Lífið

Mælir með því að nota gerviblóm á pallinum

Stílistinn Þórunn Högnadóttir fer oft ótroðnar slóðir við að skreyta heimilið og umhverfið sitt sem gaman er að fylgjast með og hefur hún sýnt meðal annars hvernig hægt er að breyta ýmsu tengt heimilum á ódýran hátt.

Lífið

Sprautar fólk og spilar í höllinni

Um níu þúsund manns voru bólusettir gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Á meðan heilbrigðisstarfsmenn voru í óðaönn við að bólusetja mannskapinn stóð einn starfsmanna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins uppi í stúku og þeytti skífum.

Lífið

Bókaþyrstir skáluðu í opnunarteiti Sölku

Salka hefur opnað nýja bókabúð á Hverfisgötu. Í henni má finna bækur íslenskra útgefenda og einnig úrval erlendra bóka. Eigendur Sölku eru Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín en þær eru alvanar bóksölu og kynntust meira að segja í bókabúð.

Lífið

„Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér“

Annie Mist Þórisdóttir opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi nú á dögunum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún svaf ekki, fann ekki fyrir matarlyst, fann ekki fyrir gleðinni í lífinu og átti erfitt með að hugsa um sig sjálfa og litlu dóttur sína.

Lífið

Þungur dynkur og hrópað „aðstoð, aðstoð!“

„Aðstoð, aðstoð,“ heyrðist kallað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þegar ég lagði leið mína í Laugardalshöll í bólusetningu með bóluefni Janssen í gær. Hjúkrunarfræðingur að tilkynna fólki að einstaklingur hefði fallið í yfirlið. Daglegt brauð í Laugardalshöll og líklegra hjá ungu fólki. 

Lífið

Fyrirsætan Ragga Theodórs á lausu

Ragnheiður Theodórsdóttir fyrirsæta er orðin einhleyp á ný. Hún er ein glæsilegasta kona landsins og hefur mikinn áhuga á útivist, hestamennsku og ferðalögum. 

Lífið

Gone-Girl stjarnan Lisa Banes látin eftir árekstur

Bandaríska leikkonan Lisa Banes, sem meðal annars er þekkt fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Gone Girl, er látin, 65 ára að aldri. Rafhlaupahjóli eða léttu bifhjóli var ekið á Banes nærri Lincoln Center í New York þann 4. júní og hafði hún dvalið á gjörgæslu sjúkrahúss í borginni síðan.

Lífið

Jákvæð líkamsímynd með Ernulandi

Í kvöld verður streymt hér á Vísi frá námskeiði Ernu Kristínar um líkamsvirðingu. Viðburðurinn fer fram klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði en beina útsendingu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan eftir að fyrirlesturinn hefst.

Lífið

„Ég nýt þess að hjóla með vindinn í bakið“

„Eftir að hafa legið bjargarlaus í sjúkrarúmi og ekki getað náð sambandi við nokkra manneskju en þó með heila hugsun allan tímann sem ég gat ekki tjáð þá hefur hugurinn þroskast og sýn mín á lífið breyst,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir.

Lífið

Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum

Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum.

Lífið