„Gott að við séum mismunandi og flottar á okkar hátt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa 29. júlí 2024 09:56 Helena er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti Helena Guðjónsdóttir er nítján ára gömul Reykjavíkurmær og er í hópi keppenda í Ungfrú Ísland. Hún hefur haft áhuga á keppninni frá ungum aldri, segir mikilvægt að fylgja draumum sínum og segir gott að stelpurnar í keppninni séu ólíkar og flottar á sinn hátt. Helena er útskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands og er að taka sér pásu frá námi til að safna pening áður en hún fer í háskóla. Hún vinnur á íbúðarkjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Sömuleiðis hefur Helena mikinn áhuga á tísku og öllu sem því fylgir ásamt því að elska að ferðast, prófa nýja hluti og eiga góðar stundir með skemmtilegu fólki. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Helena Guðjónsdóttir Aldur? 19 að verða 20 Starf? Ég vinn sem stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft mikinn áhuga á keppninni alveg frá því að ég var lítil. Þá voru það örugglega kjólarnir og „glamið“ sem vakti áhugann en hann hefur bara farið vaxandi og núna síðustu ár hefur mér þótt gaman að fylgjast með öllum flottu stelpunum sem taka þátt og fyrir hvað þær standa. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ferlið fyrir keppnina hefur verið ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Það hefur kennt mér að fara út fyrir þægindarammann og vera ekkert að pæla í því hvað öðrum finnst og líka að það sé gott að við séum allar mismunandi og flottar á okkar eigin hátt. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku en hef einnig lært dönsku og ítölsku. Hvað hefur mótað þig mest? Fólkið í kringum mig, fjölskylda mín og vinir. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Alls konar sem ég er ekki tilbúin að deila með heiminum. Hverju ertu stoltust af? Að ég sé að fylgja draumum mínum og læra eitthvað nýtt á hverjum degi, vera góð manneskja og vinna að markmiðum mínum til þess að komast á þann stað sem mig langar að vera á í framtíðinni. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að vera ég sjálf og reyna ekki að breyta mér fyrir aðra eða láta skoðanir annarra draga mig niður. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Sushi allan daginn. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Mamma mín. Hún er alltaf til staðar fyrir mig og svo dugleg, klár og gerir allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? 50 Cent. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Örugglega það margt að heilinn minn er bara búinn að þurrka það út. Hver er þinn helsti ótti? Að missa ástvin. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Hamingjusöm með gott fólk í kringum mig, fjölskyldu, vini og einn Golden Retriever. Hvaða lag tekur þú í karókí? Baby með Justin Bieber. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er svo þakklát fyrir allt góða fólkið í kringum mig sem stendur alltaf við bakið á mér. Uppskrift að drauma degi? Vakna á eyju á Ítalíu með útsýni yfir strönd og fá góðan morgunmat. Tana, synda í sjónum og fara í einhver skemmtileg „activities“ yfir daginn. Fara svo að gera mig fína, borða geggjaðan mat og bara njóta. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Helena er útskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands og er að taka sér pásu frá námi til að safna pening áður en hún fer í háskóla. Hún vinnur á íbúðarkjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Sömuleiðis hefur Helena mikinn áhuga á tísku og öllu sem því fylgir ásamt því að elska að ferðast, prófa nýja hluti og eiga góðar stundir með skemmtilegu fólki. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Helena Guðjónsdóttir Aldur? 19 að verða 20 Starf? Ég vinn sem stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft mikinn áhuga á keppninni alveg frá því að ég var lítil. Þá voru það örugglega kjólarnir og „glamið“ sem vakti áhugann en hann hefur bara farið vaxandi og núna síðustu ár hefur mér þótt gaman að fylgjast með öllum flottu stelpunum sem taka þátt og fyrir hvað þær standa. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ferlið fyrir keppnina hefur verið ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Það hefur kennt mér að fara út fyrir þægindarammann og vera ekkert að pæla í því hvað öðrum finnst og líka að það sé gott að við séum allar mismunandi og flottar á okkar eigin hátt. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku en hef einnig lært dönsku og ítölsku. Hvað hefur mótað þig mest? Fólkið í kringum mig, fjölskylda mín og vinir. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Alls konar sem ég er ekki tilbúin að deila með heiminum. Hverju ertu stoltust af? Að ég sé að fylgja draumum mínum og læra eitthvað nýtt á hverjum degi, vera góð manneskja og vinna að markmiðum mínum til þess að komast á þann stað sem mig langar að vera á í framtíðinni. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að vera ég sjálf og reyna ekki að breyta mér fyrir aðra eða láta skoðanir annarra draga mig niður. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Sushi allan daginn. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Mamma mín. Hún er alltaf til staðar fyrir mig og svo dugleg, klár og gerir allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? 50 Cent. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Örugglega það margt að heilinn minn er bara búinn að þurrka það út. Hver er þinn helsti ótti? Að missa ástvin. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Hamingjusöm með gott fólk í kringum mig, fjölskyldu, vini og einn Golden Retriever. Hvaða lag tekur þú í karókí? Baby með Justin Bieber. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er svo þakklát fyrir allt góða fólkið í kringum mig sem stendur alltaf við bakið á mér. Uppskrift að drauma degi? Vakna á eyju á Ítalíu með útsýni yfir strönd og fá góðan morgunmat. Tana, synda í sjónum og fara í einhver skemmtileg „activities“ yfir daginn. Fara svo að gera mig fína, borða geggjaðan mat og bara njóta. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira