Lífið

Langar stundum að verða slaufað

„Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 

Lífið

Prufur í Idol eru hafnar

Prufur vegna Idol eru hafnar og fara þær næstu fram í Reykjavík um helgina, sunnudaginn 7. maí. Enn er tími til að skrá sig og verða prufur haldnar um land allt í maí.

Lífið

Hugi á markaðinn eftir sextán ára samband

Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson, sem lengi var þekktastur sem Ofur-Hugi í sjónvarpsþáttunum 70 mínútum, er orðinn einhleypur. Hugi greindi frá þessu í hlaðvarpi þeirra Sigmars Vilhjálmssonar vinar síns, sem ber einmitt heitið 70 mínútur.

Lífið

Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á al­manna­færi

Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi.

Lífið

Maí­spá Siggu Kling: Hrúturinn á leið inn í sigur­tíma­bil

Elsku Hrúturinn minn, það er svo margt búið að vera að gerast, og þú hefur ekki alveg getað haft þá stjórn sem þú vilt hafa. Svo þér finnst að allt renni saman í eitt, því að þú hefur ekki haft tök til þess að sinna öllu eins og þú vildir. Núna er hins vegar umbylting á hlutverki þínu og þú sérð að það var þér fyrir bestu að ýmislegt fór ekki nákvæmlega eins og þú vildir.

Lífið

Maí­spá Siggu Kling: Meyjan fer inn í merki­legt tíma­bil

Elsku Meyjan mín, þú ert að fara inn í mikið og merkilegt tímabil sem gefur þér afl í tilfinningum og kraft til að segja hvað þú vilt. Og þú færð sterka stefnu, því að það sem er mikilvægast er náttúrulega að vita hvert maður er að fara og hvert maður vill fara, þá er komin sterk stefna í því hvernig leiðin verður.

Lífið

Maí­spá Siggu Kling: Ljónið verður að hætta að slást við sjálft sig

Elsku Ljónið mitt, þú ert fallegasta og sterkasta dýrið í skóginum og hefur yfir þér þann þokka að fólk beygir sig eða jafnvel getur ekki horft á þig. Þau stríð sem þú átt eftir að heyja á því tímabili sem þú ert að fara í eru aðallega bara við sjálft þig. Þú annað hvort rífur þig niður eða byggir þig upp og þarna vantar þig þann stöðugleika sem er nauðsynlegur fyrir fallega Ljónið.

Lífið

Maí­spá Siggu Kling: Mikil ást­ríða í lífs­loga vatns­berans

Elsku Vatnsberinn minn, að vera trúr og tryggur er einkenni þitt og það er það sem mun koma þér svo langt á komandi tímum. Að fyrirgefa leiðindin sem hafa verið lögð fyrir þig og að sleppa þeim tökum alveg. Þú átt eftir að gera svo margt fyrir aðra án þess að monta þig af því hversu góður þú sért.

Lífið

Maí­spá Siggu Kling: Sporð­drekinn eins og leiftrandi og fegursta eld­gos

Elsku Sporðdrekinn minn, þú verður að sjá og athuga að þú ert eldgos og það vilja allir fara og sjá eldgos ef þeir mögulega geta. Annaðhvort bíðum við í langan tíma eftir eldgosi eða þau koma aftur og aftur með stuttu millibili. Núna er fulla fallega Sporðdrekatunglið 5. maí og skapar það mikið sjáanlegt fallegt eldgos hjá þér.

Lífið

Maí­spá Siggu Kling: Ævin­týri verða að fá að gerast hjá nautinu

Elsku Nautið mitt, þótt að hjartað slái örar og að taugatitringur sé í kringum þig, þá er það einungis út af öðru fólki og ekki sjálfu þér. Þú ert að fara inn í svo ástríðufullt tímabil þar sem Sporðdrekatunglið er 5. maí og fyrir svona andlega týpu eins og þig ættir þú aðeins að staldra við á þeim tíma og að skoða hvernig þú vilt hafa þitt landslag í kringum þig.

Lífið

Maí­spá Siggu Kling: Tími fyrir tví­burann að taka á­hættu

Elsku Tvíburinn minn, þú ert að fara inn í tímabil þar sem lukkan lofar þig. Þú munt sjá að þú hefur afl til þess að breyta nánast öllu í gull. Júpíter, hin gjafmilda pláneta, er í níunda húsi og eflir jákvæðar tilfinningar, skerpir á því sem þú ert að gera og lætur þig dansa í tunglsljósinu. Þú kemur sjálfum þér á óvart og dagurinn þinn í þessum mánuði er 13. maí en þá er eitthvað sem þú þarft að horfast í augu við eða jafnvel kemur þér á óvart, en útkoman er margfaldur plús.

Lífið

Maí­spá Siggu Kling: Vel­líðan í fyrsta sæti hjá Voginni

Elsku Vogin mín, lífið er ofsalega líkt draumunum sem þú færð. Sumir eru fallegir og sterkir og aðrir draumar eru martröð. Ljótir draumar eru fyrir litlu efni, þeir eru sendir þér til þess að vekja þig, til dæmis vegna þess að þú liggur á höndinni og blóðið rennur ekki eins og það á að gera.

Lífið

Maí­spá Siggu Kling: Allt sem fiskurinn þarf er ást

Elsku Fiskurinn minn, það eru bjartir tímar framundan hjá þér. Það er hægt að segja það að þú sért með góð spil á hendi og þú átt eftir að koma fólki á óvart hvernig þú getur snúið þig út úr öllum aðstæðum sem gefa þér kvíða og stress. Þú veist það líka að þegar þú hugsar að allt verði betra, þegar ég er búinn að klára einhverja sérstaka erfiðleika sem ég hef miklar áhyggjur af. En lífið er bara þannig að þegar að einar áhyggjur hverfa þá kemur bara eitthvað annað til þess að „díla við“.

Lífið

Maí­spá Siggu Kling: Nei eða já mánuður hjá stein­geitinni

Elsku Steingeitin mín, þú ert búin að vera í alls konar áskorunum og þér finnst stundum lífið vera aðeins of mikið. En ef þú skoðar vel síðasta árið eða svo, þá er eins og allt sé búið að breytast og þú horfir á lífið og aðstæður þínar með allt öðrum augum. Þú getur séð það einlægt og í hjarta þínu að þú ert miklu sterkari en þú bjóst við að þú værir, og til hamingju með það.

Lífið

Warwick Davis á leið til Ís­lands í frí

Breski stór­leikarinn Warwick Davis er á leið til Ís­lands í frí í þessum mánuði. Þetta sagði hann ís­lenskum að­dá­endum sem mættu á sér­staka Stjörnu­stríðs­ráð­stefnu í London um páskana.

Lífið

Love Is­land stjarna fékk ó­vænt boð í krýningu Karls

Breska raun­veru­leika­þátta­stjarnan Tasha Ghouri hefur fengið ó­vænt boð um að vera við­stödd há­tíðar­höld vegna krýningu Karls Breta­konungs þann 6. maí næst­komandi. Stjarnan greinir sjálf frá þessu á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Lífið

Endaði fár­veikur eftir að hafa andað að sér ó­geði í langan tíma

Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir voru fyrir löngu búin að ákveða að eyða ævinni saman þó þau hafi ekki látið pússa sig saman fyrr en síðasta sumar. Hugmyndin að brúðkaupinu hljómaði rómantísk og átti að vera áreynslulaust verkefni en reyndist svo þrautinni þyngri þegar til kastanna kom.

Lífið

Taylor Swift gengin út á met­tíma

Bandaríska söngkonan Taylor Swift er komin með nýjan kærasta. Hinn heppni er breski tónlistarmaðurinn Matty Healy. Minna en mánuður er síðan söngkonan og enski leikarinn Joe Alwyn hættu saman, að minnsta kosti opinberlega.

Lífið