Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Jakob Snævar Ólafsson skrifar 11. apríl 2023 22:43 Njarðvík Grindavík Vísir/Hulda Margrét Fyrr í kvöld áttust Njarðvík og Grindavík við í þriðja leik sínum í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni heimavelli Njarðvíkinga. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur en Grindvíkingar veittu harðari mótspyrnu þegar leið á. Það dugði hins vegar ekki til og Njarðvík sigraði 102-93 og einvígið 3-0. Grindvíkingar skoraði fyrstu stig leiksins en eftir það tóku Njarðvíkingar frumkvæðið. Heimamenn hittu vel og komust oft í góð skotfæri nærri körfu Grindvíkinga. Skotnýting gestanna var hins vegar ekki upp á marga fiska. Það tók þá átta mínútur að rjúfa tíu stiga múrinn í fyrsta leikhluta og að honum loknum hafði Njarðvík ellefu stiga forystu 26-15. Í öðrum leikhluta hélt leikurinn áfram á sömu braut. Njarðvíkingar hreyfðu sig vel án bolta í sókninni og spiluðu góða vörn gegn Grindvíkingum sem áttu áfram í basli með sóknarleik sinn. Lykilmenn Grindavíkur, til dæmis Damier Pitts og Ólafur Ólafsson, náðu sér lítið á strik. Þeir tveir skoruðu samtals ellefu stig en Lisandro Rasio, í liði Njarðvíkur, var stigahæstur á vellinum í hálfleik með sautján stig og 100 prósent skotnýtingu. Heimamenn juku forystuna og staðan í hálfleik var 53-32 fyrir Njarðvík. Í þriðja leikhluta var meiri kraftur í gestunum. Þeir veittu Njarðvíkingum harðari mótstöðu í vörninni og sóknin flæddi betur með þeim árangri að skotnýtingin fór batnandi. Grindavík minnkaði muninn í tíu stig en Njarðvík náði að stöðva áhlaupið og auka muninn í fjórtán stig, 76-62, áður en þriðja leikhluta lauk. Í fjórða leikhluta hélst stigamunurinn óbreyttur framan af. Grindvíkingar hertu hins vegar róðurinn þegar líða tók á leikhlutann. Þeir spiluðu stífa pressuvörn á Njarðvíkinga sem áttu sífellt erfiðara með að koma góðum skotum á körfu gestanna. Grindavík náði muninum niður í fimm stig en glutruðu niður öllum möguleikum á að komast nær þegar ein og hálf mínúta var eftir. Gkay Skordilis fékk á sig óþróttamannslega villu eftir að Njarðvíkingar skoruðu úr víti. Það færði heimamönnum aftur boltann. Á lokamínútu leiksins voru Grindvíkingar of lengi að taka innkast eftir óíþróttamannslega villu á Njarðvík og var þá boltinn dæmdur af þeim. Njarðvíkingar kláruðu leikinn að mestu leyti af vítalínunni og unnu að lokum 102-93 og eru komnir í undanúrslit. Af hverju vann Njarðvík? Eins og í fyrsta leik einvígisins voru Njarðvíkingar miklu betri í fyrri hálfleik og héldu nægilega mikið í horfinu þegar Grindvíkingar gerðu áhlaup í seinni hálfleik. Njarðvíkingar hittu betur, tóku fleiri fráköst og voru betri í flestum tölfræðiþáttum leiksins. Ólíkt Grindavík mættu Njarðvíkingar tilbúnir til leiks frá byrjun og fyrst og fremst þess vegna er síðarnefnda liðið á leið í undanúrslit. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile var stigahæstur Njarðvíkinga með 25 stig. Lisandro Rasio hafði hægar um sig í seinni hálfleik en þeim fyrri og endaði með 21 stig, með 90 prósent skotnýtingu, auk þess að taka 12 fráköst. Mario Matasovic fylgdi fast á eftir með 20 stig. Damier Pitts vaknaði loks til lífins fyrir Grindavík í síðari hálfleik. Hann skoraði fimm stig í fyrri hálfleik en endaði með 30. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Grindavíkur. Af spilamennskunni af dæma virtist það ekki blasa við gestunum að tap í kvöld þýddi að þeir væru úr leik. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði eftir leik að of margir lykilmenn liðsins hefðu spilað leikinn á hálfum hraða í fyrri hálfleik. Hann náði greinilega að vekja liðið til lífsins í hálfleik en það dugði ekki. Óstöðugleiki hefur einkennt leik Grindavíkur í vetur. Það þýðir ekki að mæta til leiks 2-0 undir í einvíginu og spila ekki af fullum krafti frá byrjun. Hvað gerist næst? Grindavík hefur lokið keppni í Subway deildinni á þessari leiktíð en Njarðvík er komið í undanúrslit sem hefjast, að öllu óbreyttu, 20. apríl. „Maður var viðbúinn því að það kæmi svakalegt áhlaup“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var að sjálfsögðu ánægður með að liðið væri komið í undanúrslit en byrjaði á því, í viðtali við Vísi, að þakka Grindvíkingum. „Ég vil þakka Grindavík fyrir góða seríu. Ég er ánægður með að vera ennþá að spila þetta seint á tímabilinu. Það eru ekki öll lið sem fá að spila í fjögurra liða úrslitum. Við verðum að vera ánægðir með það.“ Benedikt var ánægður með spilamennsku Njarðvíkurliðsins framan af þessum þriðja leik. „Mér fannst hún virkilega góð lengi vel. Vörnin var nokkuð öflug. Við vorum að spila skynsamlegan sóknarleik en við vorum að spila á móti Grindavík. Það er þvílíkur karakter í þessu Grindavíkurliði. Maður var viðbúinn því að það kæmi svakalegt áhlaup. Grindvíkingar eru fólk sem gefst aldrei upp og hættir ekki. Við vorum viðbúnir því en sem betur fer stóðumst við það áhlaup.“ Benedikt var þó ekki að öllu leyti ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Við fáum á okkur 30 stig í þriðja leikhluta. Þar af var helmingurinn fyrir utan þriggja stiga línuna. Við vildum ekki hleypa þeim í þriggja stiga partý. Við þurfum að skoða hvernig við náðum ekki að hlaupa þá betur af þriggja stiga línunni. Það er alltaf eitthvað í hverjum leik sem þú getur lagað og bætt.“ „Það er hrikalega skemmtilegt körfuboltasamfélag hérna“ Oddur Rúnar Kristjánsson, leikmaður Njarðvíkur.UMFN Oddur Rúnar Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur skoraði 13 stig í leiknum og var eins og allir Njarðvíkingar ánægður með að vera kominn í undanúrslit. „Það er hrikalega skemmtilegt. Við hefðum kannski viljað loka þessum leik aðeins fyrr en Grindvíkingar eru stemmningslið og koma einhvern veginn alltaf til baka.“ Hann var bjartsýnn fyrir komandi viðureignir hjá Njarðvík. „Þetta verður alltaf erfitt en við eigum alveg jafn mikla möguleika og aðrir.“ Oddur gekk til liðs við Njarðvík fyrir þessa leiktíð eftir nokkurt hlé frá keppni í körfubolta. „Það er hrikalega skemmtilegt körfuboltasamfélag hérna. Þetta er lítil fjölskylda og það er mjög gott að vera kominn til baka.“ Oddi líkar mjög vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Njarðvíkur. „Hann er búinn að vera í þessu lengi. Það er fátt sem hann hefur ekki lent í og hann miðlar af sinni visku. Okkur líður alltaf vel þegar við erum að fara í leiki og hann gefur okkur sjálfstraust. Ég er mjög ánægður með hann.“ Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík
Fyrr í kvöld áttust Njarðvík og Grindavík við í þriðja leik sínum í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni heimavelli Njarðvíkinga. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur en Grindvíkingar veittu harðari mótspyrnu þegar leið á. Það dugði hins vegar ekki til og Njarðvík sigraði 102-93 og einvígið 3-0. Grindvíkingar skoraði fyrstu stig leiksins en eftir það tóku Njarðvíkingar frumkvæðið. Heimamenn hittu vel og komust oft í góð skotfæri nærri körfu Grindvíkinga. Skotnýting gestanna var hins vegar ekki upp á marga fiska. Það tók þá átta mínútur að rjúfa tíu stiga múrinn í fyrsta leikhluta og að honum loknum hafði Njarðvík ellefu stiga forystu 26-15. Í öðrum leikhluta hélt leikurinn áfram á sömu braut. Njarðvíkingar hreyfðu sig vel án bolta í sókninni og spiluðu góða vörn gegn Grindvíkingum sem áttu áfram í basli með sóknarleik sinn. Lykilmenn Grindavíkur, til dæmis Damier Pitts og Ólafur Ólafsson, náðu sér lítið á strik. Þeir tveir skoruðu samtals ellefu stig en Lisandro Rasio, í liði Njarðvíkur, var stigahæstur á vellinum í hálfleik með sautján stig og 100 prósent skotnýtingu. Heimamenn juku forystuna og staðan í hálfleik var 53-32 fyrir Njarðvík. Í þriðja leikhluta var meiri kraftur í gestunum. Þeir veittu Njarðvíkingum harðari mótstöðu í vörninni og sóknin flæddi betur með þeim árangri að skotnýtingin fór batnandi. Grindavík minnkaði muninn í tíu stig en Njarðvík náði að stöðva áhlaupið og auka muninn í fjórtán stig, 76-62, áður en þriðja leikhluta lauk. Í fjórða leikhluta hélst stigamunurinn óbreyttur framan af. Grindvíkingar hertu hins vegar róðurinn þegar líða tók á leikhlutann. Þeir spiluðu stífa pressuvörn á Njarðvíkinga sem áttu sífellt erfiðara með að koma góðum skotum á körfu gestanna. Grindavík náði muninum niður í fimm stig en glutruðu niður öllum möguleikum á að komast nær þegar ein og hálf mínúta var eftir. Gkay Skordilis fékk á sig óþróttamannslega villu eftir að Njarðvíkingar skoruðu úr víti. Það færði heimamönnum aftur boltann. Á lokamínútu leiksins voru Grindvíkingar of lengi að taka innkast eftir óíþróttamannslega villu á Njarðvík og var þá boltinn dæmdur af þeim. Njarðvíkingar kláruðu leikinn að mestu leyti af vítalínunni og unnu að lokum 102-93 og eru komnir í undanúrslit. Af hverju vann Njarðvík? Eins og í fyrsta leik einvígisins voru Njarðvíkingar miklu betri í fyrri hálfleik og héldu nægilega mikið í horfinu þegar Grindvíkingar gerðu áhlaup í seinni hálfleik. Njarðvíkingar hittu betur, tóku fleiri fráköst og voru betri í flestum tölfræðiþáttum leiksins. Ólíkt Grindavík mættu Njarðvíkingar tilbúnir til leiks frá byrjun og fyrst og fremst þess vegna er síðarnefnda liðið á leið í undanúrslit. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile var stigahæstur Njarðvíkinga með 25 stig. Lisandro Rasio hafði hægar um sig í seinni hálfleik en þeim fyrri og endaði með 21 stig, með 90 prósent skotnýtingu, auk þess að taka 12 fráköst. Mario Matasovic fylgdi fast á eftir með 20 stig. Damier Pitts vaknaði loks til lífins fyrir Grindavík í síðari hálfleik. Hann skoraði fimm stig í fyrri hálfleik en endaði með 30. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Grindavíkur. Af spilamennskunni af dæma virtist það ekki blasa við gestunum að tap í kvöld þýddi að þeir væru úr leik. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði eftir leik að of margir lykilmenn liðsins hefðu spilað leikinn á hálfum hraða í fyrri hálfleik. Hann náði greinilega að vekja liðið til lífsins í hálfleik en það dugði ekki. Óstöðugleiki hefur einkennt leik Grindavíkur í vetur. Það þýðir ekki að mæta til leiks 2-0 undir í einvíginu og spila ekki af fullum krafti frá byrjun. Hvað gerist næst? Grindavík hefur lokið keppni í Subway deildinni á þessari leiktíð en Njarðvík er komið í undanúrslit sem hefjast, að öllu óbreyttu, 20. apríl. „Maður var viðbúinn því að það kæmi svakalegt áhlaup“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var að sjálfsögðu ánægður með að liðið væri komið í undanúrslit en byrjaði á því, í viðtali við Vísi, að þakka Grindvíkingum. „Ég vil þakka Grindavík fyrir góða seríu. Ég er ánægður með að vera ennþá að spila þetta seint á tímabilinu. Það eru ekki öll lið sem fá að spila í fjögurra liða úrslitum. Við verðum að vera ánægðir með það.“ Benedikt var ánægður með spilamennsku Njarðvíkurliðsins framan af þessum þriðja leik. „Mér fannst hún virkilega góð lengi vel. Vörnin var nokkuð öflug. Við vorum að spila skynsamlegan sóknarleik en við vorum að spila á móti Grindavík. Það er þvílíkur karakter í þessu Grindavíkurliði. Maður var viðbúinn því að það kæmi svakalegt áhlaup. Grindvíkingar eru fólk sem gefst aldrei upp og hættir ekki. Við vorum viðbúnir því en sem betur fer stóðumst við það áhlaup.“ Benedikt var þó ekki að öllu leyti ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Við fáum á okkur 30 stig í þriðja leikhluta. Þar af var helmingurinn fyrir utan þriggja stiga línuna. Við vildum ekki hleypa þeim í þriggja stiga partý. Við þurfum að skoða hvernig við náðum ekki að hlaupa þá betur af þriggja stiga línunni. Það er alltaf eitthvað í hverjum leik sem þú getur lagað og bætt.“ „Það er hrikalega skemmtilegt körfuboltasamfélag hérna“ Oddur Rúnar Kristjánsson, leikmaður Njarðvíkur.UMFN Oddur Rúnar Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur skoraði 13 stig í leiknum og var eins og allir Njarðvíkingar ánægður með að vera kominn í undanúrslit. „Það er hrikalega skemmtilegt. Við hefðum kannski viljað loka þessum leik aðeins fyrr en Grindvíkingar eru stemmningslið og koma einhvern veginn alltaf til baka.“ Hann var bjartsýnn fyrir komandi viðureignir hjá Njarðvík. „Þetta verður alltaf erfitt en við eigum alveg jafn mikla möguleika og aðrir.“ Oddur gekk til liðs við Njarðvík fyrir þessa leiktíð eftir nokkurt hlé frá keppni í körfubolta. „Það er hrikalega skemmtilegt körfuboltasamfélag hérna. Þetta er lítil fjölskylda og það er mjög gott að vera kominn til baka.“ Oddi líkar mjög vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Njarðvíkur. „Hann er búinn að vera í þessu lengi. Það er fátt sem hann hefur ekki lent í og hann miðlar af sinni visku. Okkur líður alltaf vel þegar við erum að fara í leiki og hann gefur okkur sjálfstraust. Ég er mjög ánægður með hann.“