Lífið

Lasse Welland­er er látinn

Sænski tónlistarmaðurinn Lasse Wellander er látinn, 70 ára að aldri. Hann var meðal annars gítarleikari fyrir sænsku hljómsveitina ABBA.

Lífið

Leikarinn Michael Lerner látinn

Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past.

Lífið

Bestu minningarnar sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum

Fagurkerinn og matgæðingurinn María Gomez á sér engar sérstakar páskahefðir en segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Í seinni tíð hafa þó samverustundir með fjölskyldunni fengið meira vægi ásamt eftirréttunum góðu sem að sjálfsögðu fylgja með.

Lífið

„Þetta var stór­kost­leg björgun“

Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt.

Lífið

Megan Fox og Machine Gun Kelly saman á ný

Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly virðast hafa kveikt í glæðum sambands síns ef marka má myndir sem náðust af parinu í fríi á Hawaii. Síðustu mánuði hafa gengið orðrómar um sambandsslit þeirra.

Lífið

Einn söngvara S Club 7 látinn

Paul Cattermole, einn söngvara breska poppbandsins S Club 7, er látinn aðeins 46 ára að aldri. Hann fannst látinn á heimili sínu í Dorset í gær en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lífið

Páskaspá Siggu Kling - Hrútur

Elsku Hrúturinn minn, þú ert búinn að vera í fantaformi eina stundina og alveg búinn á því hina stundina. Þú ert að reyna að tjasla saman lífinu og að gera hlutina einfaldari. Það hrynja hugmyndir niður í kollinn á þér þegar þú lærir að slaka á og að nýta þér það að þú ert sterkasta merkið í sambandi við að þróa þína hæfileika og vitsmuni. Þess vegna skaltu ekki biðja of marga um ráð, því að þá ruglastu bara í ríminu.

Lífið

Páskaspá Siggu Kling - Steingeitin

Elsku Steingeitin mín, hún hefur verið hröð þessi bíómynd sem þú lifir í, mikil rólegheit einn daginn, svo allt breytt daginn eftir. Satúrnus var að fara úr þínu merki, hann er sko harður húsbóndi. Hann dembdi sér yfir í Fiskamerkið, sem er besti staðurinn sem hann getur verið vegna þess að vatnið drekkti honum, svo hann er áhrifalaus. 

Lífið

Páskaspá Siggu Kling - Bogmaðurinn

Elsku Bogmaðurinn minn, nú reynir á það að þú finnir rétt úrræði til að komast áfram á þeim hraða sem þú vilt vera á. Það reynir líka á það að þú sleppir þessum áhyggjukílóum sem þyngja þig. Það er endurnýjun að eiga sér stað í umhverfinu þínu og þú þarft að endurhugsa margt upp á nýtt. Þetta er áskorun sem að mun sýna þér að þú ert þrælvel gefinn og ert með ráð undir rifi hverju.

Lífið

Páskaspá Siggu Kling - Tvíburi

Elsku Tvíburinn minn, þín orka er núna svört og hvít vegna þess að þið táknið tvo einstaklinga og sá svarti hefur kíkt inn og lamað hjartað þitt. Þú gerir þér svo mikla grein fyrir þessu að þú virðist vera að nota allar aðferðir sem þú getur til þess að finna ljósið. Það eru lagðar fyrir þig þrautir sem eru eins og gestaþrautir, taktu alla þá þolinmæði sem býr í þér því að þú færð ekki útkomuna í flýti.

Lífið

Páskaspá Siggu Kling - Fiskarnir

Elsku Fiskurinn minn, þú ert alltaf að baksa við að halda jafnvæginu, að hafa þitt Yin&Yang í lagi. Þú vilt alls ekki skauta út af veginum, það er ekki í eðli þínu að finnast það smart. Þú ert svo andlega tengdur og þessi mánuður gefur okkur mannfólkinu miklar breytingar, bæði ótta og frelsi. Þú skalt skoða fulla tunglið bleika sem er þann sjötta apríl í Vogarmerkinu, en það tungl getur meðal annars haft mikil áhrif á líkamann, til dæmis á nýru, lifur og æðakerfið.

Lífið

Páskaspá Siggu Kling - Vatnsberinn

Elsku Vatnsberinn minn, nú er komið að því að þú ert að fá þá tíma inn í líf þitt sem þú átt svo sannarlega skilið. Það hefur verið mikil vinna í kringum þig og lítill tími til að anda. Í mars fór nefnilega Satúrnus inn í Fiskamerkið, sannarlega harður húsbóndi þegar hann hangir yfir manni.

Lífið

Páskaspá Siggu Kling - Sporðdrekinn

Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert kraftaverk og í því er fólgið að þú þarft sjálfur að setja kraft í verkin. Að sjálfsögðu er ekki allt að gerast eins og þú vilt það, því að lífsorkan er að stýra þér aðra leið. Svo ef þú fyllir sálina þína af krafti þá veistu hver útkoman er í þeirri krossgátu sem þú ert í. Þér finnst að til þess að fá krossgátuna kláraða vanti þig tvö eða þrjú orð og þau eru þarna. Það eina sem er að herpa takið á hálsi þínum ert þú sjálfur.

Lífið

Páskaspá Siggu Kling -Vogin

Elsku Vogin mín, það er baráttuandi yfir þér. Þú ert á sveif með réttlætinu, hvernig svo sem þú lítur á réttlæti. Þú lætur stundum skoðanir þínar umbúðalaust í ljós, en kannt að segja fyrirgefðu ef þú móðgar einhvern, sem svo sannarlega kemur fyrir.

Lífið

Páskaspá Siggu Kling - Meyjan

Elsku Meyjan mín, það er baráttuandi yfir þér og það er enginn sem getur tekið það frá þér. Þú með þinn sterka anda þarft ekki að hræðast neitt eða neinn. Ef að óöryggi er að klípa þig er það bara tengt fjárhagsafkomu. Allt sem tengist því blessast, en alveg á síðustu stundu, svo það er ekkert að óttast.

Lífið