Innlent

Halla Hrund komin með lág­marks­fjölda með­mælenda

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hefur safnað lágmarksfjölda meðmæla í meðmælendasöfnun forsetaframbjóðenda á vef Ísland.is. Þetta staðfestir Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem er í kosningateymi Höllu, í samtali við fréttastofu. 

Innlent

Bíl Tjokkó lagt í neyðarbílastæði meðan hann tróð upp

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp á glæsilegri árshátíð Landsbankans í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir það að meðan á „gigginu“ stóð lá glæsikerra hans í stæði sem ætlað er neyðarbílum. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu.

Innlent

For­eldrar undra sig á skerðingu opnunar­tíma sund­lauga

Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða.

Innlent

Á­nægð með á­kvörðun sína og hlakkar til fram­haldsins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið ljóst fyrir þegar hún tók ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti forseta að það að hún væri sitjandi forsætisráðherra kæmi til með að flækja málin. Ákvörðunin sitji vel í henni og hún hlakki til komandi kosningabaráttu.

Innlent

„Ó­neitan­lega ó­venju­legt“

Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands.

Innlent

Katrín verður for­sætis­ráð­herra þangað til að ný stjórn er mynduð

Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.

Innlent

Sver af sér rætna her­ferð gegn Baldri

Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt.

Innlent

Í­búar í Ár­borg verða orðnir 33 þúsund árið 2050

Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg verða orðnir þrjátíu og þrjú þúsund árið 2050 samkvæmt nýjum íbúaþróunartölum en eru í dag um tólf þúsund. Mesta áskorunin er nægilegt magn af heitu vatni fyrir alla nýju íbúana, en kalda vatnið er ekkert vandamál, það kemur nóg af því frá Ingólfsfjalli.

Innlent

Segir af­sögn sína heilla­spor fyrir VG

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum klukkan tvö í dag. Þar mun hún biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Við heyrum í Katrínu og förum yfir þá fordæmalausu stöðu sem uppi er í íslenskum stjórnmálum í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Innlent

Deildar­myrkvi á sólu á morgun

Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi.

Innlent

Forgangsakstur æfður á Suður­landi

Þjálfun í forgangsakstri lögreglubíla er mjög mikilvægur í starfi lögreglunnar segir lögreglumaður á Suðurlandi en þar var verið að halda forgangsaksturs æfingu í þeim tilgangi að sjá hvað gekk vel og hvað þarf að laga og bæta úr.

Innlent

Færri en fimm dauðs­föll á ári vegna mis­taka

Landlæknir segir að þó að yfir níutíu dauðsföll hafi verið tilkynnt sem alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu síðustu ár hafi greining embættisins leitt í ljós að þau séu miklu færri. Kvörtunum og athugasemdum til embættisins hefur fjölgað mikið síðustu ár og getur tekið allt að fjögur ár að vinna úr þeim.

Innlent

Fór út með hundinn og var rændur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eftir að tveir menn réðust á mann sem var út að ganga með hundinn sinn og rændu hann verðmætum.

Innlent

Skiptar skoðanir á út­spili Katrínar

Skiptar skoðanir eru á útspili Katrínar Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra í tengslum við forsetaframboð hennar. Einhverjir hlakka til að kjósa hana meðan aðrir saka hana um ábyrgðarleysi

Innlent

Fólk á Aust­fjörðum sleppi því að vera á ferðinni

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi fundaði fyrir skemmstu með Veðurstofu og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu í nótt. Búið er að rýma svæði á Seyðisfirði og Neskaupstað. 

Innlent

Katrín pakkar saman

Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi pakkaði eigum sínum á skrifstofu forsætisráðherra fyrr í dag. 

Innlent

„Þau eru að rífast um forsætisráðherrastólinn“

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag um framtíð stjórnarinnar vegna forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur. Formaður flokks fólksins segir að um slag um forsætisráðherrastólinn sé að ræða. Formaður Miðflokksins furðar sig á hve óundirbúnir stjórnarflokkarnir voru undir ákvörðun Katrínar. 

Innlent