Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Fiorentina gerði grátlegt jafntefli við toppbaráttulið AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Albert Guðmundsson lagði upp mark þeirra fjólubláu. Fótbolti 11.1.2026 16:07
Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Manchester United hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið en gæti komist áfram í fjórðu umferð FA bikarsins með sigri gegn Brighton. Enski boltinn 11.1.2026 16:02
Tómas áfram á toppnum Tómas Bent Magnússon spilaði allan leikinn er Hearts vann 1-0 útisigur á Dundee í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hearts spilaði síðari hálfleikinn manni færri. Fótbolti 11.1.2026 16:00
Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Liam Rosenior þurfti aldrei að hafa miklar áhyggjur í sínum fyrsta leik sem þjálfari Chelsea, þegar liðið lagði Charlton að velli í ensku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 10.1.2026 22:04
Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Mohamed Salah er skrefi nær því að vinna sinn fyrsta meistaratitil með Egyptalandi, eftir að liðið sló Fílabeinsströndina út í spennuleik á Afríkumótinu í kvöld. Fótbolti 10.1.2026 20:57
Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Barcelona var nálægt því að setja met þegar liðið tók á móti Hildi Antonsdóttur og stöllum hennar í Madrid CFF í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Þrettán mörk voru skoruð í leiknum. Fótbolti 10.1.2026 20:45
Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Aston Villa sló Tottenham út í 64-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld, með 2-1 sigri í Lundúnum. Þar með aukast enn raunir Tottenham-manna en stórkostlegt tímabil Villa heldur áfram. Enski boltinn 10.1.2026 17:16
Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Benoný Breki Andrésson var svo sannarlega hetja Stockport County í dag með sínu fyrsta marki í ensku C-deildinni í fótbolta á þessari leiktíð. Enski boltinn 10.1.2026 19:00
Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Nígería sló út Alsír í dag, 2-0, og komst í undanúrslit Afríkukeppninnar í fótbolta þar sem liðið mun mæta heimaþjóðinni, Marokkó, á miðvikudaginn. Fótbolti 10.1.2026 18:22
Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Antoine Semenyo er kominn í gang hjá nýjum vinnuveitendum. Hann skoraði eitt marka Manchester City í 10-1 sigri á Exeter í enska bikarnum er hann þreytti frumraun sína. Hákon Rafn Valdimarsson komst þá áfram og hélt hreinu fyrir Brentford. Enski boltinn 10.1.2026 16:57
Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Eftir ótrúlega dramatík, vítakeppni og bráðabana er Newcastle komið áfram í 32-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta, með sigri gegn Bournemouth í úrvalsdeildarslag í dag. Enski boltinn 10.1.2026 14:31
Róbert með þrennu í sigri KR KR vann 5-2 sigur á Fylki í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Íslenski boltinn 10.1.2026 15:30
Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sunderland komst áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir útisigur á Everton eftir vítaspyrnukeppni. Robin Roefs, markvörður Sunderland, var magnaður. Enski boltinn 10.1.2026 15:07
Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enskir fótboltasérfræðingar fara fögrum orðum um lið Macclesfield og magnað afrek liðsins er það sló ríkjandi bikarmeistara Crystal Palace úr keppni í FA-bikarnum. Einn sérfræðinganna tengist liðinu meira en aðrir. Enski boltinn 10.1.2026 14:50
Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Benoný Breki Andrésson skoraði sigurmark Stockport á sjöttu mínútu uppbótartíma gegn Huddersfield Town á Englandi í dag. Enski boltinn 10.1.2026 14:31
Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Utandeildarlið Macclesfield gerði sér lítið fyrir og sló bikarmeistara Crystal Palace úr leik í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Enski boltinn 10.1.2026 14:12
Fram lagði Leiknismenn Fram vann 3-1 sigur á Leikni í A-riðli Reykjavíkurmótsins í fótbolta í fimbulkulda í Úlfarsárdal. Íslenski boltinn 10.1.2026 14:00
Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Enska landsliðskonan Georgia Stanway er á förum frá Bayern Munchen í Þýskalandi þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur eftir fjögur ár í Bæjaralandi. Fótbolti 10.1.2026 13:45
Dyche æfur eftir tapið Sean Dyche, þjálfari Nottingham Forest, var óánægður með tap sinna manna fyrir B-deildarliði Wrexham í ensku bikarkeppninni í fótbolta í gær. Enski boltinn 10.1.2026 12:15
Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Alfreð Finnbogason, nýr íþróttastjóri Rosenborgar, og Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, eru staddir á Marbella á Spáni þar sem æfingamót fer fram. Þeir skoðuðu saman komandi andstæðing Brann í Evrópudeildinni. Fótbolti 10.1.2026 11:30
Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Fimm dagar voru liðnir af nýja árinu þegar tveimur þjálfurum hafði verið kastað út í hafsauga. Þeir eiga sameiginlegt að hafa starfað í sérkennilegu starfsumhverfi sem endurspeglar breyttar starfsaðstæður knattspyrnuþjálfara á efsta stigi. Enski boltinn 10.1.2026 09:30
Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Manchester United færist sífellt nær því að ráða nýjan aðalþjálfara til bráðabirgða eftir að Rúben Amorim var rekinn á mánudaginn. Ole Gunnar Solskjær mun hitta forráðamenn félagsins á morgun og funda með þeim. Enski boltinn 9.1.2026 23:00
Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum B-deildarlið Wrexham gerði sér lítið fyrir og sló út Nottingham Forest í kvöld í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Liðið er því komið áfram í 32-liða úrslit. Enski boltinn 9.1.2026 22:27
Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson er enn að bíða eftir því að komast á fulla ferð eftir meiðsli en hann gat þó fagnað ævintýralega sætum sigri af varamannabekknum, þegar Real Sociedad vann Getafe á útivelli í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Fótbolti 9.1.2026 22:11