Þorleifur áfram með Grindavík Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2024 13:04 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Subway-deild kvenna, verður áfram þjálfari liðsins en samningur hans rann út nú í vor. Grindvíkingar greina sjálfir frá þessum fréttum á samfélagsmiðlum. „Það gleður okkur að tilkynna að samningar hafa náðst við Þorleif Ólafsson um að halda áfram þjálfun kvennaliðs Grindavíkur. Þorleifur, eða Lalli eins og við og flestir Grindvíkingar köllum hana vanalega, tók við þjálfun liðsins þegar það kom upp í úrvalsdeild haustið 2021 og undir stjórn Lalla hefur liðið tekið stórstígum framförum ár hvert.“ - Segir í tilkynningu Grindavíkur. Undir stjórn Þorleifs fór liðið í 4-liða úrslit bæði í bikar og deild en liðið tapaði 3-0 gegn Njarðvík í undanúrslitum Íslandsmótsins. Vísir hafði samband við Þorleif sem viðurkenndi að það hefði kitlað hann að halda áfram með liðið og freista þess að ná enn lengra: „Þegar maður lítur til baka þá hefði maður auðvitað viljað ná lengra og ná meira út úr því liði sem maður var með í höndunum í vetur. Þetta var í raun mjög auðveld ákvörðun þegar á hólminn var komið. Í þessum aðstæðum sem eru uppi í lífi okkar Grindvíkinga þá rennur manni svolítið blóðið til skyldunnar að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í íþróttalífi Grindavíkur og ég er þakklátur stjórninni fyrir traustið.“ Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG en hann sagðist ekki hafa áhyggjur af því að það yrði of mikið á hans könnu í vetur. „Ég hef ekki áhyggjur af því, ég gef mér tíma í að sinna þessum verkefnum og vel að verja tíma mínum í þetta. Svo þarf ég bara að finna mér góðan aðstoðarmann þar sem Bryndís [Gunnlaugsdóttir] er farin í barneignarleyfi. Með góðum aðstoðarmanni verður allt auðveldra. Svo er ég líka svo vel giftur og fæ góðan stuðning frá konunni minni til að halda áfram.“ - Sagði Lalli léttur að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
„Það gleður okkur að tilkynna að samningar hafa náðst við Þorleif Ólafsson um að halda áfram þjálfun kvennaliðs Grindavíkur. Þorleifur, eða Lalli eins og við og flestir Grindvíkingar köllum hana vanalega, tók við þjálfun liðsins þegar það kom upp í úrvalsdeild haustið 2021 og undir stjórn Lalla hefur liðið tekið stórstígum framförum ár hvert.“ - Segir í tilkynningu Grindavíkur. Undir stjórn Þorleifs fór liðið í 4-liða úrslit bæði í bikar og deild en liðið tapaði 3-0 gegn Njarðvík í undanúrslitum Íslandsmótsins. Vísir hafði samband við Þorleif sem viðurkenndi að það hefði kitlað hann að halda áfram með liðið og freista þess að ná enn lengra: „Þegar maður lítur til baka þá hefði maður auðvitað viljað ná lengra og ná meira út úr því liði sem maður var með í höndunum í vetur. Þetta var í raun mjög auðveld ákvörðun þegar á hólminn var komið. Í þessum aðstæðum sem eru uppi í lífi okkar Grindvíkinga þá rennur manni svolítið blóðið til skyldunnar að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í íþróttalífi Grindavíkur og ég er þakklátur stjórninni fyrir traustið.“ Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG en hann sagðist ekki hafa áhyggjur af því að það yrði of mikið á hans könnu í vetur. „Ég hef ekki áhyggjur af því, ég gef mér tíma í að sinna þessum verkefnum og vel að verja tíma mínum í þetta. Svo þarf ég bara að finna mér góðan aðstoðarmann þar sem Bryndís [Gunnlaugsdóttir] er farin í barneignarleyfi. Með góðum aðstoðarmanni verður allt auðveldra. Svo er ég líka svo vel giftur og fæ góðan stuðning frá konunni minni til að halda áfram.“ - Sagði Lalli léttur að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira