„Einstaklega sjarmerandi og fallegt fimm herbergja 231,5 fm. einbýlishús á tveimur hæðum við Lindarbraut 19, 170 Seltjarnarnesi, þar af sérstæður 59,0 fm bílskúr sem býður upp á ýmsa möguleika. Vel við haldið hús sem hefur verið mikið endurnýjað í gegnum tíðina,“ segir í lýsingu fasteignavef Vísis.
Í bílskúr hefur verið innréttað fjölskyldurými með salerni og eldhúshorni. Á fasteignavefnum kemur fram að lítið mál væri að útbúa þar útleigurými eða unglingaherbergi.
„Fallegur garður umlykur húsið ásamt hellulögðum stéttum/veröndum. Verönd þar sem hægt er að taka morgunverðin í góðu skjóli með morgunsólinni og önnur mjög skjólgóð verönd á annarri hlið hússins, þar sem sólin getur verið frameftir kvöldi.“
Þess má geta að Jón er ekki eini skemmtikrafturinn sem átt hefur heima í þessu húsi en Íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving, átti þarna heima um árabil.









