Lífið

Sköpunarkrafturinn var alls­ráðandi í Höfuðstöðinni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Gestir gátu skreytt og sérsniðið vörurnar, meðal annars með efnisafgöngum úr framleiðslu 66°Norður.
Gestir gátu skreytt og sérsniðið vörurnar, meðal annars með efnisafgöngum úr framleiðslu 66°Norður.

„Það hefur verið lærdómsríkt og krefjandi á stundum, en fyrst og fremst alveg ofboðslega gefandi,“ segir Aldís Eik Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá 66°Norður. Fyrirtækið efndi til viðburðar í Höfuðstöðinni í gær í samstarfi við UN Women á Íslandi.

Tilgangur viðburðarins var tvíþættur: annars vegar að kynna sameiginlegt verkefni 66°Norður og UN Women á Íslandi í samstarfi við SADA Cooperative í Tyrklandi; hins vegar að blása til listasmiðju í anda Höfuðstöðvarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá UN Women.

Í smiðjunni unnu gestir með vörur frá SADA Cooperative, fyrirtæki sem var stofnað af konum á flótta í samstarfi við tyrkneskar konur með stuðningi UN Women í Tyrklandi. Markmið verkefnisins er að efla félagsleg tengsl, atvinnutækifæri og fjárhagslegt sjálfstæði kvennanna sem standa að baki SADA.

Gestir gátu skreytt og sérsniðið vörurnar, meðal annars með efnisafgöngum úr framleiðslu 66°Norður. Sköpunarkrafturinn var allsráðandi og skreyttu gestir töskur hver með sínu nefi, líkt og sjá má á myndunum hér að neðan.

Hanna Harpa Agnarsdóttir, Karen Thuy og Aldís Eik Arnarsdóttir.Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Rakel McMahon og Stella Samúelsdóttir.Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Ronja Guðmundsdóttir og Embla Rut Haraldsdóttir.Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Stella Samúelsdóttir, Helgi Ómarsson og Elva Hrönn Hjartardóttir.Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Amíra Snærós Jabali og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kristín A. Árnadóttir.Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Þórunn Salka, Elma Rún og Sædís Lea.Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Sara McMahon og Erlendur Sveinsson.Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Þessar tvær horfðu af áhuga á heimildarmyndirnar frá verkefninu.Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Myndir/Hjördís Jónsdóttir
Myndir/Hjördís Jónsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.