„Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 17:45 Stepen Curry og félagar eiga titil að verja. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00. Dramatískar kvikmyndir af bestu gerð bjóða ekki upp á jafn mikið drama né sveiflur líkt og Warriors hafa á þessari leiktíð. Draymond Green rotaði liðsfélaga sinn Jordan Poole í upphafi tímabils. Það lagði grunninn að allskyns vandræðum. Andrew Wiggins hefur aðeins spilað rúmlega helming leikjanna á þessu tímabili og þá hefur Curry misst af 14 af 40 leikjum til þessa. „Ég veit að Sigurður [Orri Kristjánsson] hefur talað mikið um deildarkeppnina og það fer í taugarnar á þér hvernig Los Angeles Clippers hefur kastað frá sér deildarkeppninni, Golden State Warriors er alls ekki búið að gera það. Það er búið að „suffer-a“ (í. þjást) eins og Arnar Gunnlaugsson myndi segja. Það yrði galið ef liðið sem byrjaði tímabilið svona myndi enda sem meistari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjóranndi, um stöðu mála hjá meistaraliði Golden State. „Nákvæmlega, alveg sama þó þeir séu ríkjandi meistarar þá finnst manni pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið. Með alla heila er þetta fáránlega vel mannað lið og fyrstu níu ótrúlega góðir,“ svaraði Sigurður Orri. „Og þekkingin á stóru stundinni er svo ofboðslega mikilvæg,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Sigurður Orri hélt áfram. „Svo er það þessi gaur [Stephen Curry] sem á flestum kvöldum er besti maðurinn á vellinum. Ef þú ert með besta gaurinn ertu alltaf í stöðu til að allavega gera tilkall til að vinna. Mörgum finnst gaman að kynna til leiks nýjar stjörnur og stórar frammistöður en svo minna svona kallar eins og hann á sig þegar það skipti máli.“ Klippa: Lögmál leiksins: Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið Lögmál leiksins hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Dramatískar kvikmyndir af bestu gerð bjóða ekki upp á jafn mikið drama né sveiflur líkt og Warriors hafa á þessari leiktíð. Draymond Green rotaði liðsfélaga sinn Jordan Poole í upphafi tímabils. Það lagði grunninn að allskyns vandræðum. Andrew Wiggins hefur aðeins spilað rúmlega helming leikjanna á þessu tímabili og þá hefur Curry misst af 14 af 40 leikjum til þessa. „Ég veit að Sigurður [Orri Kristjánsson] hefur talað mikið um deildarkeppnina og það fer í taugarnar á þér hvernig Los Angeles Clippers hefur kastað frá sér deildarkeppninni, Golden State Warriors er alls ekki búið að gera það. Það er búið að „suffer-a“ (í. þjást) eins og Arnar Gunnlaugsson myndi segja. Það yrði galið ef liðið sem byrjaði tímabilið svona myndi enda sem meistari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjóranndi, um stöðu mála hjá meistaraliði Golden State. „Nákvæmlega, alveg sama þó þeir séu ríkjandi meistarar þá finnst manni pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið. Með alla heila er þetta fáránlega vel mannað lið og fyrstu níu ótrúlega góðir,“ svaraði Sigurður Orri. „Og þekkingin á stóru stundinni er svo ofboðslega mikilvæg,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Sigurður Orri hélt áfram. „Svo er það þessi gaur [Stephen Curry] sem á flestum kvöldum er besti maðurinn á vellinum. Ef þú ert með besta gaurinn ertu alltaf í stöðu til að allavega gera tilkall til að vinna. Mörgum finnst gaman að kynna til leiks nýjar stjörnur og stórar frammistöður en svo minna svona kallar eins og hann á sig þegar það skipti máli.“ Klippa: Lögmál leiksins: Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið Lögmál leiksins hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport 2.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins