Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mahrez tryggði Alsíringum sigur

Riyad Mahrez var hetja Alsír í 1-0 sigri á Búrkína Fasó á Afríkukeppninni í fótbolta í Marokkó í kvöld. Alsír er komið áfram í 16-liða úrslit.

Fótbolti
Fréttamynd

Gray hetja Tottenham

Tottenham vann 1-0 útisigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni síðdegis. Skotinn ungi Archie Gray var hetja gestanna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Juventus stigi frá toppnum

Juventus þurfti að hafa mikið fyrir því að leggja Pisa að velli en vann að lokum 2-0 útisigur og er aðeins stigi frá toppnum í ítölsku A-deildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Viss um að ég myndi skora einn daginn“

„Þetta var mjög góð tilfinning, á vellinum með stuðningsfólkið allt í kring. Ég var mjög ánægður og er það enn,“ sagði glaður Florian Wirtz eftir að hafa loksins skorað sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni, fyrir Liverpool, í 2-1 sigrinum gegn Wolves í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mané tryggði Senegal stig

Senegal og Kongó eru jöfn að stigum í D-riðli Afríkukeppninnar í fótbolta, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í dag í 2. umferð riðlakeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal aftur á toppinn

Arsenal vann 2-1 sigur á Brighton & Hove Albion á Emirates-vellinum í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum endurheimtir liðið toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Cherki aðal­maðurinn í sigri City

Rayan Cherki var í aðalhlutverki þegar Manchester City vann 2-1 sigur á Nottingham Forest á City Ground í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu. City fór á topp deildarinnar með sigrinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Enn tapa Albert og fé­lagar

Sigurhrina Fiorentina á Ítalíu teygðist ekki í meira en einn leik og liðið áfram límt við botn A-deildarinnar eftir 1-0 tap fyrir Parma í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Lucas frá í mánuð

Andri Lucas Guðjohnsen, framherji Blackburn Rovers og íslenska landsliðsins í fótbolta, verður frá í um mánuð eftir að hafa farið meiddur af velli í sigri á Millwall rétt fyrir jól.

Enski boltinn