Körfubolti

Wembanyama skráir sig í nýliðavalið

Victor Wembanyama, einn mest spennandi körfuboltamaður heims síðustu tuttugu ára, hefur gefið það út að hann muni skrá nafn sitt í nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta fyrir næsta tímabil.

Körfubolti

Pavel: Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður

Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiks Njarðvíkur og Tindastóls í hvað stefndi þegar liðin mættust í fyrsta leik undarúrslita Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Stefnan var á sigur gestanna af Sauðárkrók en þeir byrjuðu ótrúlega vel og slepptu aldrei hálstakinu sem þeir náðu Njarðvíkingum í. Leikar enduðu 52-85 fyrir Tindastól sem leiða 1-0 í einvíginu sem fer norður á sunnudag.

Körfubolti

Memphis og Milwauke unnu án sinna sterkustu hesta

Þrír leikir fóru fram í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta karla í nótt. Memphis Grizzlies og Milwauke Bucks jöfnuðu metin í einvígum sínum en bæði liðin léku án lykilleikmanna sinna í nótt. Þá er Denver Nuggets komið í þægilega stöðu í rimmu sinni. 

Körfubolti

Suns og Cavaliers jöfnuðu metin

Úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta heldur áfram. Boston Celtics er 2-0 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks á meðan Phoenix Suns og Cleveland Cavaliers jöfnuðu metin í einvígum sínum.

Körfubolti

Van­virðing stuðnings­manna hafi á­hrif á ó­hörðnuð börn

Stuðningsmenn Skallagríms tóku upp dagblöð og þóttust ekki vera að fylgjast með þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn fyrir leik liðsins við Skallagrím í úrslitakeppni fyrstu deildar í körfubolta. Áhorfandi á leiknum vakti athygli á gjörningnum í Facebook-færslu sem hefur þegar verið deilt 345 sinnum.

Körfubolti

„Við ætluðum okkur klárlega stærri hluti“

„Hjalti er búinn að vera í fjögur ár í Keflavík og í körfuboltaheiminum er það mjög langur tími. Heilt yfir hefur hann staðið sig vel og er samningslaus eftir tímabilið. Ég var ekki búinn að eiga neitt spjall við hann um að hann myndi hætta,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur, í samtali við Vísi.

Körfubolti

Allt undir í Ólafssal í kvöld: „Vil frekar að menn prjóni yfir sig“

Það ræðst í kvöld hvort lið Hauka eða Þórs úr Þorlákshöfn fer í sumarfrí og um leið verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, vill frekar að sínir menn „prjóni aðeins yfir sig“ en að þeir mæti til leiks eins og í Þorlákshöfn á laugardaginn.

Körfubolti

Vara­maðurinn Rui hetja Lakers | Giannis meiddist á baki

Los Angeles Lakers byrjar úrslitakeppni NBA-deildarinnar af krafti en liðið vann 16 stiga sigur á Memphis Grizzlies í gærkvöld. Varamaðurinn Rui Hachimura nýtti mínúturnar sínar heldur betur vel. Milwaukee Bucks tapaði fyrir Miami Heat eftir að Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrsta leikhluta vegna meiðsla.

Körfubolti

Kristjana Eir hætt með Fjölni

Kristjana Eir Jónsdóttir mun ekki stýra Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Hún og Fjölnir hafa komist að sameiginlegi niðurstöðu um að hún hætti sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

Körfubolti

Tap hjá Zaragoza gegn Murcia

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza biðu lægri hlut gegn Murcia þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag.

Körfubolti

Hjalti Þór hættur með Kefla­vík

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild karla, er hættur með liðið. Þetta staðfesti Hjalti Þór eftir að Keflavík féll úr leik í úrslitakeppni Subway-deildarinnar.

Körfubolti