Stundum einmanalegt að vera einhleyp en fínt að geta prumpað uppi í rúmi í friði Elísabet Hanna skrifar 21. nóvember 2022 15:00 Sigga Beinteins fer yfir kosti þess og galla að vera makalaus í Veislunni hjá Gústa B. Vísir/Vilhelm „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt,“ segir söngkonan Sigga Beinteins um lífið sem einhleyp kona. Sigga ræddi kosti og galla þess að vera makalaus í útvarpsþættinum Veislunni með Gústa B. Sigga segir stefnumótin sem hún hefur farið á í fortíðinni ekki hafa verið mörg, enda mikið verið í samböndum í gegnum lífið. „Núna er ég búin að vera í þrjú ár single, það er bara fínt,“ segir hún en bætir þó við: „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt. Að hafa engan til að horfa með sér á sjónvarpið, gera eitthvað skemmtilegt eða fara til útlanda saman.“ Hér má heyra klippuna: Klippa: Sigga Beinteins fer yfir kosti og galla þess að vera makalaus Líka kostir við það að vera ein Hún segir þó marga kosti einnig fylgja því að vera á lausu: „Þú getur líka bara prumpað einn uppi í rúmi og það er enginn að skipta sér að því.“ Hún segir þó stundum upplifa augnablik þegar hún er að fletta á samfélagsmiðlum og sér pör í ferðum á Tenerife. „Ég fer ekki ein til Tene, ef ég fer ein þangað þá er ég bara í áreitinu.“ Sigga segir það líka geta verið erfitt að vera einhleyp þegar hún er í golfi og það vantar aðra manneskju til þess að geta verið fjögur saman í holli. „Nei, það er ekki hægt að hafa þig með, það þarf að vera tveir á móti.“ Vandræðalegast að missa röddina og kveikja næstum því í sér Aðspurð hvað sé það vandræðalegasta sem hún hefur lent í á sviði rifjar Sigga upp atvik sem átti sér stað í Póllandi á dögunum. Þar hafði eldsprengjum verið komið fyrir á sviðinu sem hún kom fram á ofan á bassaboxum. Hún segist hafa verið í svo miklu stuði að hún hafi sjálf verið komin á boxin og á því augnabliki sprungu sprengjurnar. Sem betur fer slapp hún ágætlega en hélt þó á tímabili að það hafi brunnið gat á bakið á jakkanun sínum. Einnig rifjar hún upp þegar hún varð raddlaus á sviði. „Það er mjög vandræðalegt að standa uppi á sviði og geta ekki gert neitt nema spila kannski á tamborínu,“ segir hún og hlær. Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni: FM957 Ástin og lífið Tengdar fréttir Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00 „Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16 Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Sigga segir stefnumótin sem hún hefur farið á í fortíðinni ekki hafa verið mörg, enda mikið verið í samböndum í gegnum lífið. „Núna er ég búin að vera í þrjú ár single, það er bara fínt,“ segir hún en bætir þó við: „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt. Að hafa engan til að horfa með sér á sjónvarpið, gera eitthvað skemmtilegt eða fara til útlanda saman.“ Hér má heyra klippuna: Klippa: Sigga Beinteins fer yfir kosti og galla þess að vera makalaus Líka kostir við það að vera ein Hún segir þó marga kosti einnig fylgja því að vera á lausu: „Þú getur líka bara prumpað einn uppi í rúmi og það er enginn að skipta sér að því.“ Hún segir þó stundum upplifa augnablik þegar hún er að fletta á samfélagsmiðlum og sér pör í ferðum á Tenerife. „Ég fer ekki ein til Tene, ef ég fer ein þangað þá er ég bara í áreitinu.“ Sigga segir það líka geta verið erfitt að vera einhleyp þegar hún er í golfi og það vantar aðra manneskju til þess að geta verið fjögur saman í holli. „Nei, það er ekki hægt að hafa þig með, það þarf að vera tveir á móti.“ Vandræðalegast að missa röddina og kveikja næstum því í sér Aðspurð hvað sé það vandræðalegasta sem hún hefur lent í á sviði rifjar Sigga upp atvik sem átti sér stað í Póllandi á dögunum. Þar hafði eldsprengjum verið komið fyrir á sviðinu sem hún kom fram á ofan á bassaboxum. Hún segist hafa verið í svo miklu stuði að hún hafi sjálf verið komin á boxin og á því augnabliki sprungu sprengjurnar. Sem betur fer slapp hún ágætlega en hélt þó á tímabili að það hafi brunnið gat á bakið á jakkanun sínum. Einnig rifjar hún upp þegar hún varð raddlaus á sviði. „Það er mjög vandræðalegt að standa uppi á sviði og geta ekki gert neitt nema spila kannski á tamborínu,“ segir hún og hlær. Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni:
FM957 Ástin og lífið Tengdar fréttir Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00 „Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16 Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00
„Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16
Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30