Körfubolti

Martin stigahæstur hjá Valencia gegn Cedevita í Eurocup
Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Valencia í 6 stiga tapi liðsins gegn Cedevita Olimpija í Eurocup, 82-76.

Westbrook reifst við blaðamann eftir stórtap Lakers
Los Angeles Lakers steinlá fyrir Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt og er ekki lengur í umspilssæti um sæti í úrslitakeppninni. Eftir leikinn reifst Russell Westbrook við blaðamann.

Fjölnir getur unnið fyrsta stóra titilinn í boltaíþrótt í kvöld
Kvennalið Fjölnis í körfubolta getur brotið blað í sögu félagsins ef það vinnur Val í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld.

Ekki hrifnir af Manderson: „Veit ekkert hvað ég á að segja um þennan gæja“
Isaiah Manderson átti sinn besta leik fyrir KR þegar liðið vann Þór á Akureyri á sunnudaginn. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru samt langt frá því að vera hrifnir af leikmanninum.

Varði sigurinn með tilþrifum
Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers.

Jón Axel og félagar búnir að tapa fjórum í röð
Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins hafa nú tapað fjórum leikjum í röð í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir að liðið mátti þola tíu stiga ósigur gegn Bamberg í kvöld, 91-81.

Segja Milka þyngri, hægari og fullan af söknuði
Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær.

Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs.

Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað
Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu.

Siakam sendi þunnskipað lið Boston niður um þrjú sæti
Pascal Siakam skoraði 40 stig þegar Toronto Raptors unnu mikilvægan sigur og sendu Boston Celtics niður úr efsta sæti austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Leikurinn var annar tveggja leikja sem fóru í framlengingu.

Ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var nokkuð rólegur eftir átta stiga tap gegn Keflavík í kvöld og sá greinilega ýmsa ljósa punkta í leik sinna manna. Grindavík hittu afleitlega í kvöld en voru þó í góðum séns undir lokin þar sem þeir minnkuðu muninn í fimm stig. Leiknum lauk þó 78-70 Keflavík í vil.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 78-70 | Slök skotnýting varð gestunum að falli
Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst.

Arnar: Verðum að hrósa Pétri þjálfara Vestra
Þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var að sjálfsögðu ánægður með sigur sinna manna í kvöld á Vestra 99-66 í Ásgarði.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Vestri 99-66 | Gönguferð í Ásgarðinum fyrir Stjörnuna
Stjarnan vann þægilegan sigur á föllnu liði Vestra er þau mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.

Baldur Þór: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu“
„Mér líður bara mjög vel eftir þennan. Hrikalega góð frammistaða á erfiðum útivelli þannig að ég er sáttur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir virkilega sterkan fimm stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld.

Sigrún orðin sú frákastahæsta í sögunni
Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sló um helgina metið yfir flest fráköst í efstu deild kvenna í körfubolta. Það gerði hún í sigri Fjölnis í Grindavík.

Fjárhagsvandræðin nálgast neyðarstig
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er með til skoðunar fjárhagsvandræði körfuknattleiksdeildar Vestra eftir að deildin óskaði eftir aðstoð vegna afar slæmrar rekstrarstöðu.

Boston á toppinn en snemmbúið sumarfrí blasir við Lakers
Með sjötta sigri sínum í röð í gærkvöld eru Boston Celtics komnir á topp austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. LA Lakers er hins vegar í mikilli hættu á að missa algjörlega af úrslitakeppninni.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan
Þór Akureyri og KR mættust í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta á Akureyri í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 96-88 | Valur vann í kaflaskiptum leik
Valur vann 96-88 sigur þegar liðið fékk Breiðablik í heimsókn í Origo-höllina að Hlíðarenda í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta karla í kvöld.

„Þakklátur að fara héðan með sigur“
KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu
Reynslusigur Njarðvíkur í Seljaskóla í kvöld og enn einn leikurinn sem ÍR kastar frá sér í Subway deildinni í körfubolta.

„Leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum“
ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 73-65| Annar tapleikur Hauka eftir bikarmeistaratitil
Valur vann toppslaginn gegn Haukum í Subway-deild kvenna 73-65. Þetta var annar leikurinn í röð sem Haukar tapa eftir að hafa unnið VÍS-bikarinn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Eldur kviknaði í Scotiabank höllinni í Toronto
Leik Raptors og Pacers var frestað tímabundið í nótt og Scotiabank höllin í Toronto var rýmd vegna elds sem kviknaði í hátalara í rjáfri hallarinnar.

Elvar og félagar töpuðu í framlengingu
Elvar Már Friðriksson og félagar í belgíska liðinu Antwerp Giants töpuðu 93-95 í framlengdum leik gegn Donar Groningen í BNXT deildinni í körfubolta í dag.

Jón Axel stigahæstur í tapi gegn Bayern
Jón Axel Guðmundsson og félagar í Crailsheim Merlins töpuðu gegn Bayern München á útivelli í þýsku BBL deildinni í körfubolta, 93-64.

Stefnir allt í harða baráttu um toppsæti austurdeildar NBA
Það verður hart barist um síðustu sætin í úrslitakeppninni NBA nú þegar líður á seinni hluta deildarkeppninnar. Á nokkrum vígvöllum í töflunni í báðum deildum munar ekki nema einum sigri á milli sæta. Eftir fjórða tap Heat í röð munar einungis hálfum sigurleik á milli liðanna í efstu fjóru sætum austurdeildar.

Körfuboltakvöld: Sigtryggur Arnar á spjöld sögunnar á Króknum
Sigtryggur Arnar Björnsson var atkvæðamikill í stórsigri Tindastóls á Keflavík í 20.umferð Subway deildarinnar í körfubolta á dögunum.