Körfubolti

Helgi Már Magnússon: Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur

KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. Helgi Már, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn í leikslok.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda

Valur fékk ÍR í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar frumsýndu nýjan þjálfara því hinn margreyndi Friðrik Ingi Rúnarsson tók að sjálfsögðu við liðinu í vikunni. Heimamenn fóru rólega af stað en tóku fljótt yfir leikinn. Að lokum vann Valur 13 stiga sigur, 92-79. Valsmenn með sinn þriðja deildarsigur í röð.

Körfubolti

Elvar atkvæðamikill í naumu tapi

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í belgíska liðinu Antwerp Giants tóku á móti Ionikos frá Grikklandi í fimmtu umferð riðlakeppni Euro Cup í körfubolta í kvöld. Elvar skoraði 28 stig er liðið tapaði naumlega, 90-87.

Körfubolti