Lífið

Fimm á­kærðir í tengslum við and­lát Perry

Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 

Lífið

Sunn­eva og Tanja ræða lýtaaðgerðirnar sínar

Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Tanja Ýr Ástþórsdóttir segjast báðar hafa gengist undir fjölda lýtaaðgerða frá unga aldri. Vinkonurnar voru gestir í hlaðvarpsþættinum Curly FM, sem er í umsjón Arn­ars Gauta Arn­ars­son­ar, þekkt­ur sem Lil Cur­ly, og Jak­obs Jó­hanns Veig­ars­son­ar, á dögunum. 

Lífið

Fundu ástina á ný eftir skilnað

Leik­ar­inn Árni Bein­teinn Árna­son og tón­skáldið Íris Rós Ragn­hild­ar­dótt­ir hafa fundið ástina á ný eftir tveggja ára aðskilnað. Árni og Íris fóru hvort í sína áttina sumarið 2022 eftir að hafa verið gift í eitt ár.

Lífið

Sóldís Vala er Ung­frú Ís­land

Sóldís Vala Ívarsdóttir var í kvöld krýnd Ungfrú Ísland 2024 og mun keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe sem fram fer í Mexíkó síðar á árinu. Sóldís Vala er átján ára gömul og var fulltrúi Árbæjar í keppninni í ár sem fram fór í Gamla bíói.

Lífið

Kálhaus féll ekki í kramið

Liz Truss fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki skemmt og gekk af sviðinu þegar mótmælendur birtu mynd af kálböggli og skilaboð um slælega efnahagsstjórn hennar þá stuttu tíð sem hún var forsætisráðherra.

Lífið

Molly Mae og Tommy Fury hætt saman

Love Island stjörnurnar Molly Mae og Tommy Fury eru hætt saman eftir fimm ára samband. Molly Mae tilkynnir þetta í Instagram færslu þar sem hún segist aldrei á ævi sinni hafa trúað því að hún yrði að gefa út slíka yfirlýsingu um sambandið.

Lífið

Ástin blómstrar í fjar­lægð frá sviðs­ljósinu

Raunveruleikastjarnan, förðunarmógúllinn og áhrifavaldurinn Kylie Jenner man ekki eftir sjálfri sér án frægðarinnar. Hún prýðir forsíðu breska Vogue þar sem hún deilir því meðal annars hve mikilvægt það er fyrir henni að halda ástarsambandi sínu og hjartaknúsarans Timothée Chalamet frá sviðsljósinu. 

Lífið

Borgaði tvö­falt meira fyrir miklu minna

Diljá Jóhannsdóttir er hætt að njóta þess að fara út að borða og þarf auk þess að borga miklu meira fyrir matvöru en aðrir. Hún er með sjálfsofnæmissjúkdóminn Selíak en eina meðferðin er algjörlega glúteinlaust fæði. Kristín Ólafsdóttir fór í sérstaka verslunarferð með Diljá í Íslandi í dag.

Lífið

Jói Fel fór á skeljarnar

Einn frægasti veitingamaður landsins Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, fór á skeljarnar og bað um hönd kærustu sinnar, Kristínar Evu Sveinsdóttur hjúkrunarfræðings á Miami í Flórída í gær, á 50 ára afmælisdegi hennar.

Lífið

Gunnar Nelson mætti á golfbíl

Frábær þátttaka og mikil gleði var á golfmóti Dineout Open sem fór fram í blíðskaparveðri á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Mótið var haldið í fjórða sinn þegar um 230 keppendur mættu til leiks en færri komust að en vildu eins og síðustu ár.

Lífið

„Get tekið hart á sjálfri mér þegar mér mis­tekst“

Kolfinna kristinsdóttir er fædd og uppalin á Kársnesinu í Kópavoginum. Hún útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands vorið 2022 og stundar nú nám í næringarfræði við Háskóla Íslands. Kolfinna er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó á morgun, miðvikudaginn 14. ágúst.

Lífið

Upp­lifði fá­læti lækna þegar lykkjan týndist inni í henni

Sigrún Arna Gunnarsdóttir segir umræðu um endómetríósu af skornum skammti, sjúkdómurinn sé mun algengari en flesta grunar. Hún lýsir í Íslandi í dag miklu fálæti á Landspítalanum en hún var ekki greind með sjúkdóminn fyrr en hún leitaði til einkarekinnar heilbrigðisstofu. Þangað til gekk Sigrún í gegnum gríðarleg veikindi, eftir að það tók fjórar tilraunir og fimm mánuði að ná úr henni hormónalykkju vegna samgróninga af völdum ógreindrar endómetríósu.

Lífið

Blake Lively um­deild forsíðustúlka septemberblaðsins

Súperstjarnan og leikkonan Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue sem er jafnframt alltaf stærsta útgáfa ársins hjá tímaritinu. Forsíðan minnir á gamaldags Hollywood glamúr og hafa netverjar tjáð skiptar skoðanir á þessu vali. Lively hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu á nýrri kvikmynd sem hún fer með aðalhlutverk í. 

Lífið

Gústi B leitar sér að vinnu

Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður með meiru leitar sér nú að nýrri vinnu eftir að útvarpsþáttur hans Veislan var tekin af dagskrá FM957.

Lífið

Ætla aftur til Ís­lands til að græða sárin

Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim.

Lífið

Sig­mundur yrði lík­lega skutlaður af Kristjáni Lofts­syni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er byrjaður í megrunarátaki. Hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir ófyrirleitinn brandara samstarfsfélaga og stefnir á að prófa sjósund. Hann segist hræddur við nálar og því eigi megrunarlyf ekki við hann.

Lífið

Pissaði á sig í mátunarklefa

María Lovísa Möller Sigurðardóttir er nítján ára Keflavíkurmær. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, skoða nýja staði og kynnast nýju fólki. María Lovísa er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Lífið