Daníel segist ekki hafa tekið eftir því að stuðarinn væri horfinn fyrr en hann var kominn í vinnuna, hann hafi verið að flýta sér.
„Vinnufélagi minn spurði mig út í þetta í morgun, hann hafði keyrt framhjá húsinu mínu í gærkvöldi og séð að það vantaði stuðarann á bílinn, ég hafði ekkert tekið eftir því,“ segir Daníel.
Svo hafi hann farið heim og fundið skrúfur úr stuðaranum á bílaplaninu.
„Þetta virðist bara hafa verið slitið í sundur á staðnum og öllu hent inn í bíl. Þeir gerast rosalega djarfir að gera þetta bara um kvöldmatarleytið á bílaplaninu hjá fólki,“ segir hann.
Hann segist ekki eiga neina óvini svo hann viti til og kveðst ekki vita hver gæti hafa verið að verki.
Einstakur stuðari
Daníel segir að stuðarinn sé enginn venjulegur stuðari, það sjáist langar leiðir. Krómlistarnir hafi verið litaðir svartir, og þokuljósin líka lituð svört.
Hann telur að sennilega hafi einhver verið að verki sem hafi klesst bílinn sinn og vantaði nýjan stuðara.
„Ég er búinn að gera lögregluskýrslu og hafa samband við tryggingafélag, þannig þetta er allt í réttum farvegi. Kannski finnst stuðarinn kannski ekki,“ segir Daníel