Sleit sambandinu með símtali Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2024 14:31 Katrín og Vilhjálmur hafa ýmsa fjöruna sopið saman. EPA-EFE/AARON CHOWN / POOL Samband Vilhjálms Bretaprinsar og Katrínar Middleton hefur ekki alltaf verið dans á rósum, að því er fram kemur í nýrri bók sem fjallar um ævi Katrínar. Þar segir að Vilhjálmur hafi verið haldinn efasemdum um sambandið og sagt Katrínu upp símleiðis árið 2008. Þau hafi svo náð aftur saman í búningateiti stuttu síðar. Bókin heitir Catherine, The Princess of Wales og er eftir breska rithöfundinn Robert Jobson. Þar vísar Jobson til ýmissa heimildarmanna innan veggja bresku hallarinnar og úr bresku konungsfjölskyldunni. Eins og flestir vita hafa þau Katrín og Vilhjálmur verið saman um þrettán ára skeið en þau hófu fyrst að stinga saman nefjum þegar þau voru stúdentar í Skotlandi árið 2005. Áramótin 2007 og 2008 fullyrðir Jobson hinsvegar í bók sinni að Vilhjálmur hafi verið efins um sambandið. Hann hafi hætt við að hitta Katrínu á gamlárskvöldi og stuttu síðar hringt í hana og fullyrðir höfundur bókarinnar að þau hafi átt innilegt þrjátíu mínútna spjall. Vilhjálmur hafi tjáð henni að honum fyndist þau þurfa næði frá hvort öðru og að hann væri ekki viss um að hann vildi trúlofast henni. „Í tilfinningahlöðnu þrjátíu mínútna samtali þá sammæltust þau um að þau væru á sitthvorri blaðsíðunni. Þetta var áfall fyrir Katrínu og það bætti ekki úr skák fyrir hana að hann hafi hætt með henni í gegnum síma,“ segir í bókinni. Þar segir að Vilhjálmur hafi skellt sér á næturklúbb í London í kjölfarið en að Katrín hafi farið í mæðgnaferð til Dublin og svo til Ibiza með vinkonu. Fullyrðir Jobson að næstu vikur hafi Katrín margsinnis skellt sér út á lífið í London með systur sinni Pippu. Vilhjálmur hafi séð myndir af henni í blöðum þar sem hann var staddur herþjálfun og hafi fljótt verið farinn að fyllast efasemdum um sambandsslitin. Sameiginlegur vinur þeirra Sam Waley-Cohen hafi haldið búningapartý með kynferðislegu þema, svokallað „Freakin Naughty“ þema. Þar hafi þau hist eftir langan tíma og strax haldið út á dansgólf þar sem þau fundu ástina á ný. Fram kemur í umfjöllun People um bókina að Katrín hafi áður sagt að þetta tímabil hafi styrkt sig sem persónu. Vilhjálmur telji einnig að þetta hafi styrkt sambandið síðar meir. Kóngafólk Bretland Ástin og lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Bókin heitir Catherine, The Princess of Wales og er eftir breska rithöfundinn Robert Jobson. Þar vísar Jobson til ýmissa heimildarmanna innan veggja bresku hallarinnar og úr bresku konungsfjölskyldunni. Eins og flestir vita hafa þau Katrín og Vilhjálmur verið saman um þrettán ára skeið en þau hófu fyrst að stinga saman nefjum þegar þau voru stúdentar í Skotlandi árið 2005. Áramótin 2007 og 2008 fullyrðir Jobson hinsvegar í bók sinni að Vilhjálmur hafi verið efins um sambandið. Hann hafi hætt við að hitta Katrínu á gamlárskvöldi og stuttu síðar hringt í hana og fullyrðir höfundur bókarinnar að þau hafi átt innilegt þrjátíu mínútna spjall. Vilhjálmur hafi tjáð henni að honum fyndist þau þurfa næði frá hvort öðru og að hann væri ekki viss um að hann vildi trúlofast henni. „Í tilfinningahlöðnu þrjátíu mínútna samtali þá sammæltust þau um að þau væru á sitthvorri blaðsíðunni. Þetta var áfall fyrir Katrínu og það bætti ekki úr skák fyrir hana að hann hafi hætt með henni í gegnum síma,“ segir í bókinni. Þar segir að Vilhjálmur hafi skellt sér á næturklúbb í London í kjölfarið en að Katrín hafi farið í mæðgnaferð til Dublin og svo til Ibiza með vinkonu. Fullyrðir Jobson að næstu vikur hafi Katrín margsinnis skellt sér út á lífið í London með systur sinni Pippu. Vilhjálmur hafi séð myndir af henni í blöðum þar sem hann var staddur herþjálfun og hafi fljótt verið farinn að fyllast efasemdum um sambandsslitin. Sameiginlegur vinur þeirra Sam Waley-Cohen hafi haldið búningapartý með kynferðislegu þema, svokallað „Freakin Naughty“ þema. Þar hafi þau hist eftir langan tíma og strax haldið út á dansgólf þar sem þau fundu ástina á ný. Fram kemur í umfjöllun People um bókina að Katrín hafi áður sagt að þetta tímabil hafi styrkt sig sem persónu. Vilhjálmur telji einnig að þetta hafi styrkt sambandið síðar meir.
Kóngafólk Bretland Ástin og lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“