Slot fámáll um stöðuna á Isak Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir erfitt að segja til um það svo stuttu eftir leik hvort meiðsli Alexander Isak, sem framherjinn varð fyrir í sigri gegn Tottenham í kvöld, haldi honum frá keppni eða ekki Enski boltinn 20.12.2025 20:02
Gleði og sorg í sigri Liverpool Liverpool vann góðan 2-1 sigur á Tottenham í 17.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þar sem að tvö rauð spjöld fóru á loft. Stuðningsmenn Liverpool geta leyft sér að gleðjast yfir sigrinum en sorg gerir þó einnig vart um sig. Alexander Isak skoraði fyrsta mark liðsins en þurfti í kjölfarið að fara meiddur af velli. Enski boltinn 20.12.2025 17:01
Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Arsenal getur endurheimt toppsætið sem Manchester City tyllti sér í fyrr í dag, er liðið heimsækir Everton í 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 20.12.2025 19:30
Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Íslenski landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrra mark Blackburn Rovers í 2-0 sigri á Millwall í ensku B-deildinni í dag. Enski boltinn 20.12.2025 14:42
Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Newcastle United og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir frá Lundúnum voru 2-0 undir í hálfleik en björguðu stigi. Enski boltinn 20.12.2025 12:02
Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Pep Guardiola kveðst ánægður í starfi knattspyrnustjóra Manchester City og vill halda áfram hjá félaginu. Hann segir þó að City verði að vera reiðubúið undir það þegar hann stígur frá borði. Enski boltinn 20.12.2025 13:02
Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Fár stuðningmaður Tottenham hefur gleymt eina marki Svíans Eriks Edman fyrir klúbbinn þegar hann negldi boltann af 45 metrunum yfir Jerzy Dudek í marki Liverpool fyrir 20 árum síðan. Það er eitt af fjölmörgum mörkum sem skoruð hafa verið í viðureignum liðanna í gegnum tíðina. Enski boltinn 20.12.2025 11:32
Salah bað samherjana afsökunar Mohamed Salah bað samherja sína hjá Liverpool afsökunar á ummælum sínum eftir leikinn gegn Leeds United fyrir tveimur vikum. Þetta segir Curtis Jones, miðjumaður Rauða hersins. Enski boltinn 20.12.2025 09:02
Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Fyrrum fótboltamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker er allt annað en sáttur við fréttaflutning Mike Keegan hjá Daily Mail um komandi verkefni hans fyrir Netflix í kringum HM karla í fótbolta næsta sumar. Enski boltinn 20.12.2025 08:01
Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Argentínsku feðgarnir Lucho og Lihuen fengu draum sinn uppfylltan og rúmlega það þegar þeim var boðið að mæta á Anfield að hitta hetjurnar sínar og sjá liðið sem þeir elska, Liverpool, spila. Enski boltinn 19.12.2025 23:15
Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Rússinn Matvey Safonov var hetja PSG í sigri á Flamengo í úrslitaleik Álfubikars FIFA í vikunni þegar hann varði fjórar vítaspyrnur í 2-1 sigri liðsins í vítakeppni. Í ljós hefur komið að hann tryggði sigurinn með brot í annarri hendinni. Fótbolti 19.12.2025 22:31
Immobile skaut Bologna í úrslit Bologna er komið í úrslit ítalska ofurbikarsins í fótbolta sem leikinn er í Sádi-Arabíu. Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá undanúrslitaleik liðsins við Inter. Fótbolti 19.12.2025 21:23
Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Stuðningsmenn Liverpool ættu að geta barið Jeremie Frimpong augum í fyrsta sinn um hríð er liðið mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Frimpong hefur verið frá síðan í október. Enski boltinn 19.12.2025 21:15
Hrannar Snær til Noregs Kristiansund í Noregi tilkynnti í kvöld um komu kantmannsins Hrannars Snæs Magnússonar til liðsins frá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Fótbolti 19.12.2025 17:47
Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Breiðablik var í 44. sæti yfir þau félagslið sem fengu hæstu fjárhæðina vegna þátttöku leikmanna á EM kvenna í fótbolta í Sviss í sumar. Alls fengu þrjú íslensk félög tæplega 18,5 milljónir króna. Fótbolti 19.12.2025 17:03
Elías mættur til meistaranna Íslandsmeistarar Víkings fengu risastóran jólapakka í dag því þeir hafa samið við sóknarmanninn Elías Má Ómarsson og gildir samningurinn til næstu þriggja ára. Íslenski boltinn 19.12.2025 16:07
Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lést í gær, 72 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ syrgir góðan félaga sem átti magnaðan þjálfaraferil en var fyrst og fremst góð manneskja. Fótbolti 19.12.2025 14:46
KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Svo virðist sem að EM-hetjan Arnór Ingvi Traustason sé á leið heim til Íslands eftir langan feril í atvinnumennsku, og muni ganga til liðs við KR. Íslenski boltinn 19.12.2025 14:22
Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Það getur borgað sig að vera djarfur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en stundum gengur dæmið ekki upp. Þessu fengu Þungavigtarbræður að kynnast í síðustu umferð en lið þeirra voru til skoðunar í nýjasta þættinum af Fantasýn. Enski boltinn 19.12.2025 14:01
Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á árinu 2025. Fótbolti 19.12.2025 10:31
Alexander Isak fékk sænska gullboltann Alexander Isak var besti sænski knattspyrnumaðurinn á árinu að mati sænska blaðsins Aftonbladet sem hefur veitt þessi verðlaun frá árinu 1946. Enski boltinn 19.12.2025 10:01
Hilmar Árni til starfa hjá KR Hilmar Árni Halldórsson verður Óskari Hrafni Þorvaldssyni til aðstoðar við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta. Íslenski boltinn 19.12.2025 09:17
„Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Mohamed Salah hefur verið stærsta stjarna Liverpool í langan tíma og átti stórbrotið síðasta tímabil. Þessi mikla athygli á nýjum leikmönnum Liverpool virðist hafa farið illa í Egyptann ef marka má fréttir innan úr herbúðum félagsins. Enski boltinn 19.12.2025 09:01
Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, gerðu könnun meðal 407 landsliðskvenna frá 41 landi sem spiluðu á EM, Copa America, Afríkukeppninni og Eyjaálfukeppninni og niðurstöðurnar eru vissulega sláandi. Fótbolti 19.12.2025 08:32