Ætlar að pakka inn yfir milljón birkifræjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 16:20 Halla Hrund fer með þakkarkortin í póstinn. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hyggst senda sjálfboðaliðum sínum yfir þúsund þakkarkort og lætur fylgja með birkifræ í hverju einasta korti. Hún er búin að pakka inn fjögur hundruð kortum en á rúm sexhundruð eftir. „Að reka kosningabaráttu er mikil vinna en eitt af því fallegasta við ferðalagið var að sjá sjálfboðaliða á öllum aldri spretta fram í hundraða tali. Allt í einu verður til hópur fólks sem deilir sýn á framtíð Íslands og vinnur saman að henni,“ segir Halla Hrund í samtali við Vísi. Halla Hrund fór með himinskautum í skoðanakönnunm í aðdraganda forsetakosninga og lenti að lokum í þriðja sæti með rúm sextán prósent atkvæða. Halla segist hafa byrjað þann 17. júní að senda fyrstu þakklætisvotta til sjálfboðaliða sinna. Þakklætisvotturinn sé íslenskt birkifræ í takt við áherslu framboðsins á að láta tækifærin vaxa og dafna um allt land. Líklega séu því eitthvað um eða yfir milljón birkifræ í umslögunum. Það tekur tíma að pakka birkifræjunum niður. Frábært fjölskylduverkefni „Birkifræin eru frá Skógræktinni og við endurpökkuðum þeim í litla poka sem rúmast í umslagi sem berast nú með póstinum eins og heitar lummur. Ætli ég sé ekki búin með rúmlega fjögurhundruð þakkarkort, og á svona sexhundruð eftir. Sumarfríið nýtist því einstaklega vel, svo ég tali nú ekki um rigningardagana!“ segir Halla Hrund. „Þetta er reyndar frábært fjölskylduverkefni, eldri dóttir mín er dugleg að skrifa utan á kortin og við njótum þess að hugsa með þakklæti til alls þessa góða og atorkusama fólks sem lagði okkur lið. Það var ómetanlegt. Við erum ekki með heimilisföng hjá öllum og fólk getur því sent mér sitt til að tryggja sér fræ á meðan birgðir endast. Vonandi verða til litlir birkilundar um allt land, sem minna á að með samvinnu og örlítið af bjartsýni og gleði er hægt að koma ótrúlegum hlutum í verk.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Að reka kosningabaráttu er mikil vinna en eitt af því fallegasta við ferðalagið var að sjá sjálfboðaliða á öllum aldri spretta fram í hundraða tali. Allt í einu verður til hópur fólks sem deilir sýn á framtíð Íslands og vinnur saman að henni,“ segir Halla Hrund í samtali við Vísi. Halla Hrund fór með himinskautum í skoðanakönnunm í aðdraganda forsetakosninga og lenti að lokum í þriðja sæti með rúm sextán prósent atkvæða. Halla segist hafa byrjað þann 17. júní að senda fyrstu þakklætisvotta til sjálfboðaliða sinna. Þakklætisvotturinn sé íslenskt birkifræ í takt við áherslu framboðsins á að láta tækifærin vaxa og dafna um allt land. Líklega séu því eitthvað um eða yfir milljón birkifræ í umslögunum. Það tekur tíma að pakka birkifræjunum niður. Frábært fjölskylduverkefni „Birkifræin eru frá Skógræktinni og við endurpökkuðum þeim í litla poka sem rúmast í umslagi sem berast nú með póstinum eins og heitar lummur. Ætli ég sé ekki búin með rúmlega fjögurhundruð þakkarkort, og á svona sexhundruð eftir. Sumarfríið nýtist því einstaklega vel, svo ég tali nú ekki um rigningardagana!“ segir Halla Hrund. „Þetta er reyndar frábært fjölskylduverkefni, eldri dóttir mín er dugleg að skrifa utan á kortin og við njótum þess að hugsa með þakklæti til alls þessa góða og atorkusama fólks sem lagði okkur lið. Það var ómetanlegt. Við erum ekki með heimilisföng hjá öllum og fólk getur því sent mér sitt til að tryggja sér fræ á meðan birgðir endast. Vonandi verða til litlir birkilundar um allt land, sem minna á að með samvinnu og örlítið af bjartsýni og gleði er hægt að koma ótrúlegum hlutum í verk.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira