Erlent Dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fimm barna sinna Dómstóll í Wuppertal í Þýskalandi dæmdi í dag 28 ára konu í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað fimm börnum sínum í borginni Solingen í Norðurrín-Vestfalíu í september á síðasta ári. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi á síðasta ári. Erlent 4.11.2021 12:30 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum degi í Þýskalandi Um 34 þúsund manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Þýskalandi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna á einum degi frá upphafi faraldursins. Erlent 4.11.2021 10:23 Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. Erlent 4.11.2021 09:44 Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. Erlent 4.11.2021 08:14 Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. Erlent 4.11.2021 08:10 COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. Erlent 4.11.2021 08:03 Kartaflan Doug kann að vera sú stærsta í heimi Hjón á Nýja-Sjálandi hafa grafið upp það sem kann að vera stærsta kartafla heims, en hún er tæp átta kíló að þyngd. Erlent 4.11.2021 07:56 Bólusetning gegn HPV fækkar krabbameinstilvikum um nærri 90 prósent Bresk rannsókn bendir til þess að bólusetning gegn HPV-veirunni hafi fækkað tilfellum leghálskrabbameins um nærri 90 prósent. Veiran á þátt í nær öllum krabbameinum sem greinast í leghálsi. Erlent 4.11.2021 06:58 Demókratinn hélt velli í New Jersey Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. Erlent 3.11.2021 23:42 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Erlent 3.11.2021 16:13 Eymd í Eþíópíu: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að átökin í Eþíópíu, sem hafi staðið yfir í ár, hafi einkennst af gífurlegri grimmd. Rannsókn hafi sýnt fram að allar fylkingar átakanna hafi framið ýmis ódæði sem gætu talist stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu. Erlent 3.11.2021 16:12 Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. Erlent 3.11.2021 14:27 Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. Erlent 3.11.2021 14:12 Færeyingar herða og takmarka samkomur við fimmtíu Landsstjórn Færeyja hefur ákveðið að herða samkomutakmarkanir og munu þær nú miðast við fimmtíu. Næturklúbbum verður gert að loka, en veitingastaðir mega áfram hafa opið, með ákveðum takmörkunum þó. Erlent 3.11.2021 13:58 Hæstiréttur hlýðir á mál er varðar vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna mun í dag hlýða á málflutning í máli sem varðar annan viðauka stjórnarskrár landsins, þar sem fjallað er um skotvopnaeign. Málið varðar lög í New York, sem takmarka verulega rétt fólks til að bera skotvopn. Erlent 3.11.2021 12:32 Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu. Erlent 3.11.2021 11:33 Hæstiréttur Ástralíu segir skattayfirvöld hafa mismunað eftir þjóðerni Hæstiréttur Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattalöggjöf landsins mismuni einstaklingum eftir þjóðerni. Þannig þurfti bresk kona að greiða skatt af heildarlaunum á meðan ástralskir samstarfsmenn hennar nutu ákveðins frítekjumarks. Erlent 3.11.2021 09:41 Magnaðar myndir sýna La Palma á kafi í ösku Nýjar myndir frá spænsku eyjunni La Palma sýna mikið öskulag sem virðist hafa lagt sig yfir hluta eyjarinnar líkt og teppi. Eldgos í Cumbre Vieja á eynni hefur nú staðið í um sex vikur. Erlent 3.11.2021 08:39 Tekur við borgarstjórastólnum af Bill DeBlasio Demókratinn Eric Adams vann líkt og búist var við sigur í kosningum um nýjan borgarstjóra New York borgar. AP segir hann hafa haft betur gegn frambjóðenda Repúblikana, Curtis Silwa og muni því taka við embættinu af Bill DeBlasio sem hefur gegnt stöðunni frá árinu 2014. Erlent 3.11.2021 07:47 Tveir eldri menn létust á tónleikum til heiðurs Abba Tveir menn, annar á níræðisaldri og hinn á sjötugsaldri, létust á tónleikum til heiðurs hljómsveitinni Abba í Uppsölum í gærkvöldi. Um slys var að ræða en eldri maðurinn datt niður af svölum og ofan á hinn. Erlent 3.11.2021 07:38 Allar líkur á óvæntum sigri Repúblikana í vígi Demókrata Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. Erlent 3.11.2021 07:23 „Við erum mjög hrædd en förum afar varlega“ Allt frá því að Talibanar komust til valda á ný í Afganistan í sumar hefur veröldin umturnast fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Erlent 3.11.2021 06:01 Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. Erlent 2.11.2021 23:09 Facebook eyðir andlitsgögnum milljarðs manna Facebook tilkynnti í dag að fyrirtækið hygðist leggja niður andlitsgreiningakerfi sitt og eyða gögnum frá meira en milljarði notenda sem það hefur safnað í rúman áratug. Tæknin var meðal annars notuð til að benda notendum á myndir þar sem andlit þeirra gætu verið. Erlent 2.11.2021 22:43 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. Erlent 2.11.2021 22:03 Pfizer áætlar að selja bóluefni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. Erlent 2.11.2021 18:53 Smygluðu tonni af kókaíni í túnvölturum Lögreglan í New York lagði nýlega hald á um það bil eitt tonn af kókaíni sem smyglað hafði verið til borgarinnar frá Púertó Ríkó. Erlent 2.11.2021 18:14 Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. Erlent 2.11.2021 15:16 Fjögur hundruð einkaflugvélar til Skotlands vegna loftslagsráðstefnu Fjögur hundruð einkaflugvélar flugu til Skotlands til að ferja þangað um þúsund gesti loftslagsráðstefnunnar COP26, sem fer fram í Glasgow. Loftslagsaðgerðasinnar hafa gagnrýnt gestina harðlega vegna loftslagsáhrifanna sem ferðamátinn hefur. Erlent 2.11.2021 14:29 Mesti fjöldi smitaðra á einum degi síðan í janúar Alls greindist 1.981 smitaður af kórónuveirunni í Danmörku síðasta sólarhringinn. Um er að ræða mesta fjöldann á einum degi síðan í byrjun janúar. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti í landinu síðustu daga. Erlent 2.11.2021 13:44 « ‹ 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fimm barna sinna Dómstóll í Wuppertal í Þýskalandi dæmdi í dag 28 ára konu í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað fimm börnum sínum í borginni Solingen í Norðurrín-Vestfalíu í september á síðasta ári. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi á síðasta ári. Erlent 4.11.2021 12:30
Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum degi í Þýskalandi Um 34 þúsund manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Þýskalandi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna á einum degi frá upphafi faraldursins. Erlent 4.11.2021 10:23
Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. Erlent 4.11.2021 09:44
Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. Erlent 4.11.2021 08:14
Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. Erlent 4.11.2021 08:10
COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. Erlent 4.11.2021 08:03
Kartaflan Doug kann að vera sú stærsta í heimi Hjón á Nýja-Sjálandi hafa grafið upp það sem kann að vera stærsta kartafla heims, en hún er tæp átta kíló að þyngd. Erlent 4.11.2021 07:56
Bólusetning gegn HPV fækkar krabbameinstilvikum um nærri 90 prósent Bresk rannsókn bendir til þess að bólusetning gegn HPV-veirunni hafi fækkað tilfellum leghálskrabbameins um nærri 90 prósent. Veiran á þátt í nær öllum krabbameinum sem greinast í leghálsi. Erlent 4.11.2021 06:58
Demókratinn hélt velli í New Jersey Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. Erlent 3.11.2021 23:42
Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Erlent 3.11.2021 16:13
Eymd í Eþíópíu: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að átökin í Eþíópíu, sem hafi staðið yfir í ár, hafi einkennst af gífurlegri grimmd. Rannsókn hafi sýnt fram að allar fylkingar átakanna hafi framið ýmis ódæði sem gætu talist stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu. Erlent 3.11.2021 16:12
Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. Erlent 3.11.2021 14:27
Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. Erlent 3.11.2021 14:12
Færeyingar herða og takmarka samkomur við fimmtíu Landsstjórn Færeyja hefur ákveðið að herða samkomutakmarkanir og munu þær nú miðast við fimmtíu. Næturklúbbum verður gert að loka, en veitingastaðir mega áfram hafa opið, með ákveðum takmörkunum þó. Erlent 3.11.2021 13:58
Hæstiréttur hlýðir á mál er varðar vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna mun í dag hlýða á málflutning í máli sem varðar annan viðauka stjórnarskrár landsins, þar sem fjallað er um skotvopnaeign. Málið varðar lög í New York, sem takmarka verulega rétt fólks til að bera skotvopn. Erlent 3.11.2021 12:32
Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu. Erlent 3.11.2021 11:33
Hæstiréttur Ástralíu segir skattayfirvöld hafa mismunað eftir þjóðerni Hæstiréttur Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattalöggjöf landsins mismuni einstaklingum eftir þjóðerni. Þannig þurfti bresk kona að greiða skatt af heildarlaunum á meðan ástralskir samstarfsmenn hennar nutu ákveðins frítekjumarks. Erlent 3.11.2021 09:41
Magnaðar myndir sýna La Palma á kafi í ösku Nýjar myndir frá spænsku eyjunni La Palma sýna mikið öskulag sem virðist hafa lagt sig yfir hluta eyjarinnar líkt og teppi. Eldgos í Cumbre Vieja á eynni hefur nú staðið í um sex vikur. Erlent 3.11.2021 08:39
Tekur við borgarstjórastólnum af Bill DeBlasio Demókratinn Eric Adams vann líkt og búist var við sigur í kosningum um nýjan borgarstjóra New York borgar. AP segir hann hafa haft betur gegn frambjóðenda Repúblikana, Curtis Silwa og muni því taka við embættinu af Bill DeBlasio sem hefur gegnt stöðunni frá árinu 2014. Erlent 3.11.2021 07:47
Tveir eldri menn létust á tónleikum til heiðurs Abba Tveir menn, annar á níræðisaldri og hinn á sjötugsaldri, létust á tónleikum til heiðurs hljómsveitinni Abba í Uppsölum í gærkvöldi. Um slys var að ræða en eldri maðurinn datt niður af svölum og ofan á hinn. Erlent 3.11.2021 07:38
Allar líkur á óvæntum sigri Repúblikana í vígi Demókrata Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. Erlent 3.11.2021 07:23
„Við erum mjög hrædd en förum afar varlega“ Allt frá því að Talibanar komust til valda á ný í Afganistan í sumar hefur veröldin umturnast fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Erlent 3.11.2021 06:01
Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. Erlent 2.11.2021 23:09
Facebook eyðir andlitsgögnum milljarðs manna Facebook tilkynnti í dag að fyrirtækið hygðist leggja niður andlitsgreiningakerfi sitt og eyða gögnum frá meira en milljarði notenda sem það hefur safnað í rúman áratug. Tæknin var meðal annars notuð til að benda notendum á myndir þar sem andlit þeirra gætu verið. Erlent 2.11.2021 22:43
Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. Erlent 2.11.2021 22:03
Pfizer áætlar að selja bóluefni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. Erlent 2.11.2021 18:53
Smygluðu tonni af kókaíni í túnvölturum Lögreglan í New York lagði nýlega hald á um það bil eitt tonn af kókaíni sem smyglað hafði verið til borgarinnar frá Púertó Ríkó. Erlent 2.11.2021 18:14
Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. Erlent 2.11.2021 15:16
Fjögur hundruð einkaflugvélar til Skotlands vegna loftslagsráðstefnu Fjögur hundruð einkaflugvélar flugu til Skotlands til að ferja þangað um þúsund gesti loftslagsráðstefnunnar COP26, sem fer fram í Glasgow. Loftslagsaðgerðasinnar hafa gagnrýnt gestina harðlega vegna loftslagsáhrifanna sem ferðamátinn hefur. Erlent 2.11.2021 14:29
Mesti fjöldi smitaðra á einum degi síðan í janúar Alls greindist 1.981 smitaður af kórónuveirunni í Danmörku síðasta sólarhringinn. Um er að ræða mesta fjöldann á einum degi síðan í byrjun janúar. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti í landinu síðustu daga. Erlent 2.11.2021 13:44