vinahópa, saumaklúbbinn og meira að segja sem jólagjöf handa ömmu. „Fólk heldur að þetta sé hættulegra en það er. Ef þú ert með ákveðinn ramma sem allir þekkja er þetta eitt af því öruggasta sem þú gerir og við hjá True Adventure erum sérfræðingar í að meta aðstæður. Hættulegasti hlutinn er að keyra hingað upp eftir,“ segir Sammi. Nánar á www.trueadventure.is og á www.zipline.is Fjallamennska Ferðalög Vinnustaðamenning Mannauðsmál Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
„Það toppar ekkert að hlaupa fram af fjalli og svífa í lausu lofti, finna hvernig vindurinn grípur þig og vinnur með þér, engin hljóð enginn mótor. Það er eitthvað óraunverulegt við þessa frelsistilfinningu og á meðan kemst ekkert annað að. Þú ert ekkert að velta fyrir þér hvað eigi að vera í kvöldmatinn. Við getum svifið magnaðar vegalengdir og maður núllstillir sig alveg,“ segir Sammi, einn eigenda True Adventure. Klippa: Stokkið fram af fjalli með True Adventure Aðal starfsemi True Adventure er í Vík í Mýrdal þar sem hægt er að fara bæði í sviflínu og svifvængjaflug ásamt fleiri ævintýrum. True Adventure kom einnig að uppsetningu á sviflínu yfir Glerá á Akureyri í samvinnu við Zipline Akureyri. Það er því hægt að demba sér í sviflínu bæði sunnan og norðan heiða. Ævintýrið hófst með svifvængjaflugi fyrir rúmum áratug og í kjölfarið bættust sviflínurnar við, vegna veðurs. „Svifvængjaflugið er okkar helsta ástríða og það leiðinlegasta sem við lendum í er að fá fólk til okkar yfir langan veg til að fljúga en svo er það ekki hægt vegna veðurs. Þá kviknaði hugmyndin um að setja upp sviflínu líka og búa þannig til skemmtilega upplifun, óháða veðri, sem er skyld því að fljúga. Við byrjuðum starfsemina í Reykjavík og vorum þá að fara langar vegalengdir til að elta veðrið, oft til Víkur. Árið 2014 staðsettum við okkur hér í Vík,“ útskýrir Sammi. Reynisfjall og umhverfið í Vík sé enda einstakt flugsvæði og margir möguleikar á svæðinu fyrir mismunandi sviflínur með ólíka upplifun. Hann segir ævintýrin sem True Adventure bjóði upp á henta öllum, allt frá sjö ára og upp úr. Lang skemmtilegast sé þegar fólk gefi sig upplifuninni á vald. Stærsti kúnnahópurinn hafi komið þeim á óvart. „Við héldum að það yrðu aðallega strákar, 18 til 40 ára sem myndu bóka hjá okkur en það eru konur á öllum aldri sem eru lang stærsti kúnnahópurinn. Sú elsta sem hefur komið til okkar var 93 ára! Konur á miðjum aldri eru langskemmtilegustu hóparnir því þær eru nánast alltaf að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir Sammi. Konur virðist eiga auðveldara með að njóta upplifunarinnar. „Það er einhvern vegin innprentað í karla að viðurkenna ekki hræðslu, þó maður finni skjálftann í þeim og spyrji þá hvort allt sé í lagi svara þeir alltaf „Já“. Konurnar viðurkenna einfaldlega ef þær eru hræddar en láta sig hafa það, öskra bara og hafa gaman og eru í miklu meiri tengslum við upplifunina. Það er svo aktíft og skemmtilegt og synd að karlarnir bæli þetta inni,“ segir Sammi. Markmið þeirra hjá True Adventure er leynt og ljóst að koma sem flestum á bragðið og dreifa flugbakteríunni sem víðast. „Við viljum sjá fleiri byrja í þessu sporti og leyfum þeim sem treysta sér til alltaf að prófa að stýra í fluginu sjálfu. Það fjölgar hægt og bítandi í félaginu, en of hægt finnst okkur því þetta er svo skemmtilegt. Ísland er skemmtilegur flugstaður yfir sumartímann og hér er svo mikið af spennandi svæðum. Hér á landi er líka leyfilegt fara upp á fjöllin og fljúga, bara passa að lenda ekki á túni innan um dýr á bóndabæ,“ segir hann sposkur. Svifvængjaflug á Íslandi sé líka eitt af fáum jaðarsportum sem standist fullkomlega samanburð við útlönd. „Maður kannast við að eftir að hafa skíðað á snjóbretti í Ölpunum eða kafað innan um kóralrif í útlöndum í hlýjum sjó getur verið erfitt að koma heim aftur. En það er ekki tilfellið með svifvængjaflugið, það er alltaf jafn magnað hér á Íslandi,“ segir hann og bætir við að ýmsar hugmyndir um frekari uppbyggingu True Adventure séu á teikniborðinu. „Okkur langar til að bæta við þjónustuna hjá okkur í framtíðinni svo fólk geti sest niður eftir hasarinn til dæmis yfir drykk eða farið í heitan pott og gufu.“ Klippa: Sviflínuævintýri með True Adventure Sammi segir upplifun með True Adventure stórsniðugt hópefli fyrir vinnustaði og vinahópa, saumaklúbbinn og meira að segja sem jólagjöf handa ömmu. „Fólk heldur að þetta sé hættulegra en það er. Ef þú ert með ákveðinn ramma sem allir þekkja er þetta eitt af því öruggasta sem þú gerir og við hjá True Adventure erum sérfræðingar í að meta aðstæður. Hættulegasti hlutinn er að keyra hingað upp eftir,“ segir Sammi. Nánar á www.trueadventure.is og á www.zipline.is
Fjallamennska Ferðalög Vinnustaðamenning Mannauðsmál Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira