Innlent Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. Innlent 3.3.2024 00:10 Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. Innlent 2.3.2024 18:44 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvikuhlaup hófst skammt frá Sýlingarfelli á Reykjanesi rétt fyrir fjögur í dag en öflug og skyndileg skjálftavirkni við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell varð um hálf fimm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá svæðinu við hlaupið og í beinni frá Almannavörnum til að fá skýra mynd af stöðunni. Innlent 2.3.2024 18:22 Lenti undir snjóflóði í Stafdal Tveir voru á skíðasvæði í Stafdal ofan Seyðisfjarðar þegar snjóflóð féll um fjögurleytið í dag. Annar lenti undir snjóflóðinu en félagi hans náði að koma honum til bjargar. Innlent 2.3.2024 17:50 Uppfært hættumat Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra. Innlent 2.3.2024 17:34 Líkur á minna eldgosi Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum. Innlent 2.3.2024 17:28 Bein útsending frá skjálftasvæðinu Kvikuhlaup hófst austan Sýlingarfells síðdegis 2. mars síðastliðinn. Talið er að gos sé yfirvofandi á næstu dögum. Innlent 2.3.2024 17:00 Bein útsending frá Reykjanesskaga Kvikuhlaup er hafið skammt frá Sýlingarfelli, rúmum einum kílómetra austan við fellið. Öflug og skyndileg skjálftavirkni er hafin við Stóra-Skógfell og við Sýlingarfell á Reykjanesi. Í fyrri eldgosum á Reykjanesi hafa slíkar hrinur verið undanfari eldgoss. Svæðið í kringum Grindavík hefur verið rýmt. Innlent 2.3.2024 16:55 Fimm til átta hundruð manns í Bláa lóninu Unnið er að því að rýma Grindavík, Bláa lónið og svæðið í kringum Svartsengi vegna þeirrar skjálftavirkni sem tók sig upp á Sundhnúkagígsröðinni um klukkan 16 í dag. Mörg hundruð manns voru í Bláa lóninu þegar viðvörunarlúðrarnir fóru í gang. Innlent 2.3.2024 16:50 Vaktin: Kvikuhlaup skammt frá Sýlingarfelli Kvikuhlaup sem hófst skammt frá Sýlingarfelli um 16 í dag virðist hafa stöðvast í bili þar sem smáskjálftavirkni á svæðinu er hætt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss. Innlent 2.3.2024 16:11 Rasískar íslenskar ömmur tilefni til að hafa áhyggjur Dagur Hjartarson rithöfundur og kennari segir ekkert nýtt að sjá fúla afa tjá sig með rasískum hætti á vefmiðlum. En þegar hann sé farinn að verða jafn var við rasískar ömmur, sömu ömmur og samélagið hangir að stóru leyti saman á, er hann orðinn áhyggjufullur. Það slær hann. Innlent 2.3.2024 15:31 Tíu milljónir rúmmetra af kviku Rólegt hefur verið yfir Reykjanesi í dag. Enn eru þó miklar líkur á að af eldgosi verði og er kerfið tilbúið í gos og heldur kvikumagn áfram að aukast. Innlent 2.3.2024 14:01 Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. Innlent 2.3.2024 12:48 Nemendur geti nú skráð sig í nám við Bifröst óháð fjárhag Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður skólagjöld í Háskólanum á Bifröst. Rektorinn segir mikilvægt að nemendur geti valið sér nám óháð fjárhag, en fullt meistaranám við skólann hefur kostað hálfa milljón. Innlent 2.3.2024 12:10 Sýni að Vinstri græn séu í tilvistarkreppu Vinstri græn mælast með 4,7 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn myndi detta af þingi yrði það niðurstaðan. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn í tilvistarkreppu. Minna fylgi Samfylkingar milli mánaða og aukið fylgi Miðflokks megi rekja til útlendingamála. Innlent 2.3.2024 12:07 Hádegisfréttir Bylgjunnar Vinstri græn dyttu af þingi yrði gengið til kosninga í dag samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn í tilvistarkreppu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 2.3.2024 11:36 Háskóladagurinn í dag Háskóladagurinn er í dag. Þá munu allir háskólar landsins kynna nám sitt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 400 námsleiðir verða kynntar á þessum degi milli klukkan 12 og 15. Innlent 2.3.2024 10:35 Lánshæfismat ríkissjóðs óbreytt Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er óbreytt í A og hörfur stöðugar. Þetta er mat lánshæsfismatsfyrirtækisins Fitch Ratings. Innlent 2.3.2024 09:35 Lýsir yfir stuðningi við Bashar: „Ætlum við aldrei að læra neitt?“ Þröstur Leó Gunnarsson leikari fór hörðum orðum um þátttöku Íslands í Eurovision í ljósi átakanna á Gasa í stuðningsyfirlýsingu við Palestínumanninn Bashar Murad, sem hann birti á TikTok reikningi dóttur sinnar í gærkvöldi. Innlent 2.3.2024 08:56 Bjart en kalt í veðri í dag Hæð verður yfir landinu í dag og fremur hæg breytileg átt. Austast verður allhvöss norðanátt fram yfir hádegi. Víða verður léttskýjað og kalt í veðri. Innlent 2.3.2024 07:52 Ógnaði dyravörðum skemmtistaðar með hníf Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt eftir að hafa tekið um hníf utan við skemmtistað og ógnað dyravörðum. Lögregla vistaði hann í fangaklefa í þágu rannsóknar Innlent 2.3.2024 07:20 Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. Innlent 1.3.2024 21:36 „Þetta er komið að þolmörkum“ Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við. Innlent 1.3.2024 20:32 Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. Innlent 1.3.2024 19:37 „Hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu“ Fólk kom í dag saman á Austurvelli, í frosti og kulda, til knýja íslensk stjórnvöld til að hætta við ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Innlent 1.3.2024 19:30 Nýr forsetaframbjóðandi stígur fram Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og sjálfstætt starfandi túlkur, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands fyrir forsetakosningarnar 2024. Innlent 1.3.2024 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samninganefndir breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundi hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá karphúsinu og förum yfir nýjustu vendingar. Innlent 1.3.2024 18:01 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn voru í síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna innflutnings á tæplega sjö lítrum af amfetamínbasa. Tveimur þeirra hefur verið sleppt úr haldi en hinir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í viku til viðbótar. Innlent 1.3.2024 16:00 Taka þurfi styttingu framhaldsskólans til skoðunar Mennta- og barnamálaráðherra segir koma til greina að endurskoða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Þess í stað yrði grunnskólanám stytt um eitt ár. Innlent 1.3.2024 15:47 Hvalur hf. fær 400 þúsund króna sekt Matvælastofnun hefur sektað Hval hf. um 400 þúsund krónur eftir að fyrirtækið braut dýravelferðarlög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið en í kjölfar atviksins voru veiðar stöðvaðar á hvalveiðibátnum sem veiddi hvalinn. Innlent 1.3.2024 14:55 « ‹ 304 305 306 307 308 309 310 311 312 … 334 ›
Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. Innlent 3.3.2024 00:10
Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. Innlent 2.3.2024 18:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvikuhlaup hófst skammt frá Sýlingarfelli á Reykjanesi rétt fyrir fjögur í dag en öflug og skyndileg skjálftavirkni við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell varð um hálf fimm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá svæðinu við hlaupið og í beinni frá Almannavörnum til að fá skýra mynd af stöðunni. Innlent 2.3.2024 18:22
Lenti undir snjóflóði í Stafdal Tveir voru á skíðasvæði í Stafdal ofan Seyðisfjarðar þegar snjóflóð féll um fjögurleytið í dag. Annar lenti undir snjóflóðinu en félagi hans náði að koma honum til bjargar. Innlent 2.3.2024 17:50
Uppfært hættumat Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra. Innlent 2.3.2024 17:34
Líkur á minna eldgosi Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum. Innlent 2.3.2024 17:28
Bein útsending frá skjálftasvæðinu Kvikuhlaup hófst austan Sýlingarfells síðdegis 2. mars síðastliðinn. Talið er að gos sé yfirvofandi á næstu dögum. Innlent 2.3.2024 17:00
Bein útsending frá Reykjanesskaga Kvikuhlaup er hafið skammt frá Sýlingarfelli, rúmum einum kílómetra austan við fellið. Öflug og skyndileg skjálftavirkni er hafin við Stóra-Skógfell og við Sýlingarfell á Reykjanesi. Í fyrri eldgosum á Reykjanesi hafa slíkar hrinur verið undanfari eldgoss. Svæðið í kringum Grindavík hefur verið rýmt. Innlent 2.3.2024 16:55
Fimm til átta hundruð manns í Bláa lóninu Unnið er að því að rýma Grindavík, Bláa lónið og svæðið í kringum Svartsengi vegna þeirrar skjálftavirkni sem tók sig upp á Sundhnúkagígsröðinni um klukkan 16 í dag. Mörg hundruð manns voru í Bláa lóninu þegar viðvörunarlúðrarnir fóru í gang. Innlent 2.3.2024 16:50
Vaktin: Kvikuhlaup skammt frá Sýlingarfelli Kvikuhlaup sem hófst skammt frá Sýlingarfelli um 16 í dag virðist hafa stöðvast í bili þar sem smáskjálftavirkni á svæðinu er hætt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss. Innlent 2.3.2024 16:11
Rasískar íslenskar ömmur tilefni til að hafa áhyggjur Dagur Hjartarson rithöfundur og kennari segir ekkert nýtt að sjá fúla afa tjá sig með rasískum hætti á vefmiðlum. En þegar hann sé farinn að verða jafn var við rasískar ömmur, sömu ömmur og samélagið hangir að stóru leyti saman á, er hann orðinn áhyggjufullur. Það slær hann. Innlent 2.3.2024 15:31
Tíu milljónir rúmmetra af kviku Rólegt hefur verið yfir Reykjanesi í dag. Enn eru þó miklar líkur á að af eldgosi verði og er kerfið tilbúið í gos og heldur kvikumagn áfram að aukast. Innlent 2.3.2024 14:01
Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. Innlent 2.3.2024 12:48
Nemendur geti nú skráð sig í nám við Bifröst óháð fjárhag Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður skólagjöld í Háskólanum á Bifröst. Rektorinn segir mikilvægt að nemendur geti valið sér nám óháð fjárhag, en fullt meistaranám við skólann hefur kostað hálfa milljón. Innlent 2.3.2024 12:10
Sýni að Vinstri græn séu í tilvistarkreppu Vinstri græn mælast með 4,7 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn myndi detta af þingi yrði það niðurstaðan. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn í tilvistarkreppu. Minna fylgi Samfylkingar milli mánaða og aukið fylgi Miðflokks megi rekja til útlendingamála. Innlent 2.3.2024 12:07
Hádegisfréttir Bylgjunnar Vinstri græn dyttu af þingi yrði gengið til kosninga í dag samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn í tilvistarkreppu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 2.3.2024 11:36
Háskóladagurinn í dag Háskóladagurinn er í dag. Þá munu allir háskólar landsins kynna nám sitt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 400 námsleiðir verða kynntar á þessum degi milli klukkan 12 og 15. Innlent 2.3.2024 10:35
Lánshæfismat ríkissjóðs óbreytt Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er óbreytt í A og hörfur stöðugar. Þetta er mat lánshæsfismatsfyrirtækisins Fitch Ratings. Innlent 2.3.2024 09:35
Lýsir yfir stuðningi við Bashar: „Ætlum við aldrei að læra neitt?“ Þröstur Leó Gunnarsson leikari fór hörðum orðum um þátttöku Íslands í Eurovision í ljósi átakanna á Gasa í stuðningsyfirlýsingu við Palestínumanninn Bashar Murad, sem hann birti á TikTok reikningi dóttur sinnar í gærkvöldi. Innlent 2.3.2024 08:56
Bjart en kalt í veðri í dag Hæð verður yfir landinu í dag og fremur hæg breytileg átt. Austast verður allhvöss norðanátt fram yfir hádegi. Víða verður léttskýjað og kalt í veðri. Innlent 2.3.2024 07:52
Ógnaði dyravörðum skemmtistaðar með hníf Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt eftir að hafa tekið um hníf utan við skemmtistað og ógnað dyravörðum. Lögregla vistaði hann í fangaklefa í þágu rannsóknar Innlent 2.3.2024 07:20
Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. Innlent 1.3.2024 21:36
„Þetta er komið að þolmörkum“ Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við. Innlent 1.3.2024 20:32
Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. Innlent 1.3.2024 19:37
„Hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu“ Fólk kom í dag saman á Austurvelli, í frosti og kulda, til knýja íslensk stjórnvöld til að hætta við ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Innlent 1.3.2024 19:30
Nýr forsetaframbjóðandi stígur fram Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og sjálfstætt starfandi túlkur, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands fyrir forsetakosningarnar 2024. Innlent 1.3.2024 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samninganefndir breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundi hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá karphúsinu og förum yfir nýjustu vendingar. Innlent 1.3.2024 18:01
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn voru í síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna innflutnings á tæplega sjö lítrum af amfetamínbasa. Tveimur þeirra hefur verið sleppt úr haldi en hinir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í viku til viðbótar. Innlent 1.3.2024 16:00
Taka þurfi styttingu framhaldsskólans til skoðunar Mennta- og barnamálaráðherra segir koma til greina að endurskoða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Þess í stað yrði grunnskólanám stytt um eitt ár. Innlent 1.3.2024 15:47
Hvalur hf. fær 400 þúsund króna sekt Matvælastofnun hefur sektað Hval hf. um 400 þúsund krónur eftir að fyrirtækið braut dýravelferðarlög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið en í kjölfar atviksins voru veiðar stöðvaðar á hvalveiðibátnum sem veiddi hvalinn. Innlent 1.3.2024 14:55