Íslenski boltinn

Höfum þroskast heilmikið sem lið á undanförnum árum

Stjarnan vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil í karlaflokki gegn Blikum um helgina. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverki og þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn þar sem Garðbæingar höfðu betur, 4-1. Jóhann Laxdal sagði að Garðbæingar hefðu verið ákveðnir í að tapa ekki þriðja bikarúrslitaleiknum í röð.

Íslenski boltinn

Ólafur Páll: Okkar besti leikur í mjög langan tíma

"Við leggjum þessa síðustu þrjá leiki upp sem lífsnauðsynlega og við þurftum að sigra í dag og það gekk eftir. Við þurftum að standa af okkur ágætis pressu frá þeim og það gekk eftir sömuleiðis. Þetta var okkar besti leikur í mjög langan tíma,“ sagði Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnismanna eftir sigurinn á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag.

Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Við færum gleði í Garðabæinn næstu vikurnar

"Þetta var frábær fótboltaleikur, við vorum hrikalega góðir. Blikarnir voru hrikalega góðir líka og þetta var frábær skemmtun. Svona er þetta í vítakeppnum, þetta getur farið hvoru megin sem er," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.

Íslenski boltinn

Níu fingur komnir á bikarinn

Eftir 3-0 sigur í toppslag Pepsi-deildar kvenna á laugardaginn bendir allt til þess að Íslandsmeistaratitillinn fari frá Akureyri og í Kópavoginn. Nýliðarnir eru báðir búnir að bjarga sér en staða Grindvíkinga er svört.

Íslenski boltinn

HK aftur á toppinn

HK tyllti sér á topp Inkasso deildarinnar og fór langt með að tryggja sér sæti í Pepsi deildinni að ári með stórsigri á Fram í Laugardalnum í kvöld.

Íslenski boltinn