Erlent Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. Erlent 8.11.2023 08:01 Óttast flóðbylgju barnaníðsefnis sköpuðu með aðstoð gervigreindar Móðir stúlku hvers mynd var notuð til að búa til barnaklám með aðstoð gervigreindar segist hafa heyrt frá mörg hundruð foreldrum sem segja börn sín einnig meðal fórnarlamba hinnar nýju tækni. Erlent 8.11.2023 07:07 Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. Erlent 8.11.2023 06:43 Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. Erlent 7.11.2023 23:41 Segja hermenn berjast í „hjarta Gasaborgar“ Ísraelskir hermenn eru sagðir komnir langt inn í Gasaborg. Mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið borgina í dag og farið til suðurhluta Gasastrandarinnar. Erlent 7.11.2023 22:30 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. Erlent 7.11.2023 22:08 Forsætisráðherra Portúgals segir af sér vegna spillingarmáls Antonio Costa, forsætisráðherra Portúgals, hefur sagt af sér vegna spillingarmáls sem upp er komið í landinu. Lögregla í Portúgal handtók í morgun starfsmannastjóra forsetans, Vitor Escaria, og fjóra til viðbótar vegna gruns um spillingu. Erlent 7.11.2023 14:41 Segir alþjóðasamfélagið stara niður í hyldýpið Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir tilraunir Ísraelsmanna til að tortíma Hamas-samtökunum í kjölfar árásanna 7. október muni aðeins verða til þess að magna upp öfgahyggju. Erlent 7.11.2023 11:41 Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja. Erlent 7.11.2023 11:31 Kvarta til ESB vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda um endurvinnslu Bandalag neytendasamtaka í Evrópu hefur kvartað til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda að umbúðir þeirra séu úr fullendurunnum efnum og/eða séu fullendurvinnanlegar. Erlent 7.11.2023 10:34 Binda vonir við fyrirbyggjandi notkun krabbameinslyfsins Anastrozole Heilbrigðisyfirvöld á Englandi hafa heimilað notkun lyfsins Anastrozole í forvarnarskyni en lyfið hefur lengi verið notað sem meðferð við brjóstakrabbameini. Erlent 7.11.2023 08:27 Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. Erlent 7.11.2023 07:58 Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. Erlent 7.11.2023 07:08 Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Erlent 6.11.2023 22:31 „Þetta er ekki kosningafundur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal. Erlent 6.11.2023 18:13 Sextán ár og vistun á stofnun fyrir morðið á barnshafandi konu Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun Farman Ullah, 25 ára karlmann, og 34 ára konu af ákæru um að hafa myrt barnshafandi konu í Holbæk á Sjálandi í nóvember á síðasta ári. Sjötíu og átta stungusár fundust á líki konunnar. Erlent 6.11.2023 13:47 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. Erlent 6.11.2023 10:49 Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. Erlent 6.11.2023 07:20 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. Erlent 6.11.2023 06:43 Gíslatöku á flugvellinum í Hamborg lokið Gíslatöku við flugvöllinn í Hamborg er nú lokið samkvæmt upplýsingum frá þýskum yfirvöldum. Erlent 5.11.2023 13:52 Einstakur demantur gæti selst á sjö milljarða Ótrúlega sjaldgæfur demantur gæti selst fyrir fimmtíu milljónir bandaríkjadala, eða tæpa sjö milljarða króna, á uppboði í Genf í Sviss á þriðjudag. Erlent 5.11.2023 13:03 Enn ein ásökunin á hendur Brand Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. Erlent 5.11.2023 12:05 Flugvöllurinn í Hamborg enn lokaður vegna gíslatöku Flugvöllurinn í Hamborg er enn lokaður vegna gíslatöku manns sem keyrði vopnaður byssu inn á völlinn í gærkvöld og skaut tveimur skotum upp í loft. Hann er talinn hafa rænt eigin barni í tengslum við forræðisdeilu. Erlent 5.11.2023 07:47 Flugvellinum í Hamborg lokað: Keyrði vopnaður inn á flugvöll og skaut Flugvellinum í Hamborg var lokað í kvöld eftir að maður keyrði inn á völlinn vopnaður byssu og skaut tvívegis upp í loft. Hann er talinn hafa haft í hyggju að ræna eigin börnum. Erlent 4.11.2023 22:59 Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. Erlent 4.11.2023 22:30 Eiturlyf auglýst til sölu á Facebook Fíkniefnasalar auglýsa nú allar tegundir eiturlyfja til sölu á Facebook. Þeir kaupa auglýsingar sem fá að vera þar óáreittar. Erlent 4.11.2023 16:39 Minnst 150 látnir eftir jarðskjálftann í Nepal Meira en 150 eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir vesturhluta Nepal í gær. Skjálftinn var 5,6 að stærð. Erlent 4.11.2023 09:50 Tugir látnir eftir jarðskjálfta í Nepal Að minnsta kosti 69 eru látnir eftir harðan jarðskjálfta í Nepal. Eyðileggingin er töluverð og fannst skjálftinn, sem var 5,6 að stærð, víða. Erlent 4.11.2023 00:00 Tugir látnir eftir eldsvoða á meðferðarheimili Að minnsta kosti 32 létu lífið í eldsvoða í meðferðarheimili eiturlyfjafíknar í norðurhluta Írans dag. BBC greindi frá því að eldur hafi kviknað í Langarud, borg við Kaspíahaf í Gilan-héraði snemma í morgun. Erlent 3.11.2023 17:06 Segir hlé ekki inni í myndinni nema gíslum sé sleppt Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að ekki komi til greina að gera svokallað mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Ísrael og ræddi hann við Netanjahú um slíkt hlé. Erlent 3.11.2023 15:28 « ‹ 98 99 100 101 102 103 104 105 106 … 334 ›
Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. Erlent 8.11.2023 08:01
Óttast flóðbylgju barnaníðsefnis sköpuðu með aðstoð gervigreindar Móðir stúlku hvers mynd var notuð til að búa til barnaklám með aðstoð gervigreindar segist hafa heyrt frá mörg hundruð foreldrum sem segja börn sín einnig meðal fórnarlamba hinnar nýju tækni. Erlent 8.11.2023 07:07
Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. Erlent 8.11.2023 06:43
Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. Erlent 7.11.2023 23:41
Segja hermenn berjast í „hjarta Gasaborgar“ Ísraelskir hermenn eru sagðir komnir langt inn í Gasaborg. Mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið borgina í dag og farið til suðurhluta Gasastrandarinnar. Erlent 7.11.2023 22:30
Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. Erlent 7.11.2023 22:08
Forsætisráðherra Portúgals segir af sér vegna spillingarmáls Antonio Costa, forsætisráðherra Portúgals, hefur sagt af sér vegna spillingarmáls sem upp er komið í landinu. Lögregla í Portúgal handtók í morgun starfsmannastjóra forsetans, Vitor Escaria, og fjóra til viðbótar vegna gruns um spillingu. Erlent 7.11.2023 14:41
Segir alþjóðasamfélagið stara niður í hyldýpið Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir tilraunir Ísraelsmanna til að tortíma Hamas-samtökunum í kjölfar árásanna 7. október muni aðeins verða til þess að magna upp öfgahyggju. Erlent 7.11.2023 11:41
Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja. Erlent 7.11.2023 11:31
Kvarta til ESB vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda um endurvinnslu Bandalag neytendasamtaka í Evrópu hefur kvartað til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda að umbúðir þeirra séu úr fullendurunnum efnum og/eða séu fullendurvinnanlegar. Erlent 7.11.2023 10:34
Binda vonir við fyrirbyggjandi notkun krabbameinslyfsins Anastrozole Heilbrigðisyfirvöld á Englandi hafa heimilað notkun lyfsins Anastrozole í forvarnarskyni en lyfið hefur lengi verið notað sem meðferð við brjóstakrabbameini. Erlent 7.11.2023 08:27
Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. Erlent 7.11.2023 07:58
Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. Erlent 7.11.2023 07:08
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Erlent 6.11.2023 22:31
„Þetta er ekki kosningafundur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal. Erlent 6.11.2023 18:13
Sextán ár og vistun á stofnun fyrir morðið á barnshafandi konu Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun Farman Ullah, 25 ára karlmann, og 34 ára konu af ákæru um að hafa myrt barnshafandi konu í Holbæk á Sjálandi í nóvember á síðasta ári. Sjötíu og átta stungusár fundust á líki konunnar. Erlent 6.11.2023 13:47
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. Erlent 6.11.2023 10:49
Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. Erlent 6.11.2023 07:20
Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. Erlent 6.11.2023 06:43
Gíslatöku á flugvellinum í Hamborg lokið Gíslatöku við flugvöllinn í Hamborg er nú lokið samkvæmt upplýsingum frá þýskum yfirvöldum. Erlent 5.11.2023 13:52
Einstakur demantur gæti selst á sjö milljarða Ótrúlega sjaldgæfur demantur gæti selst fyrir fimmtíu milljónir bandaríkjadala, eða tæpa sjö milljarða króna, á uppboði í Genf í Sviss á þriðjudag. Erlent 5.11.2023 13:03
Enn ein ásökunin á hendur Brand Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. Erlent 5.11.2023 12:05
Flugvöllurinn í Hamborg enn lokaður vegna gíslatöku Flugvöllurinn í Hamborg er enn lokaður vegna gíslatöku manns sem keyrði vopnaður byssu inn á völlinn í gærkvöld og skaut tveimur skotum upp í loft. Hann er talinn hafa rænt eigin barni í tengslum við forræðisdeilu. Erlent 5.11.2023 07:47
Flugvellinum í Hamborg lokað: Keyrði vopnaður inn á flugvöll og skaut Flugvellinum í Hamborg var lokað í kvöld eftir að maður keyrði inn á völlinn vopnaður byssu og skaut tvívegis upp í loft. Hann er talinn hafa haft í hyggju að ræna eigin börnum. Erlent 4.11.2023 22:59
Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. Erlent 4.11.2023 22:30
Eiturlyf auglýst til sölu á Facebook Fíkniefnasalar auglýsa nú allar tegundir eiturlyfja til sölu á Facebook. Þeir kaupa auglýsingar sem fá að vera þar óáreittar. Erlent 4.11.2023 16:39
Minnst 150 látnir eftir jarðskjálftann í Nepal Meira en 150 eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir vesturhluta Nepal í gær. Skjálftinn var 5,6 að stærð. Erlent 4.11.2023 09:50
Tugir látnir eftir jarðskjálfta í Nepal Að minnsta kosti 69 eru látnir eftir harðan jarðskjálfta í Nepal. Eyðileggingin er töluverð og fannst skjálftinn, sem var 5,6 að stærð, víða. Erlent 4.11.2023 00:00
Tugir látnir eftir eldsvoða á meðferðarheimili Að minnsta kosti 32 létu lífið í eldsvoða í meðferðarheimili eiturlyfjafíknar í norðurhluta Írans dag. BBC greindi frá því að eldur hafi kviknað í Langarud, borg við Kaspíahaf í Gilan-héraði snemma í morgun. Erlent 3.11.2023 17:06
Segir hlé ekki inni í myndinni nema gíslum sé sleppt Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að ekki komi til greina að gera svokallað mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Ísrael og ræddi hann við Netanjahú um slíkt hlé. Erlent 3.11.2023 15:28