Í sérstakri viðvörun á vef Vegagerðarinnar er biðlað til ökumanna að aka varlega.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa haft einhverja viðveru þar sem vegurinn er næst flæðarmálinu. Honum hafi verið lokað á kafla og umferð beint um gamla Esjuveginn á meðan.