Lífið

104 ára bresk stríðs­hetja á 63 ára gamla kærustu á Ís­landi

Konunglega breska hersveitin, sem eru samtök breskra uppgjafarhermanna hafa sent ákall til bresku þjóðarinnar þar sem almenningur er hvattur til að senda fyrrum hermanninum Ernest Horswall kveðju á 105 ára afmælisdaginn þann 21. apríl næstkomandi, en Ernest á enga ættingja á lífi. Fjölmargir breskir miðlar hafa birt fréttir um málið en þar kemur meðal annars fram að hinn 104 ára gamli ofurhugi eigi kærustu á Íslandi. Ernest hefur heimsótt Ísland reglulega síðan árið 1991 og á marga vini hér á landi.

Lífið

Kveður kirkjuna og heldur á ný mið: „Ég hef engar á­hyggjur af Guði“

Tæpir fjórir áratugir eru liðnir síðan Dr. Sigurður Árni Þórðarson var vígður prestsvígslu í Dómkirkjunni. Nú er komið að tímamótum því í Hallgrímskirkju á morgun heldur Sigurður sína síðustu messu. Hann ætlar þó ekki að sitja auðum höndum. Hann er búinn að sækja um í meistaranámi, ætlar að læra ljósmyndun og taka upp þráðinn í matargerðinni.

Lífið

Daníel kíkir á Resident Evil 4

Þátturinn Spilaðu með Daníel Rósinkrans er á Twitchrás GameTíví í kvöld. Þá ætlar Daníel að spila nýju endurgerð hryllingsleiksins Resident Evil 4.

Lífið

Hail­ey biðlar til Selenu vegna morð­hótana

Þegar allt virtist vera að róast í dramanu á milli Selenu Gomez og Hailey Bieber birti Selena alvarlega færslu á Instagram. Þar greinir hún frá því að Hailey hafi sett sig í samband við hana vegna morðhótana sem henni hafa borist vegna málsins.

Lífið

Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén

Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 

Lífið

Löngu hætt að leita að ástinni

Bandaríska leikkonan Diane Keaton hefur engan áhuga á stefnumótum og sér ekki fram á að hún fari aftur í samband á ævi sinni. Keaton hefur aldrei verið gift og liðin eru fimmtán ár síðan hún fór síðast á stefnumót.

Lífið

Forsetahjónin hittu Foster

Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. 

Lífið

Enginn pilsner í pylsu­­soðinu hjá Bæjarins bestu

„Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 

Lífið

Íhugar að setja mömmu sína á launaskrá

„Nú fer hún að hætta í bankanum og þá þarf maður kannski bara að fara að setja hana á launaskrá. Svona fyrir að fylgjast með öllu og jafnvel „covera“ smá heima á vaktinni,“ segir Frikki Dór kíminn í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 

Lífið

Diljá númer sjö í Eurovision

Diljá Pétursdóttir verður sú sjöunda sem stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision söngvakeppninnar, sem haldin verður í Liverpool á Bretlandi í ár. 

Lífið

Anna Ei­ríks fagnaði í góðum fé­lags­skap

Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríks opnaði nýlega glænýjan heilsuvef þar sem hún býður upp á heilsusamlegar uppskriftir og fjarþjálfun. Af því tilefni bauð Anna vinum og vandamönnum í glæsilegt opnunarpartý í Hverslun nú á dögunum.

Lífið

Arnar og Brynja selja mið­bæjar­perluna

Arnar Már Eyfells, eigandi Ketchup Creative, og Brynja Kúla Guðmundsdóttir, fyrirsæta og leikkona, hafa sett stórkostlega íbúð sína í miðbænum á sölu. Þessi litríka perla vakti mikla athygli í þáttunum Heimsókn nú á dögunum.

Lífið

Lét fjar­lægja fylli­efnin og varar ungt fólk við

Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni úr andliti sínu og hefur líklega sjaldan litið betur út. Hún sýndi frá öllu ferlinu á Instagram og varar ungt fólk við því að fá sér fyllingar.

Lífið