Allt klárt fyrir tilraun við heimsmet í Hlíðarfjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2024 08:51 Hér má sjá rauðu línuna við 253,3 metra markið en bláa línan við 300 metra markið. Heimssögulegur viðburður er í uppsiglingu í rjómablíðu í Hlíðarfjalli á Akureyri nú í morgunsárið. Þar ætlar japanskur skíðastökkvari að slá heimsmetið í skíðastökki. Fylgst er með gangi mála í vaktinni. Viðburðurinn er á vegum drykkjarfyrirtækisins Red Bull sem er þekkt fyrir orkudrykki sína hvort sem er fyrir fólk í önn. Slagorð drykkjarins er „veitir vængi“ í þeim skilningi að maður eigi að geta tekist á flug. Ekki er óvarlegt að ætla að Red Bull ætli að nýta sér stökkið í markaðssetningu enda má vel ímynda sér að skíðastökkvarar séu með vængi þegar þeir svífa í loftinu. Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en samkvæmt upplýsingum fréttastofu stefnir sá japanski á að stökkva yfir 300 metra. Löng stökkbraut hefur verið útbúin í Hlíðarfjalli þar sem töluverða leynd hvílir yfir öllu saman. Ekki er ætlast til þess að neinn annar en fólk á vegum Red Bull nái myndum af stökkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fluttir inn tveir risastórir snjótroðaðar fyrir verkefnið og hefur starfsfólk á skrifstofu verkfræðistofunnar COWI á Akureyri séð um smíði pallsins í vetur auk þess að sinna fleiri verkefnum. Þá hefur verið mikil vinna við að framleiða merkingar fyrir Red Bull. Eftir því sem fréttastofa kemst næst heitir skíðastökkvarinn Kobayashi Ryoyu. Hann birti á Instagram-síðu sinni fyrir tveimur klukkustundum lagið „Ready to fight“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vegurinn lokaður upp í Hlíðarfjall. Red Bull gerði samning við Akureyrarbæ varðandi upptökurnar og verður lokað upp í fjall þar til öllu er lokið. Miklu er til tjaldað. Fjölmargir eru hluti af tökuliði Red Bull enda á að ná alls konar vinklum af stökkinu. Heimamenn vonast til þess að stökkið geti orðið góð kynning fyrir Hlíðarfjall, Akureyri og Ísland. Austurríski skíðastökkvarinn Stefan Kraft er heimsmethafi í skíðastökki. Hann náði stökki upp á 253,5 metra árið 2017 í Vikersundbakken í Vikersund í Noregi. Fréttin verður uppfærð þegar í ljós kemur hvort japanska stökkvaranum tekst ætlunarverk sitt. Við þetta má bæta að Andrésar Andarleikarnir verða settir í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun og standa yfir til laugardags. Leikarnir hafa verið svo til árlegur viðburður í Hlíðarfjalli frá árinu 1976. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins með hátt í þúsund keppendur á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og eiga fjölmargir skíðamenn ljúfar minningar frá leikum liðinna ára. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.
Viðburðurinn er á vegum drykkjarfyrirtækisins Red Bull sem er þekkt fyrir orkudrykki sína hvort sem er fyrir fólk í önn. Slagorð drykkjarins er „veitir vængi“ í þeim skilningi að maður eigi að geta tekist á flug. Ekki er óvarlegt að ætla að Red Bull ætli að nýta sér stökkið í markaðssetningu enda má vel ímynda sér að skíðastökkvarar séu með vængi þegar þeir svífa í loftinu. Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en samkvæmt upplýsingum fréttastofu stefnir sá japanski á að stökkva yfir 300 metra. Löng stökkbraut hefur verið útbúin í Hlíðarfjalli þar sem töluverða leynd hvílir yfir öllu saman. Ekki er ætlast til þess að neinn annar en fólk á vegum Red Bull nái myndum af stökkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fluttir inn tveir risastórir snjótroðaðar fyrir verkefnið og hefur starfsfólk á skrifstofu verkfræðistofunnar COWI á Akureyri séð um smíði pallsins í vetur auk þess að sinna fleiri verkefnum. Þá hefur verið mikil vinna við að framleiða merkingar fyrir Red Bull. Eftir því sem fréttastofa kemst næst heitir skíðastökkvarinn Kobayashi Ryoyu. Hann birti á Instagram-síðu sinni fyrir tveimur klukkustundum lagið „Ready to fight“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vegurinn lokaður upp í Hlíðarfjall. Red Bull gerði samning við Akureyrarbæ varðandi upptökurnar og verður lokað upp í fjall þar til öllu er lokið. Miklu er til tjaldað. Fjölmargir eru hluti af tökuliði Red Bull enda á að ná alls konar vinklum af stökkinu. Heimamenn vonast til þess að stökkið geti orðið góð kynning fyrir Hlíðarfjall, Akureyri og Ísland. Austurríski skíðastökkvarinn Stefan Kraft er heimsmethafi í skíðastökki. Hann náði stökki upp á 253,5 metra árið 2017 í Vikersundbakken í Vikersund í Noregi. Fréttin verður uppfærð þegar í ljós kemur hvort japanska stökkvaranum tekst ætlunarverk sitt. Við þetta má bæta að Andrésar Andarleikarnir verða settir í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun og standa yfir til laugardags. Leikarnir hafa verið svo til árlegur viðburður í Hlíðarfjalli frá árinu 1976. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins með hátt í þúsund keppendur á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og eiga fjölmargir skíðamenn ljúfar minningar frá leikum liðinna ára. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.
Skíðaíþróttir Akureyri Skíðasvæði Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira