Innlent

Þraut­seigja Grind­víkinga

Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið.

Innlent

„Við fylgjumst bara með fjöl­skyldu okkar deyja smám saman“

Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr.

Innlent

Tunglið var sjáan­legt í allan dag

Máninn hátt á himni skein í dag. Tunglið reis hvorki né settist, heldur var það allan daginn á lofti. Sjónarspilið sem fylgdi var glæsilegt og ekki skemmdi fyrir að tunglið var fullt. 

Innlent

Einn hand­tekinn vegna á­rásarinnar á að­fanga­dag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Hvaleyrarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Tilefnið er rannsókn á skotárás sem gerð var í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á svipuðum hraða og fyrir eldgosið 18. desember. Líkur á eldgosi aukast með degi hverjum. Íbúar í Grindavík eru margir ósáttir við lítinn viðbúnað og telja að meira væri hægt að gera til að skrásetja innkomur í bæinn eftir að fregnir bárust af þjófnaði.

Innlent

Verið að af­vatna ís­lenskt þjóð­erni og menningu

Ármann Reynisson rithöfundur var fenginn til að halda jólapredikun í kirkju Óháða safnaðarins við Stakkahlíð og hann lét ekki segja sér það tvisvar. Ármann flutti hörku ádrepu og klöppuðu viðstaddir á stöku stað, sem ekki hefur tíðkast í kirkjum fram til þessa.

Innlent

Harma að ekki hafi fundist staður fyrir brennu

Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjarbæjar harmar þá erfiðleika sem komið hafa upp við að finna áramótabrennu staðsetningu í Sandgerði sem uppfylli skilyrði fyrir slíkar brennur. Framtíðarfyrirkomulag verði skoðað betur að ári en í ár fái íbúar kyndla í boði bæjarins.

Innlent

Kyn­þáttur hafi verið hand­tökunni ó­við­komandi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í engu kannast við þá atvikalýsingu sem komið hefur fram vegna handtöku karlmanns sem handtekinn á aðfangadagskvöld. Stöðvarstjóri segir ekkert óeðlilegt við handtöku mannsins og að kynþáttur hans sé málinu óviðkomandi.

Innlent

Allt muni snúast um per­sónurnar þrjár

Fyrrverandi vígslubiskup á Hólum reiknar með að fleiri prestar verði tilnefndir í biskupskjöri en þeir tveir sem gefið hafa kost á sér til embættisins hingað til. Hún telur presta sammála um að rödd kirkjunnar þurfi að heyrast hærra og það verði þeim efst í huga þegar gengið verður til kosninga.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Handtaka lögreglu á aðfangadag, landris við Svartsengi, biskupskjör og jólaverslun verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent

Auðunn látinn taka skellinn

Auðunn Atlason, sem gegndi stöðu sérfræðings í alþjóðamálum í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, var látinn súpa seyðið af samskiptaleysi því sem leiddi til þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu alls­herj­arþings Sam­einuðu þjóðanna.

Innlent

Taka sér frí frá flug­eldum

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri.

Innlent

Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu

Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands.

Innlent