Rúnar um Skúla Jón: Mikill missir fyrir okkur í klefanum og félagið sjálft Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2019 19:30 Skúli Jón fagnar eftir sigurinn á Hlíðarenda fyrr í sumar. Vísir/Bára Skúli Jón Friðgeirsson, varnar- og miðjumaður KR, hefur eins og áður hefur komið fram ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir frábært tímabil með KR í sumar. Skúli ákvað þetta í samráði við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, fyrir tímabilið og var Rúnar spurður út í Skúla eftir 2-1 sigur KR á Breiðablik í dag. „Skúli Jón er uppalinn KR-ingur sem hefur þjónað félaginu vel og lengi. Frábær leikmaður og synd að hann sé að yfirgefa okkur á þessum tímapunkti en við virðum hans ákvörðun,“ sagði Rúnar um Skúla Jón og hans ákvörðun. „Hann er að fara mennta sig og það er líka mjög gott. Fótboltinn er ekki allt í lífinu en það verður mikill missir fyrir okkur í klefanum, og félagið sjálft, að missa svona góðan karakter og ekki síst leikmann svo við þurfum að fylla hans skarð og munum leita að leikmanni sem getur gert það sem hann hefur gert fyrir okkur,“ sagði Rúnar ennfremur eftir leik. Alls spilaði Skúli Jón 248 deildar- og bikarleiki fyrir KR ásamt því að skora átta mörk. Alls hefur hann orðið Íslandsmeistari í þrígang, bikarmeistari í tvígang sem og leikið sem atvinnumaður erlendis en hann lék með Elfsborg og Gefla IF í Svíþjóð. Þá lék hann fjórum sinnum fyrir A-landslið Íslands og 28 sinnum fyrir yngri landsliðin ásamt því að gera fimm mörk. Það er ljóst að Skúla verður sárt saknað í Vesturbænum og forvitnilegt hvaða leikmann KR-ingar reyna að sækja til að fylla skarð Skúla. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson, varnar- og miðjumaður KR, hefur eins og áður hefur komið fram ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir frábært tímabil með KR í sumar. Skúli ákvað þetta í samráði við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, fyrir tímabilið og var Rúnar spurður út í Skúla eftir 2-1 sigur KR á Breiðablik í dag. „Skúli Jón er uppalinn KR-ingur sem hefur þjónað félaginu vel og lengi. Frábær leikmaður og synd að hann sé að yfirgefa okkur á þessum tímapunkti en við virðum hans ákvörðun,“ sagði Rúnar um Skúla Jón og hans ákvörðun. „Hann er að fara mennta sig og það er líka mjög gott. Fótboltinn er ekki allt í lífinu en það verður mikill missir fyrir okkur í klefanum, og félagið sjálft, að missa svona góðan karakter og ekki síst leikmann svo við þurfum að fylla hans skarð og munum leita að leikmanni sem getur gert það sem hann hefur gert fyrir okkur,“ sagði Rúnar ennfremur eftir leik. Alls spilaði Skúli Jón 248 deildar- og bikarleiki fyrir KR ásamt því að skora átta mörk. Alls hefur hann orðið Íslandsmeistari í þrígang, bikarmeistari í tvígang sem og leikið sem atvinnumaður erlendis en hann lék með Elfsborg og Gefla IF í Svíþjóð. Þá lék hann fjórum sinnum fyrir A-landslið Íslands og 28 sinnum fyrir yngri landsliðin ásamt því að gera fimm mörk. Það er ljóst að Skúla verður sárt saknað í Vesturbænum og forvitnilegt hvaða leikmann KR-ingar reyna að sækja til að fylla skarð Skúla.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30
Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31