Handbolti

Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik

„Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta.

Handbolti

Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal

Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM.

Handbolti

Tíu smituðust en nýliðarnir samt mættir á HM

Nýliðar Grænhöfðaeyja ætla ekki að láta kórónuveirusmit sex leikmanna, sem og smit þjálfara og fleiri starfsmanna liðsins, koma í veg fyrir að það spili á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í handbolta, í Egyptalandi.

Handbolti

Liðsstyrkur til Eyja

Hin sænska Lina Cardell hefur skrifað undir samning við ÍBV í Olís deild kvenna út leiktíðina en fésbókarsíða Savehof staðfestir þetta í dag.

Handbolti

Gestgjafarnir byrja á öruggum sigri

Tuttugasta og sjöunda HM í handbolta hófst í dag í Egyptalandi er heimamenn í Egyptalandi rúlluðu yfir Síle, 35-29, er liðin mættust í opnunarleiknum. Liðin leika í G-riðli.

Handbolti

„Þetta verður persónulegra“

„Þessi stemning sem að hefur oft verið í liðinu kemur bara frá hjartanu okkar. Þetta kemur innan frá – að berjast fyrir land og þjóð, og ég hef engar áhyggjur af því. Við erum alltaf tilbúnir þegar við förum í landsliðstreyjuna. Við verðum stemmdir, það vantar ekki.“

Handbolti