Lífið

Aron Mola átti ekki séns í Sig­rúnu Ósk

Idol hefst í kvöld og af því tilefni mættu kynnarnir Aron Mola og Sigrún Ósk í sérstaka Idol spurningakeppni í Brennslunni í morgun. Að lokum voru úrslitin 7-2 og því nokkuð ljóst að annar kynnirinn gæti þurft að kynna sér málið örlítið betur.

Lífið

Jóla­­­sveinninn, Mikki mús og Jimmy Fall­on gengu um götur New York

Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í gær víða um heim. Hátíðin er þó hvergi umfangsmeiri en í Bandaríkjunum þar sem farið er alla leið. Verslunarkeðjan Macy's stóð fyrir sinni árlega Þakkargjarðarskrúðgöngu í New York í gær þar sem engin önnur en „drottning jólanna“ Mariah Carey tók lagið.

Lífið

Herra „Sexbomb“ kominn með nýjar mjaðmir

„Pabbi er kominn með tvær nýjar mjaðmir,“ segir söngvarinn Tom Jones í Instagram færslu á miðlinum sínum. Hann segir mjaðmaskiptaaðgerðina hafa gengið vel og er spenntur að fara aftur af stað af fullum krafti.

Lífið

Löggan býður upp á Black Fri­day til­­­boð sem allir vilja missa af

Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum.

Lífið

Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld

„Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi.

Lífið

Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi

Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins.

Lífið

Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl

Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans.

Lífið

Á ferð með mömmu heimsfrumsýnd í Tallinn

Kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, var heimsfrumsýnd kvikmyndahátíðinni Tallinn Black Nights Film Festival (PÖFF) í Eistlandi. Myndin tekur þátt í aðalkeppni hátíðarinnar í ár.

Lífið

Simmi Vill er aftur á lausu

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður er aftur á lausu eftir að hann og danska kærastan hans, Julie Christensen, hættu saman. Þau opinberuðu samband sitt um miðjan september á þessu ári. 

Lífið

Hafa ekki enn opin­berað endan­legt nafn sonarins

Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur ekki enn greint frá því hvað tæplega tíu mánaða gamall sonur hennar eigi að heita. Þau voru búin að gefa drengnum nafn sem þau hættu svo við, þar sem þeim fannst það ekki eiga nógu vel við hann.

Lífið

Steindi og Ragnhildur hringdu myndsímtal í „Ed Sheeran“

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hafa slegið í gegn á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Lífið

„Ást er að hætta aldrei að reyna“

Hún segir rómantíkina liggja í litlu hlutunum, leggur mikinn metnaði í að halda í neistann í sambandinu og kýs símalaus stefnumót. Markaðsmanneskjan og kynlífstækjadrottningin Gerður Huld Arinbjarnardóttir talar um ástina í viðtali við Makamál. 

Lífið

Rifja upp rosaleg Idol ár

Rúm tuttugu ár eru frá því fyrsta þáttaröðin af íslenska Idolinu fór fram en sú fimmta er nú á leiðinni í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið.

Lífið