Lífið

Stundum einmanalegt að vera einhleyp en fínt að geta prumpað uppi í rúmi í friði

Elísabet Hanna skrifar
Sigga Beinteins fer yfir kosti þess og galla að vera makalaus í Veislunni hjá Gústa B.
Sigga Beinteins fer yfir kosti þess og galla að vera makalaus í Veislunni hjá Gústa B. Vísir/Vilhelm

„Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt,“ segir söngkonan Sigga Beinteins um lífið sem einhleyp kona. Sigga ræddi kosti og galla þess að vera makalaus í útvarpsþættinum Veislunni með Gústa B.

Sigga segir stefnumótin sem hún hefur farið á í fortíðinni ekki hafa verið mörg, enda mikið verið í samböndum í gegnum lífið. 

„Núna er ég búin að vera í þrjú ár single, það er bara fínt,“ segir hún en bætir þó við:

„Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt. Að hafa engan til að horfa með sér á sjónvarpið, gera eitthvað skemmtilegt eða fara til útlanda saman.“

Hér má heyra klippuna:

Klippa: Sigga Beinteins fer yfir kosti og galla þess að vera makalaus

Líka kostir við það að vera ein

Hún segir þó marga kosti einnig fylgja því að vera á lausu: „Þú getur líka bara prumpað einn uppi í rúmi og það er enginn að skipta sér að því.“

Hún segir þó stundum upplifa augnablik þegar hún er að fletta á samfélagsmiðlum og sér pör í ferðum á Tenerife. „Ég fer ekki ein til Tene, ef ég fer ein þangað þá er ég bara í áreitinu.“

Sigga segir það líka geta verið erfitt að vera einhleyp þegar hún er í golfi og það vantar aðra manneskju til þess að geta verið fjögur saman í holli. „Nei, það er ekki hægt að hafa þig með, það þarf að vera tveir á móti.“

Vandræðalegast að missa röddina og kveikja næstum því í sér

Aðspurð hvað sé það vandræðalegasta sem hún hefur lent í á sviði rifjar Sigga upp atvik sem átti sér stað í Póllandi á dögunum. Þar hafði eldsprengjum verið komið fyrir á sviðinu sem hún kom fram á ofan á bassaboxum.

Hún segist hafa verið í svo miklu stuði að hún hafi sjálf verið komin á boxin og á því augnabliki sprungu sprengjurnar. Sem betur fer slapp hún ágætlega en hélt þó á tímabili að það hafi brunnið gat á bakið á jakkanun sínum.

Einnig rifjar hún upp þegar hún varð raddlaus á sviði. „Það er mjög vandræðalegt að standa uppi á sviði og geta ekki gert neitt nema spila kannski á tamborínu,“ segir hún og hlær.

Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni:


Tengdar fréttir

„Þetta er svo kolrangt í dag“

Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957.

Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis

Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.