„Eftir dásamlegt þriggja mánaða frí er ég spennt að byrja aftur að vinna 2. maí n.k. Langþráður draumur og mikill markmiðasigur hjá mér að komast inn á Rás 2,“ skrifar Vala í færslu á Instagram.
Vala kveðst þakklát og spennt að starfa i hópi fagmanna: „Ég hef ekki byrjað á nýjum vinnustað í áratug, svo mér líður smá eins og 12 ára barni að skipta um skóla. En mikið ofboðslega hlakka ég til að takast á við þetta verkefni, í ótrúlegum hópi fagmanna.“
Vala var meðal þeirra ellefu sem fengu uppsögn hjá Sýn í byrjun árs eftir að hafa starfað á tökkunum á Bylgjunni undanfarin ár, sungið með Guðrúnu Árnýju á föstudögum í þætti Ívars Guðmundssonar, verið með hina ýmsu þætti og verið gestgjafi í sjónvarpsþáttunum Bylgjan órafmögnuð.