Umfjöllun og viðtöl: Fram 27 - 30 KA/Þór | KA/Þór sótti stigin í Safamýrina Andri Már Eggertsson skrifar 26. mars 2022 16:45 Vísir/Hulda Margrét KA/Þór vann afar mikilvægan útisigur á Fram í Safamýrinni 27-30. Seinni hálfleikur KA/Þórs var nánast fullkominn þar sem gestirnir skoruðu nítján mörk. Það var óbragð í munni KA/Þórs fyrir leik þar sem Íslandsmeistararnir höfðu tapað öllum þremur leikjunum sínum gegn Fram á tímabilinu. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu leikinn betur og komust 1-3 yfir. Vörn og markvarsla KA/Þórs var góð framan af fyrri hálfleik sem skilaði sér í haug af hraðaupphlaupum sem KA/Þór gerði vel í að nýta sér. Fram datt betur í gang þegar fyrri hálfleikur var að verða hálfnaður. Heimakonur gerðu þrjú mörk í röð og komust marki yfir. Eftir það skiptust liðin á eins marks forskoti og var allt í járnum. Fram náði laglegu áhlaupi á síðustu átta mínútum fyrri hálfleiks þar sem heimakonur gerðu fjögur mörk gegn aðeins einu frá KA/Þór. Fram var því tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11 og var það stærsta forysta Fram í fyrri hálfleik. KA/Þór átti sviðið í seinni hálfleik og spiluðu Íslandsmeistararnir sinn besta hálfleik á tímabilinu að mati Andra Snæs Stefánssonar, þjálfara KA/Þórs. KA/Þór byrjaði seinni hálfleik á að gera þrjú mörk í röð og var staðan orðin 13-15 strax eftir fimm mínútur. Það var mikill hraði í leiknum og fengu konurnar frá Akureyri fullt af hraðaupphlaupum sem þær nýttu sér líkt og í fyrri hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik saxaði Fram forskot KA/Þórs niður í eitt mark en nær komust þær ekki. Sóknarleikur KA/Þórs hélt áfram að blómstra. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, reyndi að bregðast við meðan á leik stóð en spilamennska liðsins batnaði ekki. KA/Þór vann að lokum þriggja marka útisigur 27-30. Eftir sigur KA/Þórs munar aðeins fjórum stigum á Fram sem er í efsta sæti deildarinnar og KA/Þór sem er í þriðja sætinu og KA/Þór á leik til góða. Af hverju vann KA/Þór? Seinni hálfleikur KA/Þórs var stórkostlegur sem skilaði sér í nítján mörkum á 30 mínútum. Hornamenn KA/Þórs skiluðu frábæru framlagi bæði í hraðaupphlaupum og í uppstiltum leik. Hverjar stóðu upp úr? það er gulls ígildi að vera með góða vítaskyttu. Martha Hermannsdóttir tók átta víti í leiknum og skoraði úr þeim öllum. KA/Þór fékk afar gott framlag frá hornamönnum sínum. Unnur Ómarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir skoruðu sitthvor fimm mörkin. Matea Lonac, markmaður KA/Þórs, varði 14 skot í leiknum og varði hún oft á tíðum á afar mikilvægum augnablikum. Hvað gekk illa? Vörn Fram í seinni hálfleik var afar léleg. Fram átti í miklum vandræðum með hraðann í leiknum og KA/Þór tókst að gera nítján mörk í seinni hálfleik. Fram fékk nánast enga markvörslu í leiknum. Hafdís Renötudóttir varði 5 skot og endaði með 17 prósent markvörslu. Írena Björk Ómarsdóttir kom inn á um miðjan seinni hálfleik og bætti engu við. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn mætast KA/Þór og ÍBV í frestuðum leik klukkan 18:00. Fram fer í Mosfellsbæinn og mætir Aftureldingu klukkan 16:00 næsta laugardag. Stefán: Ekki boðlegt að fá á sig nítján mörk í seinni hálfleik Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var svekktur eftir leikVÍSIR/HAG Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var afar svekktur eftir leik. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en byrjuðum síðari hálfleik illa líkt og í síðustu fjórum leikjum. Þremur mörkum undir um miðjan seinni hálfleik klikkuðum við á tveimur vítum og dauðafæri á línunni og þar tapaðist leikurinn,“ sagði Stefán Arnarson og bætti við að fá á sig 19 mörk í seinni hálfleik er ekki boðlegt hjá eins góðu varnarliði og Fram er. Stefán var ánægður með hvernig Fram endaði fyrri hálfleik og þar gekk leikplanið upp. „Það sem við lögðum upp með gekk upp undir lok fyrri hálfleiks. Við vorum að spila góða vörn og fengum góð færi sóknarlega.“ Stefán var afar svekktur með seinni hálfleik Fram og fannst honum vanta meiri markvörslu. „Í seinni hálfleik vorum við að gefa allt of mikið ásamt því að fá enga markvörslu og mun vörnin sem. við spiluðum í seinni hálfleik ekki vinna neina titla fyrir okkur,“ sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna Fram KA Þór Akureyri
KA/Þór vann afar mikilvægan útisigur á Fram í Safamýrinni 27-30. Seinni hálfleikur KA/Þórs var nánast fullkominn þar sem gestirnir skoruðu nítján mörk. Það var óbragð í munni KA/Þórs fyrir leik þar sem Íslandsmeistararnir höfðu tapað öllum þremur leikjunum sínum gegn Fram á tímabilinu. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu leikinn betur og komust 1-3 yfir. Vörn og markvarsla KA/Þórs var góð framan af fyrri hálfleik sem skilaði sér í haug af hraðaupphlaupum sem KA/Þór gerði vel í að nýta sér. Fram datt betur í gang þegar fyrri hálfleikur var að verða hálfnaður. Heimakonur gerðu þrjú mörk í röð og komust marki yfir. Eftir það skiptust liðin á eins marks forskoti og var allt í járnum. Fram náði laglegu áhlaupi á síðustu átta mínútum fyrri hálfleiks þar sem heimakonur gerðu fjögur mörk gegn aðeins einu frá KA/Þór. Fram var því tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11 og var það stærsta forysta Fram í fyrri hálfleik. KA/Þór átti sviðið í seinni hálfleik og spiluðu Íslandsmeistararnir sinn besta hálfleik á tímabilinu að mati Andra Snæs Stefánssonar, þjálfara KA/Þórs. KA/Þór byrjaði seinni hálfleik á að gera þrjú mörk í röð og var staðan orðin 13-15 strax eftir fimm mínútur. Það var mikill hraði í leiknum og fengu konurnar frá Akureyri fullt af hraðaupphlaupum sem þær nýttu sér líkt og í fyrri hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik saxaði Fram forskot KA/Þórs niður í eitt mark en nær komust þær ekki. Sóknarleikur KA/Þórs hélt áfram að blómstra. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, reyndi að bregðast við meðan á leik stóð en spilamennska liðsins batnaði ekki. KA/Þór vann að lokum þriggja marka útisigur 27-30. Eftir sigur KA/Þórs munar aðeins fjórum stigum á Fram sem er í efsta sæti deildarinnar og KA/Þór sem er í þriðja sætinu og KA/Þór á leik til góða. Af hverju vann KA/Þór? Seinni hálfleikur KA/Þórs var stórkostlegur sem skilaði sér í nítján mörkum á 30 mínútum. Hornamenn KA/Þórs skiluðu frábæru framlagi bæði í hraðaupphlaupum og í uppstiltum leik. Hverjar stóðu upp úr? það er gulls ígildi að vera með góða vítaskyttu. Martha Hermannsdóttir tók átta víti í leiknum og skoraði úr þeim öllum. KA/Þór fékk afar gott framlag frá hornamönnum sínum. Unnur Ómarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir skoruðu sitthvor fimm mörkin. Matea Lonac, markmaður KA/Þórs, varði 14 skot í leiknum og varði hún oft á tíðum á afar mikilvægum augnablikum. Hvað gekk illa? Vörn Fram í seinni hálfleik var afar léleg. Fram átti í miklum vandræðum með hraðann í leiknum og KA/Þór tókst að gera nítján mörk í seinni hálfleik. Fram fékk nánast enga markvörslu í leiknum. Hafdís Renötudóttir varði 5 skot og endaði með 17 prósent markvörslu. Írena Björk Ómarsdóttir kom inn á um miðjan seinni hálfleik og bætti engu við. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn mætast KA/Þór og ÍBV í frestuðum leik klukkan 18:00. Fram fer í Mosfellsbæinn og mætir Aftureldingu klukkan 16:00 næsta laugardag. Stefán: Ekki boðlegt að fá á sig nítján mörk í seinni hálfleik Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var svekktur eftir leikVÍSIR/HAG Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var afar svekktur eftir leik. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en byrjuðum síðari hálfleik illa líkt og í síðustu fjórum leikjum. Þremur mörkum undir um miðjan seinni hálfleik klikkuðum við á tveimur vítum og dauðafæri á línunni og þar tapaðist leikurinn,“ sagði Stefán Arnarson og bætti við að fá á sig 19 mörk í seinni hálfleik er ekki boðlegt hjá eins góðu varnarliði og Fram er. Stefán var ánægður með hvernig Fram endaði fyrri hálfleik og þar gekk leikplanið upp. „Það sem við lögðum upp með gekk upp undir lok fyrri hálfleiks. Við vorum að spila góða vörn og fengum góð færi sóknarlega.“ Stefán var afar svekktur með seinni hálfleik Fram og fannst honum vanta meiri markvörslu. „Í seinni hálfleik vorum við að gefa allt of mikið ásamt því að fá enga markvörslu og mun vörnin sem. við spiluðum í seinni hálfleik ekki vinna neina titla fyrir okkur,“ sagði Stefán að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti