„Skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. janúar 2023 23:00 Darri Freyr Atlason hélt langa ræðu um hringavitleysuna í kringum Stjörnuna og Ahmad Gilbert. Vísir/Stöð 2 Sport Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks Stjörnunnar og Vals síðastliðinn fimmtudag þar sem Stjörnunni tókst að fá hann á lán bæði í deild og bikar. Gilbert mun allt í allt gera fjögur félagsskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna. „Mér finnst mjög skrítið að þetta sé hægt og reglan er skrítin. Mér finnst líka skrítin regla að Keflavík og Breiðablik geti verið með fimm útlendinga, mér finnst líka skrítin regla að Haukar hafi unnið Tindastól í bikarnum og mér finnst þetta allt mjög furðulegt,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn. „Reglan er þannig að hann má þetta og við megum þetta. Það er ekkert óheiðarlegt við eitt né neitt í þessu heldur eru þetta íslensk vinnulöggjöf og reglur KKÍ.“ „Mér þætti eðlilegt ef reglurnar væru þannig að ef þú skiptir um lið mættirðu ekki skipta aftur fyrr en eftir 30 daga. Mér finnst þriggja ára reglan algjört bíó. Mér er alveg sama um fjölda útlendinga og þessi þriggja ára regla er algjör trúða sýning. Það eru leikmenn sem félög vildu ekki sjá hjá sér en eftir formannafund vildu þeir halda þeim eftir að þeir fréttu að þeir yrðu íslendingar og það er miklu alvarlega.“ Arnar hélt áfram að tala um félagsskipti Ahmad Gilbert og sagði að ef menn geta lesið sér til gagns þá er ekkert sem bannar þetta. „Menn sem geta lesið sér til gagns, geta lesið um að Gilbert mátti spila með Stjörnunni í kvöld þar sem pappírunum var skilað inn og hann má spila með Hrunamönnum á morgun. Ég ætla að vera ósammála að þetta sé siðferðilega rangt og niðurlæging á íþróttina.“ Klippa: KBK: Arnar Guðjóns viðtal og Darri um Ahmad Gilbert „Rosalega neikvæð þróun“ Darri Freyr Atlason, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var í setti eftir leik Stjörnunnar og Vals og hann tekur undir með Arnari að vissulega sé það skrýtið að þetta sér hægt. „Mér var var kennt í fermingarfræðslu að maður ætti ekki að réttlæta eitt ranglæti með öðru ranglæti þannig mér finnst þessi málflutningur um að það séu líka aðrar asnalegar reglur og þess vega sé eðlilegt að nýta sér þessa asnalegu reglu frekar valtur,“ sagði Darri. „Mér finnst í sjálfu sér ekkert það alvarlegasta í þessu að þeir hafi gert þetta og að þetta sé einhver orðsporshnekkur fyrir körfuna. Mér finnst alvarlegast í þessu að Hilmar, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, hefur verið málsvari það sem er að mínu mati mjög mikilvægar breytingar sem við þurfum að fara í.“ Þær mikilvægu breytingar sem Darri talar um eru reglur um útlendinga í liðum deildarinnar þar sem hann telur að íslenskir leikmenn fái alltaf færri og færri mínútur í deildinni. „Eins og ég skil tilgang deildarinnar þá er það rosalega neikvæð þróun.“ „Ástæðan fyrir því að það er alvarlegt að þetta sé Stjarnan sem er að ákveða að fara þessa leið er að þau hafa verið málsvari og Reykjavíkurblokk á þessum körfuboltaþingum þar sem við erum að ákveða þessa hringavitleysu. Það er ótrúlega fyndið að hver einasti stjórnarmaður og þjálfari hafi bara verið að glugga í lagabók eftir Þuríði til að rifja upp hugtök eins og meginreglur laga og réttarheimildir til þess að skilja hvaða leikmenn þeir mega hafa í liðinu eða hversu lengi þeir mega vera inná.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga því þetta er asnalegt og skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar,“ sagði Darri og hélt lengi áfram, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
„Mér finnst mjög skrítið að þetta sé hægt og reglan er skrítin. Mér finnst líka skrítin regla að Keflavík og Breiðablik geti verið með fimm útlendinga, mér finnst líka skrítin regla að Haukar hafi unnið Tindastól í bikarnum og mér finnst þetta allt mjög furðulegt,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn. „Reglan er þannig að hann má þetta og við megum þetta. Það er ekkert óheiðarlegt við eitt né neitt í þessu heldur eru þetta íslensk vinnulöggjöf og reglur KKÍ.“ „Mér þætti eðlilegt ef reglurnar væru þannig að ef þú skiptir um lið mættirðu ekki skipta aftur fyrr en eftir 30 daga. Mér finnst þriggja ára reglan algjört bíó. Mér er alveg sama um fjölda útlendinga og þessi þriggja ára regla er algjör trúða sýning. Það eru leikmenn sem félög vildu ekki sjá hjá sér en eftir formannafund vildu þeir halda þeim eftir að þeir fréttu að þeir yrðu íslendingar og það er miklu alvarlega.“ Arnar hélt áfram að tala um félagsskipti Ahmad Gilbert og sagði að ef menn geta lesið sér til gagns þá er ekkert sem bannar þetta. „Menn sem geta lesið sér til gagns, geta lesið um að Gilbert mátti spila með Stjörnunni í kvöld þar sem pappírunum var skilað inn og hann má spila með Hrunamönnum á morgun. Ég ætla að vera ósammála að þetta sé siðferðilega rangt og niðurlæging á íþróttina.“ Klippa: KBK: Arnar Guðjóns viðtal og Darri um Ahmad Gilbert „Rosalega neikvæð þróun“ Darri Freyr Atlason, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var í setti eftir leik Stjörnunnar og Vals og hann tekur undir með Arnari að vissulega sé það skrýtið að þetta sér hægt. „Mér var var kennt í fermingarfræðslu að maður ætti ekki að réttlæta eitt ranglæti með öðru ranglæti þannig mér finnst þessi málflutningur um að það séu líka aðrar asnalegar reglur og þess vega sé eðlilegt að nýta sér þessa asnalegu reglu frekar valtur,“ sagði Darri. „Mér finnst í sjálfu sér ekkert það alvarlegasta í þessu að þeir hafi gert þetta og að þetta sé einhver orðsporshnekkur fyrir körfuna. Mér finnst alvarlegast í þessu að Hilmar, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, hefur verið málsvari það sem er að mínu mati mjög mikilvægar breytingar sem við þurfum að fara í.“ Þær mikilvægu breytingar sem Darri talar um eru reglur um útlendinga í liðum deildarinnar þar sem hann telur að íslenskir leikmenn fái alltaf færri og færri mínútur í deildinni. „Eins og ég skil tilgang deildarinnar þá er það rosalega neikvæð þróun.“ „Ástæðan fyrir því að það er alvarlegt að þetta sé Stjarnan sem er að ákveða að fara þessa leið er að þau hafa verið málsvari og Reykjavíkurblokk á þessum körfuboltaþingum þar sem við erum að ákveða þessa hringavitleysu. Það er ótrúlega fyndið að hver einasti stjórnarmaður og þjálfari hafi bara verið að glugga í lagabók eftir Þuríði til að rifja upp hugtök eins og meginreglur laga og réttarheimildir til þess að skilja hvaða leikmenn þeir mega hafa í liðinu eða hversu lengi þeir mega vera inná.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga því þetta er asnalegt og skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar,“ sagði Darri og hélt lengi áfram, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira