Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Jón Þór Stefánsson skrifar 22. febrúar 2025 09:37 Julia Wandel vakti mikla athygli árið 2023 þegar hún hélt því fram að hún væri í raun og verur Madeleine McCann. samsett Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni. BBC greinir frá því að konan, sem heitir Julia Wandel en hefur einnig gengið undir nafninu Wandelt, hafi verið handtekin á flugvellinum í Bristol síðastliðinn miðvikudag. Hún er eins og áður segir grunuð um umsáturseinelti, sem á að hafa valdið fjölskyldu McCann mikilli vanlíðan og skelfingu. Nú er hún í gæsluvarðhaldi, en fyrirhugað er að hún muni koma fyrir dóm í byrjun aprílmánaðar og muni gefa upp afstöðu til sakarefnisins, sem er sagt fjórþætt. Á meðal þess sem Wandel er gefið að sök er að hafa í tvígang farið að heimili McCann-fjölskyldunnar í Leicestershire, annars vegar 2. maí og hins vegar 7. desember síðastliðinn. Þá hafi hún sent skilaboð á foreldra Madeleine, Kate og Gerry McCann, á samfélagsmiðlinum WhatsApp, og sent skilaboð á systkini stúlkunnar á Instagram. Kona um sextugt var jafnframt handtekin, en mun hafa verið látin laus. Mál Madeleine McCann er eitt þekktasta mannhvarfsmál sögunnar. Hún var einungis þriggja ára gömul þegar hún hvarf, en málið er enn óleyst. Hún sást síðast á orlofsheimili fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal, þann 3. maí 2007. Árið 2023 vakti Wandel, sem er 23 ára gömul, athygli á samfélagsmiðlum, og svo í fjölmiðlum, þegar hún greindi frá því að hún teldi sig vera McCann. DNA-rannsókn leiddi þó í ljós að svo var ekki. Fyrir réttrúmu ári baðst Wandel síðan afsökunar á því að hafa haldið því fram opinberlega að hún væri McCann. „Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn, þar á meðal McCann-fjölskylduna,“ sagði hún í viðtali við BBC í fyrra. „Ég vildi virkilega átta mig á því hver ég væri í raun og veru.“ Madeleine McCann Bretland Pólland Erlend sakamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
BBC greinir frá því að konan, sem heitir Julia Wandel en hefur einnig gengið undir nafninu Wandelt, hafi verið handtekin á flugvellinum í Bristol síðastliðinn miðvikudag. Hún er eins og áður segir grunuð um umsáturseinelti, sem á að hafa valdið fjölskyldu McCann mikilli vanlíðan og skelfingu. Nú er hún í gæsluvarðhaldi, en fyrirhugað er að hún muni koma fyrir dóm í byrjun aprílmánaðar og muni gefa upp afstöðu til sakarefnisins, sem er sagt fjórþætt. Á meðal þess sem Wandel er gefið að sök er að hafa í tvígang farið að heimili McCann-fjölskyldunnar í Leicestershire, annars vegar 2. maí og hins vegar 7. desember síðastliðinn. Þá hafi hún sent skilaboð á foreldra Madeleine, Kate og Gerry McCann, á samfélagsmiðlinum WhatsApp, og sent skilaboð á systkini stúlkunnar á Instagram. Kona um sextugt var jafnframt handtekin, en mun hafa verið látin laus. Mál Madeleine McCann er eitt þekktasta mannhvarfsmál sögunnar. Hún var einungis þriggja ára gömul þegar hún hvarf, en málið er enn óleyst. Hún sást síðast á orlofsheimili fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal, þann 3. maí 2007. Árið 2023 vakti Wandel, sem er 23 ára gömul, athygli á samfélagsmiðlum, og svo í fjölmiðlum, þegar hún greindi frá því að hún teldi sig vera McCann. DNA-rannsókn leiddi þó í ljós að svo var ekki. Fyrir réttrúmu ári baðst Wandel síðan afsökunar á því að hafa haldið því fram opinberlega að hún væri McCann. „Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn, þar á meðal McCann-fjölskylduna,“ sagði hún í viðtali við BBC í fyrra. „Ég vildi virkilega átta mig á því hver ég væri í raun og veru.“
Madeleine McCann Bretland Pólland Erlend sakamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira