Körfuboltakvöld: „Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 21:31 Dagur Kár í leik með KR gegn Njarðvík í vetur. Vísir/Hulda Margrét Teitur Örlygsson og Jón Eðvarð Halldórsson eru ekki hrifnir af því að Dagur Kár Jónsson hafi ákveðið að skipta út sökkvandi skipi KR fyrir Stjörnuna í Subway deild karla. Þeir viðruðu skoðun sína í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Stjörnumenn hafa gert miklar breytingar á sínu liði sínu í Subway deild karla í körfubolta að undanförnu. Dagur Kár Jónsson er snúinn aftur eftir að hafa byrjað tímabilið með KR en hann steig sín fyrstu skref þegar Teitur Örlygsson þjálfaði liðið. Teitur var sérfræðingur í síðasta þætti Körfuboltakvölds og fór yfir skipti Dags og hvað þau þýða fyrir Stjörnuna og KR. „Mér finnst þetta bara hundleiðinlegt, eins og þetta lítur út fyrir mér þá er eins og hann hafi yfirgefið liðið. Sem er sorglegt því við vitum stöðuna hjá KR. Síðan ákveður þessi nýja stjórn að fara í breytingar, sem eru rándýrar. Senda menn heima, skipta um lið, fá nýja menn og gefa þessu séns. Ætla að reyna halda sér uppi en þá mætir Dagur Kár ekki á æfingu, fyrirliði liðsins. Þetta er hörmung finnst mér,“ sagði Teitur og hélt svo áfram. „Auðvitað þekki ég ekki hina hliðina en svona lítur þetta út fyrir manni og þetta er hryllilegt. Gæti alveg haft áhrif líka fyrir Dag, er eitthvað annað lið að fara taka séns á að taka hann núna? Af því hann yfirgaf Spán líka eins og við vitum, nú yfirgefur hann KR á miðju tímabili.“ Jón Eðvarð Halldórsson tók næstur til máls og hann tók í sama streng. „Ég veit bara aðra hliðina því Dagur hefur ekki tjáð sig um þetta. Ef það er rétt eins og það er búið að lýsa þessu af KR-ingum, sem er algjörlega einhliða, þá finnst mér þetta svakalega dapurt. Ég bara trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun, ég næ þessu ekki.“ „Þú ert fenginn í körfuboltalið á Íslandi, gerður að fyrirliða og það er ákveðið að reyna kaupa inn í liðið í kringum þig – það gekk ekki upp, það sjá það allir – það gengur illa og þú ert fyrsti maðurinn til að hoppa í björgunarbátinn. Þú ættir að vera síðastur frá borði, ég er þar.“ „Ég skal draga allt til baka sem ég er að segja núna ef hann kemur í viðtal og útskýrir af hverju hann gerði þetta. Þetta er svo mikill heigulsskapur, ég trúi bara ekki að einhver geri svona. Þú skilur liðið eftir, það er allt í ljósum logum og þá tekur þú olíu og kastar á eldinn. Þannig horfir þetta við mér, finnst þetta sorglegt. Vona að hann komi og útskýri af hverju hann gerði þetta, gætu verið milljón ástæður en ég vil fá að heyra þær.“ Umræðu Körfuboltakvölds um vistaskipti Dags má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun Körfuboltakvöld Subway-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Stjörnumenn hafa gert miklar breytingar á sínu liði sínu í Subway deild karla í körfubolta að undanförnu. Dagur Kár Jónsson er snúinn aftur eftir að hafa byrjað tímabilið með KR en hann steig sín fyrstu skref þegar Teitur Örlygsson þjálfaði liðið. Teitur var sérfræðingur í síðasta þætti Körfuboltakvölds og fór yfir skipti Dags og hvað þau þýða fyrir Stjörnuna og KR. „Mér finnst þetta bara hundleiðinlegt, eins og þetta lítur út fyrir mér þá er eins og hann hafi yfirgefið liðið. Sem er sorglegt því við vitum stöðuna hjá KR. Síðan ákveður þessi nýja stjórn að fara í breytingar, sem eru rándýrar. Senda menn heima, skipta um lið, fá nýja menn og gefa þessu séns. Ætla að reyna halda sér uppi en þá mætir Dagur Kár ekki á æfingu, fyrirliði liðsins. Þetta er hörmung finnst mér,“ sagði Teitur og hélt svo áfram. „Auðvitað þekki ég ekki hina hliðina en svona lítur þetta út fyrir manni og þetta er hryllilegt. Gæti alveg haft áhrif líka fyrir Dag, er eitthvað annað lið að fara taka séns á að taka hann núna? Af því hann yfirgaf Spán líka eins og við vitum, nú yfirgefur hann KR á miðju tímabili.“ Jón Eðvarð Halldórsson tók næstur til máls og hann tók í sama streng. „Ég veit bara aðra hliðina því Dagur hefur ekki tjáð sig um þetta. Ef það er rétt eins og það er búið að lýsa þessu af KR-ingum, sem er algjörlega einhliða, þá finnst mér þetta svakalega dapurt. Ég bara trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun, ég næ þessu ekki.“ „Þú ert fenginn í körfuboltalið á Íslandi, gerður að fyrirliða og það er ákveðið að reyna kaupa inn í liðið í kringum þig – það gekk ekki upp, það sjá það allir – það gengur illa og þú ert fyrsti maðurinn til að hoppa í björgunarbátinn. Þú ættir að vera síðastur frá borði, ég er þar.“ „Ég skal draga allt til baka sem ég er að segja núna ef hann kemur í viðtal og útskýrir af hverju hann gerði þetta. Þetta er svo mikill heigulsskapur, ég trúi bara ekki að einhver geri svona. Þú skilur liðið eftir, það er allt í ljósum logum og þá tekur þú olíu og kastar á eldinn. Þannig horfir þetta við mér, finnst þetta sorglegt. Vona að hann komi og útskýri af hverju hann gerði þetta, gætu verið milljón ástæður en ég vil fá að heyra þær.“ Umræðu Körfuboltakvölds um vistaskipti Dags má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun
Körfuboltakvöld Subway-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira