Sleit sambandinu með símtali Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2024 14:31 Katrín og Vilhjálmur hafa ýmsa fjöruna sopið saman. EPA-EFE/AARON CHOWN / POOL Samband Vilhjálms Bretaprinsar og Katrínar Middleton hefur ekki alltaf verið dans á rósum, að því er fram kemur í nýrri bók sem fjallar um ævi Katrínar. Þar segir að Vilhjálmur hafi verið haldinn efasemdum um sambandið og sagt Katrínu upp símleiðis árið 2008. Þau hafi svo náð aftur saman í búningateiti stuttu síðar. Bókin heitir Catherine, The Princess of Wales og er eftir breska rithöfundinn Robert Jobson. Þar vísar Jobson til ýmissa heimildarmanna innan veggja bresku hallarinnar og úr bresku konungsfjölskyldunni. Eins og flestir vita hafa þau Katrín og Vilhjálmur verið saman um þrettán ára skeið en þau hófu fyrst að stinga saman nefjum þegar þau voru stúdentar í Skotlandi árið 2005. Áramótin 2007 og 2008 fullyrðir Jobson hinsvegar í bók sinni að Vilhjálmur hafi verið efins um sambandið. Hann hafi hætt við að hitta Katrínu á gamlárskvöldi og stuttu síðar hringt í hana og fullyrðir höfundur bókarinnar að þau hafi átt innilegt þrjátíu mínútna spjall. Vilhjálmur hafi tjáð henni að honum fyndist þau þurfa næði frá hvort öðru og að hann væri ekki viss um að hann vildi trúlofast henni. „Í tilfinningahlöðnu þrjátíu mínútna samtali þá sammæltust þau um að þau væru á sitthvorri blaðsíðunni. Þetta var áfall fyrir Katrínu og það bætti ekki úr skák fyrir hana að hann hafi hætt með henni í gegnum síma,“ segir í bókinni. Þar segir að Vilhjálmur hafi skellt sér á næturklúbb í London í kjölfarið en að Katrín hafi farið í mæðgnaferð til Dublin og svo til Ibiza með vinkonu. Fullyrðir Jobson að næstu vikur hafi Katrín margsinnis skellt sér út á lífið í London með systur sinni Pippu. Vilhjálmur hafi séð myndir af henni í blöðum þar sem hann var staddur herþjálfun og hafi fljótt verið farinn að fyllast efasemdum um sambandsslitin. Sameiginlegur vinur þeirra Sam Waley-Cohen hafi haldið búningapartý með kynferðislegu þema, svokallað „Freakin Naughty“ þema. Þar hafi þau hist eftir langan tíma og strax haldið út á dansgólf þar sem þau fundu ástina á ný. Fram kemur í umfjöllun People um bókina að Katrín hafi áður sagt að þetta tímabil hafi styrkt sig sem persónu. Vilhjálmur telji einnig að þetta hafi styrkt sambandið síðar meir. Kóngafólk Bretland Ástin og lífið Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Sjá meira
Bókin heitir Catherine, The Princess of Wales og er eftir breska rithöfundinn Robert Jobson. Þar vísar Jobson til ýmissa heimildarmanna innan veggja bresku hallarinnar og úr bresku konungsfjölskyldunni. Eins og flestir vita hafa þau Katrín og Vilhjálmur verið saman um þrettán ára skeið en þau hófu fyrst að stinga saman nefjum þegar þau voru stúdentar í Skotlandi árið 2005. Áramótin 2007 og 2008 fullyrðir Jobson hinsvegar í bók sinni að Vilhjálmur hafi verið efins um sambandið. Hann hafi hætt við að hitta Katrínu á gamlárskvöldi og stuttu síðar hringt í hana og fullyrðir höfundur bókarinnar að þau hafi átt innilegt þrjátíu mínútna spjall. Vilhjálmur hafi tjáð henni að honum fyndist þau þurfa næði frá hvort öðru og að hann væri ekki viss um að hann vildi trúlofast henni. „Í tilfinningahlöðnu þrjátíu mínútna samtali þá sammæltust þau um að þau væru á sitthvorri blaðsíðunni. Þetta var áfall fyrir Katrínu og það bætti ekki úr skák fyrir hana að hann hafi hætt með henni í gegnum síma,“ segir í bókinni. Þar segir að Vilhjálmur hafi skellt sér á næturklúbb í London í kjölfarið en að Katrín hafi farið í mæðgnaferð til Dublin og svo til Ibiza með vinkonu. Fullyrðir Jobson að næstu vikur hafi Katrín margsinnis skellt sér út á lífið í London með systur sinni Pippu. Vilhjálmur hafi séð myndir af henni í blöðum þar sem hann var staddur herþjálfun og hafi fljótt verið farinn að fyllast efasemdum um sambandsslitin. Sameiginlegur vinur þeirra Sam Waley-Cohen hafi haldið búningapartý með kynferðislegu þema, svokallað „Freakin Naughty“ þema. Þar hafi þau hist eftir langan tíma og strax haldið út á dansgólf þar sem þau fundu ástina á ný. Fram kemur í umfjöllun People um bókina að Katrín hafi áður sagt að þetta tímabil hafi styrkt sig sem persónu. Vilhjálmur telji einnig að þetta hafi styrkt sambandið síðar meir.
Kóngafólk Bretland Ástin og lífið Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Sjá meira