Ólafur: Spyrjið alltaf að því hvort við fáum að halda áfram Árni Jóhannsson skrifar 28. september 2019 16:32 Ólafur vildi lítið ræða leikinn gegn Grindavík. vísir/bára „Hann er búinn“, sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, þegar blaðamaður spurði hann út í sigur hans manna á Grindavík, 3-0, í dag. Með sigrinum tryggðu FH-ingar sér Evrópusæti. Ólaf langaði ekkert að ræða hann nánar og því var hann spurður að því hvernig hann liti á tímabilið í heild sinni. „Tímabilið í heild sinn, við förum í bikarúrslit og töpum því og náum aldrei að klóra í það að vera í titilbaráttu frekar en önnur lið. Það er betri bragur á liðinu en var í fyrra og ég er ánægður með það við náum þriðja sæti og við eigum Evrópuþátttöku á næsta ári með því sem því fylgir gefur okkur forsendur til þess að halda áfram að breyta og byggja upp og koma FH á réttan kjöl,“ sagði Ólafur. „Það segir sig sjálft að í fyrra missum við af Evrópusætinu út af markatölu og sá árangur og þessi árangur eru slakur árangur í sögulegu samhengi FH síðustu ár og við þurfum að spýta í lófana og koma okkur upp í það að geta spilað um titlana.“ Ólafur var svo spurður að því hvort hann fengi ða halda áfram uppbyggingunni á FH á næsta ári og staldraði hann örlítið við áður en hann svaraði spurningunni. „Ég er með samning við FH í eitt ár í viðbót. Ástæðan fyrir því að ég stoppa hérna við það sem ég ætla að segja er að þið spyrjið alltaf þjálfarana að þessu. Hvort þeir fái að halda áfram. Það eru stjórnirnar sem ráða þjálfarann og taka ákvörðunina um að hann haldi áfram. Við höfum rosalega lítið um það að segja og ég hef ekkert pælt í því og þeir velja bara þann sem þeir halda að sé réttur til þess að stjórna og ég er tilbúinn. Ég hef hingað til staðið við samninga sem knattspyrnuþjálfari en nú slökum við bara á og fögnum þessu og svo sjáum við til hvað gerist.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Grindavík 3-0 | FH-ingar náðu Evrópusæti FH-ingar unnu fallna Grindvíkinga í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og tryggðu sér Evrópusæti. 28. september 2019 16:45 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
„Hann er búinn“, sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, þegar blaðamaður spurði hann út í sigur hans manna á Grindavík, 3-0, í dag. Með sigrinum tryggðu FH-ingar sér Evrópusæti. Ólaf langaði ekkert að ræða hann nánar og því var hann spurður að því hvernig hann liti á tímabilið í heild sinni. „Tímabilið í heild sinn, við förum í bikarúrslit og töpum því og náum aldrei að klóra í það að vera í titilbaráttu frekar en önnur lið. Það er betri bragur á liðinu en var í fyrra og ég er ánægður með það við náum þriðja sæti og við eigum Evrópuþátttöku á næsta ári með því sem því fylgir gefur okkur forsendur til þess að halda áfram að breyta og byggja upp og koma FH á réttan kjöl,“ sagði Ólafur. „Það segir sig sjálft að í fyrra missum við af Evrópusætinu út af markatölu og sá árangur og þessi árangur eru slakur árangur í sögulegu samhengi FH síðustu ár og við þurfum að spýta í lófana og koma okkur upp í það að geta spilað um titlana.“ Ólafur var svo spurður að því hvort hann fengi ða halda áfram uppbyggingunni á FH á næsta ári og staldraði hann örlítið við áður en hann svaraði spurningunni. „Ég er með samning við FH í eitt ár í viðbót. Ástæðan fyrir því að ég stoppa hérna við það sem ég ætla að segja er að þið spyrjið alltaf þjálfarana að þessu. Hvort þeir fái að halda áfram. Það eru stjórnirnar sem ráða þjálfarann og taka ákvörðunina um að hann haldi áfram. Við höfum rosalega lítið um það að segja og ég hef ekkert pælt í því og þeir velja bara þann sem þeir halda að sé réttur til þess að stjórna og ég er tilbúinn. Ég hef hingað til staðið við samninga sem knattspyrnuþjálfari en nú slökum við bara á og fögnum þessu og svo sjáum við til hvað gerist.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Grindavík 3-0 | FH-ingar náðu Evrópusæti FH-ingar unnu fallna Grindvíkinga í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og tryggðu sér Evrópusæti. 28. september 2019 16:45 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Leik lokið: FH - Grindavík 3-0 | FH-ingar náðu Evrópusæti FH-ingar unnu fallna Grindvíkinga í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og tryggðu sér Evrópusæti. 28. september 2019 16:45