Innlent Mælirinn fullur vegna vanvirðingar á slysstað Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur. Innlent 1.10.2024 19:18 Vita af tíu Íslendingum í Ísrael Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er kunnugt um allt að tíu íslendinga í Ísrael, og hefur ræðismaður Íslands þar í landi verið í sambandi við hópinn að undanförnu. Utanríkisráðuneytið vill koma þeim tilmælum til Íslendinga sem kunna að vera á svæðinu að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins ef aðstoðar er þörf. Innlent 1.10.2024 18:56 Nýjustu vendingar í Ísrael og bróðir í sárum Íran skaut nú síðdegis eldflaugum að Ísrael. Neyðarástandi var lýst yfir í Ísrael og loftvarnarlúðrar ómuðu í helstu borgum. Svo virðist sem hættan sé liðin hjá í bili. Við förum yfir nýjustu vendingar fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum Stöðvar 2, sýnum myndir frá loftárás Írana og rýnum í stöðuna með Samúel Karli Ólasyni, fréttamanni. Innlent 1.10.2024 18:03 Harður árekstur við Ingólfsfjall Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Hvammsveg þegar tveir bílar skullu þar saman. Fjórir eru slasaðir og verða fluttir á sjúkrahús til frekari skoðunar. Innlent 1.10.2024 17:52 Gestur greiðir ekki krónu þó að pallaolía hafi hellst í bílinn Gestur Breiðfjörð Gestsson viðskiptamaður var sýknaður af öllum kröfum bílaumboðsins BL ehf. fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. BL krafðist þess að Gestur yrði dæmdur til að greiða 2.633.469 króna skuld eftir að pallaolíudósir fóru á flug inn í bílaleigubíl BL, sem hann var með til afnota, en við það opnuðust dósirnar og helltist pallaolían niður sem olli umtalsverðu tjóni í bílnum. Innlent 1.10.2024 17:35 Læknir ávísaði lyfjum í nafni konu sem lést níu árum áður Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landlæknis um að svipta lækni starfsleyfi. Læknirinn gaf út ávana- og fíknilyf í nafni látinnar konu í tæpan áratug. Innlent 1.10.2024 16:09 Fordæmalaus áform og enginn lagarammi til um eftirlit Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. Innlent 1.10.2024 15:03 Ungur ökumaður ekki grunaður um akstur undir áhrifum Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist. Innlent 1.10.2024 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. Innlent 1.10.2024 14:46 Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl. Innlent 1.10.2024 14:00 Flestir hlynntir inngöngu í ESB og hafa aldrei verið fleiri Aldrei hafa fleiri verið hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en í nýrri skoðanakönnun sem áhugafólk um aðild lét gera. Umtalsvert fleiri sögðust hlynntir inngöngu en mótfallnir í könnuninni. Innlent 1.10.2024 13:55 Tilefnislaus líkamsárás við Traðarkotssund „fyrir Pútín“ Karlmaður hlaut í gær tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir líkamsárás við Traðarkotssund í miðbæ Reykjavíkur sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október árið 2022. Innlent 1.10.2024 13:45 Vatnstjón í Hlíðaskóla og krakkarnir sendir heim Vatnspípa fór í sundur í Hlíðaskóla rétt fyrir klukkan eitt í dag og hefur þurft að loka skólanum vegna þessa og senda nemendur heim. Innlent 1.10.2024 13:14 Telur lykilspurningum um banaslysið enn ósvarað Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem lést í vinnuslysi í Grindavík þann 10. janúar segir skýrslu Vinnueftirlitsins styðja eðlilega ósk fjölskyldunnar að heildstæð rannsókn verði gerð að aðdraganda slyssins og eftirleik þess. Innlent 1.10.2024 12:35 Hreinsaður af ásökunum eiginkonu sveitarstjórans Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jónssonar, fyrirtækja og stofnana í hans eigu eða hann tengdist með stjórnarsetu á þeim tíma sem Jón sat í sveitarstjórn Strandabyggðar hafi verið í samræmi við samninga og samþykktir sveitarstjórnar. Innlent 1.10.2024 12:03 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. Innlent 1.10.2024 11:28 Á meðan bílinn er ódýrari verði hann fyrsta val Á meðan það er ódýrara að aka og leggja bíl í stæði við Keflavíkurflugvöll en að nota aðra ferðamáta verður einkabíllinn í flestum tilfellum fyrsta val fólks. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem innviðaráðherrra skipaði með tillögum úrbótum um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Innlent 1.10.2024 11:16 Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Innlent 1.10.2024 11:15 Ekkert skriflegt áhættumat og spurt hvort vinnan hafi verið áhættunnar virði Vinnueftirlitið segir að slysið í Grindavík í janúar, þar sem maður féll ofan í sprungu, megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Innlent 1.10.2024 10:50 Kristjana frá Rúv til Ásmundar Einars Kristjana Arnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur undanfarin ár getið sér gott orð á íþróttafréttadeild Ríkisútvarpsins og sem stjórnandi Gettu betur. Innlent 1.10.2024 10:21 Bein útsending: Kynna niðurstöður um flugvöll og samgöngur Niðurstöður tveggja starfshópa um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni og almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan 11 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Innlent 1.10.2024 10:01 „Hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum“ Arnar Þór Jónsson, stofnandi hins nýja Lýðræðisflokks, segir málamiðlanir í stjórnmálum oft vera óheilindi í garð kjósenda. Innlent 1.10.2024 09:02 Fimmti hver ökumaður með óeðlileg afskipti við slysstað Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þeim tilfellum fjölga þar sem almenningur hefur afskipti af störfum lögreglu við götulokanir við slysstað. Hann segir ríkar ástæður fyrir götulokun og alltaf reynt að búa til hjáleiðir. Rannsókn vegna alvarlegra slysa geti tekið tíma og þrifin sem fylgja. Framkoma fólks við slysstað á Sæbraut um helgina hafi verið dapurleg. Innlent 1.10.2024 08:48 Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. Innlent 1.10.2024 07:22 Fluttur á sjúkrahús eftir hópslagsmál Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar eftir að tilkynnt var um hópslagsmál í hverfi 105 í Reykjavík. Innlent 1.10.2024 06:09 Bein útsending: Assange lætur í sér heyra Julian Assange ávarpar laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsins klukkan hálf sjö að íslenskum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur opinberlega fram síðan hann var fangelsaður fyrir fimm árum. Innlent 1.10.2024 05:31 Umdeild sameining sánuklefa: „Mér finnst allir vera óánægðir með þetta“ Vesturbæingar eru margir ósáttir með sameiningu sánuklefa karla og kvenna í Vesturbæjarlauginni. Einhverjar segja að verið sé að fæla fastagesti í burtu. Aðrir telja breytinguna til bóta í ljósi þess að innrauð sána komi í stað gömlu karlasánunnar. Innlent 1.10.2024 00:21 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. Innlent 30.9.2024 22:11 Bjóða upp á sértíma í líkamsrækt fyrir trans og kynsegin fólk Hópur trans fólks, kynsegin, og fólks sem er að máta kynvitund sína stundar vikulega líkamsrækt saman á æfingastöð sem býður upp á búningsklefa fyrir öll kyn. Tilgangurinn með hóptímunum er að búa til öruggt rými fyrir hópana til að hreyfa sig og styrkja sig líkamlega. Innlent 30.9.2024 22:09 Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ Innlent 30.9.2024 21:15 « ‹ 104 105 106 107 108 109 110 111 112 … 334 ›
Mælirinn fullur vegna vanvirðingar á slysstað Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur. Innlent 1.10.2024 19:18
Vita af tíu Íslendingum í Ísrael Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er kunnugt um allt að tíu íslendinga í Ísrael, og hefur ræðismaður Íslands þar í landi verið í sambandi við hópinn að undanförnu. Utanríkisráðuneytið vill koma þeim tilmælum til Íslendinga sem kunna að vera á svæðinu að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins ef aðstoðar er þörf. Innlent 1.10.2024 18:56
Nýjustu vendingar í Ísrael og bróðir í sárum Íran skaut nú síðdegis eldflaugum að Ísrael. Neyðarástandi var lýst yfir í Ísrael og loftvarnarlúðrar ómuðu í helstu borgum. Svo virðist sem hættan sé liðin hjá í bili. Við förum yfir nýjustu vendingar fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum Stöðvar 2, sýnum myndir frá loftárás Írana og rýnum í stöðuna með Samúel Karli Ólasyni, fréttamanni. Innlent 1.10.2024 18:03
Harður árekstur við Ingólfsfjall Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Hvammsveg þegar tveir bílar skullu þar saman. Fjórir eru slasaðir og verða fluttir á sjúkrahús til frekari skoðunar. Innlent 1.10.2024 17:52
Gestur greiðir ekki krónu þó að pallaolía hafi hellst í bílinn Gestur Breiðfjörð Gestsson viðskiptamaður var sýknaður af öllum kröfum bílaumboðsins BL ehf. fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. BL krafðist þess að Gestur yrði dæmdur til að greiða 2.633.469 króna skuld eftir að pallaolíudósir fóru á flug inn í bílaleigubíl BL, sem hann var með til afnota, en við það opnuðust dósirnar og helltist pallaolían niður sem olli umtalsverðu tjóni í bílnum. Innlent 1.10.2024 17:35
Læknir ávísaði lyfjum í nafni konu sem lést níu árum áður Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landlæknis um að svipta lækni starfsleyfi. Læknirinn gaf út ávana- og fíknilyf í nafni látinnar konu í tæpan áratug. Innlent 1.10.2024 16:09
Fordæmalaus áform og enginn lagarammi til um eftirlit Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. Innlent 1.10.2024 15:03
Ungur ökumaður ekki grunaður um akstur undir áhrifum Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist. Innlent 1.10.2024 14:52
Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. Innlent 1.10.2024 14:46
Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl. Innlent 1.10.2024 14:00
Flestir hlynntir inngöngu í ESB og hafa aldrei verið fleiri Aldrei hafa fleiri verið hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en í nýrri skoðanakönnun sem áhugafólk um aðild lét gera. Umtalsvert fleiri sögðust hlynntir inngöngu en mótfallnir í könnuninni. Innlent 1.10.2024 13:55
Tilefnislaus líkamsárás við Traðarkotssund „fyrir Pútín“ Karlmaður hlaut í gær tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir líkamsárás við Traðarkotssund í miðbæ Reykjavíkur sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október árið 2022. Innlent 1.10.2024 13:45
Vatnstjón í Hlíðaskóla og krakkarnir sendir heim Vatnspípa fór í sundur í Hlíðaskóla rétt fyrir klukkan eitt í dag og hefur þurft að loka skólanum vegna þessa og senda nemendur heim. Innlent 1.10.2024 13:14
Telur lykilspurningum um banaslysið enn ósvarað Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem lést í vinnuslysi í Grindavík þann 10. janúar segir skýrslu Vinnueftirlitsins styðja eðlilega ósk fjölskyldunnar að heildstæð rannsókn verði gerð að aðdraganda slyssins og eftirleik þess. Innlent 1.10.2024 12:35
Hreinsaður af ásökunum eiginkonu sveitarstjórans Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jónssonar, fyrirtækja og stofnana í hans eigu eða hann tengdist með stjórnarsetu á þeim tíma sem Jón sat í sveitarstjórn Strandabyggðar hafi verið í samræmi við samninga og samþykktir sveitarstjórnar. Innlent 1.10.2024 12:03
Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. Innlent 1.10.2024 11:28
Á meðan bílinn er ódýrari verði hann fyrsta val Á meðan það er ódýrara að aka og leggja bíl í stæði við Keflavíkurflugvöll en að nota aðra ferðamáta verður einkabíllinn í flestum tilfellum fyrsta val fólks. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem innviðaráðherrra skipaði með tillögum úrbótum um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Innlent 1.10.2024 11:16
Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Innlent 1.10.2024 11:15
Ekkert skriflegt áhættumat og spurt hvort vinnan hafi verið áhættunnar virði Vinnueftirlitið segir að slysið í Grindavík í janúar, þar sem maður féll ofan í sprungu, megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Innlent 1.10.2024 10:50
Kristjana frá Rúv til Ásmundar Einars Kristjana Arnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur undanfarin ár getið sér gott orð á íþróttafréttadeild Ríkisútvarpsins og sem stjórnandi Gettu betur. Innlent 1.10.2024 10:21
Bein útsending: Kynna niðurstöður um flugvöll og samgöngur Niðurstöður tveggja starfshópa um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni og almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan 11 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Innlent 1.10.2024 10:01
„Hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum“ Arnar Þór Jónsson, stofnandi hins nýja Lýðræðisflokks, segir málamiðlanir í stjórnmálum oft vera óheilindi í garð kjósenda. Innlent 1.10.2024 09:02
Fimmti hver ökumaður með óeðlileg afskipti við slysstað Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þeim tilfellum fjölga þar sem almenningur hefur afskipti af störfum lögreglu við götulokanir við slysstað. Hann segir ríkar ástæður fyrir götulokun og alltaf reynt að búa til hjáleiðir. Rannsókn vegna alvarlegra slysa geti tekið tíma og þrifin sem fylgja. Framkoma fólks við slysstað á Sæbraut um helgina hafi verið dapurleg. Innlent 1.10.2024 08:48
Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. Innlent 1.10.2024 07:22
Fluttur á sjúkrahús eftir hópslagsmál Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar eftir að tilkynnt var um hópslagsmál í hverfi 105 í Reykjavík. Innlent 1.10.2024 06:09
Bein útsending: Assange lætur í sér heyra Julian Assange ávarpar laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsins klukkan hálf sjö að íslenskum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur opinberlega fram síðan hann var fangelsaður fyrir fimm árum. Innlent 1.10.2024 05:31
Umdeild sameining sánuklefa: „Mér finnst allir vera óánægðir með þetta“ Vesturbæingar eru margir ósáttir með sameiningu sánuklefa karla og kvenna í Vesturbæjarlauginni. Einhverjar segja að verið sé að fæla fastagesti í burtu. Aðrir telja breytinguna til bóta í ljósi þess að innrauð sána komi í stað gömlu karlasánunnar. Innlent 1.10.2024 00:21
Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. Innlent 30.9.2024 22:11
Bjóða upp á sértíma í líkamsrækt fyrir trans og kynsegin fólk Hópur trans fólks, kynsegin, og fólks sem er að máta kynvitund sína stundar vikulega líkamsrækt saman á æfingastöð sem býður upp á búningsklefa fyrir öll kyn. Tilgangurinn með hóptímunum er að búa til öruggt rými fyrir hópana til að hreyfa sig og styrkja sig líkamlega. Innlent 30.9.2024 22:09
Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ Innlent 30.9.2024 21:15
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent