Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísraelsmenn boða enn umfangsmeiri árásir á Gasa en hingað til og hvetja Palestínumenn til að flýja. Óttast er að átökin gætu stigmagnast eftir yfirlýsingar ráðherra Írans og Ísraels í dag. Yfirvöld á Gasa segja um 4.700 Palestínumenn nú hafa látist í loftárásum frá því innrásin hófst fyrir tveimur vikum. 

Innlent

Ferða­menn fastir í Hólms­á

Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða ferðamenn sem festu jeppa í Hólmsá. Vel gekk að losa bílinn og var aðgerðum lokið rétt fyrir miðnætti.

Innlent

Vinstri beygjan við Eiðs­granda aldrei í hættu

Vinstri beygjan af Hringbraut á Eiðsgranda við JL-húsið er ekki í hættu líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur haldið fram. Beygjan sem lagt er til að hverfi er úr porti nokkrum metrum frá hringtorginu. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Samstöðufundur með Palestínumönnum verður haldinn á Austurvelli klukkan 12. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent

„Það sem er í gangi núna er bara þjóðar­morð“

Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palestínu. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 

Innlent

Biðja starfs­fólk að láta yfir­menn vita

Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum.

Innlent

Fundu ör­magna göngu­mann í nótt

Þyrlusveit Landhelgisgæslunar var kölluð út á þriðja tímanum í nótt til leitar að örmagna göngumanni á Skarðsheiði, á háhryggnum milli Heiðarhorns og Skessuhorns.

Innlent

Dreymir um að finna blóðföður sinn

María Ósk Jónsdóttir var ættleidd við fæðingu árið 1976 og var orðin 21 árs þegar hún kynntist blóðmóður sinni. Undanfarin ár hefur hún reynt að hafa uppi á blóðföður sínum en þar sem hún hefur úr litlum upplýsingum að moða hefur leitin gengið nokkuð brösuglega.

Innlent

Tveir stungnir í að­skildum hópslags­málum

Lögreglu barst tilkynninging um hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt. Þegar málið fór að skýrast kom í ljós að einn hafði verið stunginn í slagsmálunum. Nokkru fyrr hafði verið tilkynnt um sams konar átök í umdæmi lögreglustöðvarinnar í Kópavogi.

Innlent

Ó­sam­mála um breytt gatna­mót við JL-húsið

Deilt er um framkvæmdir við JL-húsið sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir gerðar í nafni umferðaröryggis. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir framkvæmdirnar óhjákvæmilegar eftir ítrekaðar kvartanir frá íbúum svæðisins.

Innlent

Sveitapiltur úr Biskupstungum fékk myndarlegan styrk frá ESB

Þorvaldur Skúli Pálsson, sveitastrákur frá Laugarási í Biskupstungum er kátur þessa dagana því teymi, sem hann stýrir við Háskólasjúkrahúsið í Álaborg var að fá á þriðja hundrað milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu (ESB), sem fer í að útbúa gagnvirkt upplýsingaefni vegna stoðkerfisverkja fólks.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tuttugu bílfarmar af neyðargögnum, sem hleypt var inn á Gasa eftir langa bið í morgun, duga afar skammt ef binda á enda á martöðina á svæðinu, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Neyðin ágerist meðal Palestínumanna á meðan Ísraelsmenn búa sig undir enn frekari sókn. Við segjum frá vendingum dagsins fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent

Tölu­vert tjón eftir elds­voða í Kópa­vogi

Eldsvoði varð í nýbyggingu við Digranesveg í Kópavogi laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt. Slökkvilið sendi þrjár stöðvar á vettvang en töluvert tjón hlaust af eldsvoðanum. Lögregla rannsakar eldsupptök.

Innlent

Há­­degis­fréttir Bylgjunnar

Neyðaraðstoð var hleypt inn á Gasasvæðið í morgun í fyrsta sinn frá því stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir sléttum tveimur vikum. Birgðirnar eru þó aðeins dropi í hafið, að sögn framkvæmdastjóra Rauðakrossins á Íslandi. Tímamót urðu í gær þegar Hamas sleppti fyrstu gíslum sínum úr haldi frá upphafi innrásar.

Innlent

Annað hvort komist allir í pottinn eða enginn

Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum Reykjavíkurborgar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag. 

Innlent

Vilji Ívars var skýr

Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð.

Innlent