Luka ósáttur með dómgæsluna: „Aldrei komið fyrir mig áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Luka skoraði 27 stig í nótt. Tim Heitman/Getty Images Luka Dončić var allt annað en sáttur með dómgæsluna í þriðja leik Dallas Mavericks og Boston Celtics í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta. Boston vann leikinn og þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér titilinn. Leikur næturinnar var gríðarlega jafn allt fram að hálfleik en í þriðja leikhluta settu gestirnir frá Boston í fimmta gír og stungu hreinlega af. Dallas tókst hins vegar að klóra í bakkann og munurinn var kominn niður í þrjú stig þegar Luka, sem var aðeins með tvær villur þegar fjórði leikhluti hófst, var sendur af velli eftir að fá sína sjöttu villu. Þetta var í aðeins þriðja skipti á ferli sínum í NBA sem Luka nælir sér í sex villur og er sendur í sturtu. Alls fékk hann fjórar villur á aðeins átta mínútum. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, ekki svo að ég muni allavega. Við máttum hreinlega ekki spila fast. Ég vil ekki segja neitt en þú veist, sex villur í úrslitum NBA,“ sagði Luka greinilega ósáttur. Dallas var á 20-2 áhlaupi þegar sjötta villan var dæmd á Luka. Hann var talinn hafa brotið á Jaylen Brown þó svo að Jason Kidd, þjálfari Dallas, hafi mótmælt og dómarnir hafi farið í skjáinn. Luka Dončić fouled out in the fourth quarter of Game 3, halting the Mavericks' comeback in a loss to the Celtics.Dallas now trails 3-0 in the NBA Finals, with Dončić expressing frustration over the calls and the team's missed opportunities.More ⤵️https://t.co/cGlmht9kze— The Athletic (@TheAthletic) June 13, 2024 „Þetta var ekki villa fyrir mér, held að enginn okkar hafi haldið að þetta væri villa,“ sagði Dereck Lively II, leikmaður Dallas. „Mögulega hefðum við átt að áfrýja þeim öllum,“ sagði Kidd aðspurður af hverju Dallas mótmælti ekki fimmtu villunni sem Luka fékk en það var einnig eftir að hann var sagður hafa brotið á Brown. „Við munum trúa allt til enda,“ sagði Luka að lokum en ekkert lið í sögu úrslita NBA hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir. Körfubolti NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Leikur næturinnar var gríðarlega jafn allt fram að hálfleik en í þriðja leikhluta settu gestirnir frá Boston í fimmta gír og stungu hreinlega af. Dallas tókst hins vegar að klóra í bakkann og munurinn var kominn niður í þrjú stig þegar Luka, sem var aðeins með tvær villur þegar fjórði leikhluti hófst, var sendur af velli eftir að fá sína sjöttu villu. Þetta var í aðeins þriðja skipti á ferli sínum í NBA sem Luka nælir sér í sex villur og er sendur í sturtu. Alls fékk hann fjórar villur á aðeins átta mínútum. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, ekki svo að ég muni allavega. Við máttum hreinlega ekki spila fast. Ég vil ekki segja neitt en þú veist, sex villur í úrslitum NBA,“ sagði Luka greinilega ósáttur. Dallas var á 20-2 áhlaupi þegar sjötta villan var dæmd á Luka. Hann var talinn hafa brotið á Jaylen Brown þó svo að Jason Kidd, þjálfari Dallas, hafi mótmælt og dómarnir hafi farið í skjáinn. Luka Dončić fouled out in the fourth quarter of Game 3, halting the Mavericks' comeback in a loss to the Celtics.Dallas now trails 3-0 in the NBA Finals, with Dončić expressing frustration over the calls and the team's missed opportunities.More ⤵️https://t.co/cGlmht9kze— The Athletic (@TheAthletic) June 13, 2024 „Þetta var ekki villa fyrir mér, held að enginn okkar hafi haldið að þetta væri villa,“ sagði Dereck Lively II, leikmaður Dallas. „Mögulega hefðum við átt að áfrýja þeim öllum,“ sagði Kidd aðspurður af hverju Dallas mótmælti ekki fimmtu villunni sem Luka fékk en það var einnig eftir að hann var sagður hafa brotið á Brown. „Við munum trúa allt til enda,“ sagði Luka að lokum en ekkert lið í sögu úrslita NBA hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir.
Körfubolti NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira