Lífið

Júní­spá Siggu Kling: Ekki dauð stund í lífi tví­burans

Elsku Tvíburinn minn, það er vart hægt að segja að það sé dauður punktur í lífi þínu, þó allt sé ekki alltaf gaman, því þá væri það ekki skemmtilegt. Þú ert staddur í miðri hasarmynd og sveiflurnar í tilfinningum eru eins og hasardljósin. Þú leitar eftir spennu en þegar hún er til staðar þá leitarðu eftir friði og jafnvægi. Þess vegna finnst þér að þú sért stöðugt að leita að sjálfum þér eða einhverju sem sem getur breytt lífinu þínu.

Lífið

Ásdís Rán á OnlyFans

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir, gjarnan kölluð Ísdrottningin, hefur haslað sér völl á efnisveitunni OnlyFans. 

Lífið

Gómsætur fiskréttur að hætti Katrínar Tönju

Það leikur enginn vafi á næringargildi íslenskra sjávarafurða og að allt það sem okkur var kennt um ágæti þeirra á grunnskólaárunum stenst tímans tönn. En er fiskur vinsæll á meðal ungs fólks og hvernig má gera hann enn vinsælli?

Lífið

„Við erum að tapa geðheilsunni“

Óhætt er að segja að það að keppa Kökukasti er enginn dans á rósum. Þetta vita frænkurnar Stefanía Rakel og Karen Gréta sem upplifðu mikið stress í undanúrslitum í nýjasta þætti Kökukasts. „Við erum að tapa geðheilsunni,“ segir Karen, móðursystir Stefaníu.

Lífið

Núðlu­réttur sem leikur við bragð­laukana

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það taílenskur núðluréttur sem leikur við bragðlaukana.

Lífið

Al Pacino á von á barni

Bandaríski leikarinn Al Pacino og kærasta hans Noor Alfallah eiga von á barni. Hin 29 ára Alfallah er gengin átta mánuði á leið og er því von á erfingja á næstu vikum.

Lífið

Flutti austur á land vegna góða veðursins

Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Múlaþingi, segir að hún hafi ákveðið að flytja austur á land eftir að hafa upplifað góða veðrið þar fyrir tveimur árum síðan. Hún flutti til Egilsstaða með fjölskylduna sína um sumarið í fyrra og sér ekki eftir því, sérstaklega ekki í góða veðrinu sem er þar í dag.

Lífið

Súkkulaðierfingi sem saknar ekki áfengisins

„Ég vaknaði bara einn daginn eftir djamm og það var eins og einhver hafi komið inn í svefnherbergið til mín í draumi eða eitthvað og sagt mér að hætta að drekka,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason sem sagði skilið við áfengi fyrir um ári síðan.

Lífið

Með hjartað í buxunum þegar verkið týndist í pósti

Listrænu feðgarnir Elli Egilsson og Egill Eðvarðsson eru kannski ekki alltaf sammála þegar það kemur að listinni en þeir opnuðu þó saman sýninguna SAMMÁLA í Gallery Porti. Með sýningunni segja þeir að það hafi sannarlega komið í ljós að þeir geti unnið saman og það sem eftir standi sé fyrst og fremst virðing og væntumþykja í garð hvors annars. Elli og Egill eru viðmælendur í þessum þætti af Kúnst.

Lífið

Miðbæjaríbúð í töff retro-stíl

Við Njálsgötu í miðbæ Reykjavíkur má finna afar töff þriggja herbergja íbúð í retrostíl. Eignin er á fyrstu hæð í steinsteyptu húsi en aðeins ein íbúð er á hverri hæð.

Lífið

Skelkuð hross í sjálf­heldu

Í desember árið 2006 flæddu Hvítá, og Litla- og Stóra Laxá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að stórt landsvæði á Suðurlandi var þakið vatni. Þá sást að það er engin tilviljun að bæjarstæði á þessu svæði eru jafnan á hæðum og hólum því að bæirnir litu margir út fyrir að standa á litlum eyjum.

Lífið