Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Frá og með 2028 verður Afríkukeppnin í fótbolta haldin á fjögurra ára fresti. Forseti Knattspyrnusambands Afríku (Caf), Patrice Motsepe, greindi frá þessu eftir fund framkvæmdastjórnar Caf í dag. Fótbolti 20.12.2025 15:18
Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Íslenski landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrra mark Blackburn Rovers í 2-0 sigri á Millwall í ensku B-deildinni í dag. Enski boltinn 20.12.2025 14:42
Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Manchester City getur tyllt sér toppinn með sigri gegn West Ham í 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 20.12.2025 14:33
Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Enski boltinn 20.12.2025 13:02
Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Rússinn Matvey Safonov var hetja PSG í sigri á Flamengo í úrslitaleik Álfubikars FIFA í vikunni þegar hann varði fjórar vítaspyrnur í 2-1 sigri liðsins í vítakeppni. Í ljós hefur komið að hann tryggði sigurinn með brot í annarri hendinni. Fótbolti 19.12.2025 22:31
Immobile skaut Bologna í úrslit Bologna er komið í úrslit ítalska ofurbikarsins í fótbolta sem leikinn er í Sádi-Arabíu. Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá undanúrslitaleik liðsins við Inter. Fótbolti 19.12.2025 21:23
Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Stuðningsmenn Liverpool ættu að geta barið Jeremie Frimpong augum í fyrsta sinn um hríð er liðið mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Frimpong hefur verið frá síðan í október. Enski boltinn 19.12.2025 21:15
Hrannar Snær til Noregs Kristiansund í Noregi tilkynnti í kvöld um komu kantmannsins Hrannars Snæs Magnússonar til liðsins frá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Fótbolti 19.12.2025 17:47
Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Breiðablik var í 44. sæti yfir þau félagslið sem fengu hæstu fjárhæðina vegna þátttöku leikmanna á EM kvenna í fótbolta í Sviss í sumar. Alls fengu þrjú íslensk félög tæplega 18,5 milljónir króna. Fótbolti 19.12.2025 17:03
Elías mættur til meistaranna Íslandsmeistarar Víkings fengu risastóran jólapakka í dag því þeir hafa samið við sóknarmanninn Elías Má Ómarsson og gildir samningurinn til næstu þriggja ára. Íslenski boltinn 19.12.2025 16:07
Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lést í gær, 72 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ syrgir góðan félaga sem átti magnaðan þjálfaraferil en var fyrst og fremst góð manneskja. Fótbolti 19.12.2025 14:46
KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Svo virðist sem að EM-hetjan Arnór Ingvi Traustason sé á leið heim til Íslands eftir langan feril í atvinnumennsku, og muni ganga til liðs við KR. Íslenski boltinn 19.12.2025 14:22
Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Það getur borgað sig að vera djarfur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en stundum gengur dæmið ekki upp. Þessu fengu Þungavigtarbræður að kynnast í síðustu umferð en lið þeirra voru til skoðunar í nýjasta þættinum af Fantasýn. Enski boltinn 19.12.2025 14:01
Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á árinu 2025. Fótbolti 19.12.2025 10:31
Alexander Isak fékk sænska gullboltann Alexander Isak var besti sænski knattspyrnumaðurinn á árinu að mati sænska blaðsins Aftonbladet sem hefur veitt þessi verðlaun frá árinu 1946. Enski boltinn 19.12.2025 10:01
Hilmar Árni til starfa hjá KR Hilmar Árni Halldórsson verður Óskari Hrafni Þorvaldssyni til aðstoðar við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta. Íslenski boltinn 19.12.2025 09:17
„Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Mohamed Salah hefur verið stærsta stjarna Liverpool í langan tíma og átti stórbrotið síðasta tímabil. Þessi mikla athygli á nýjum leikmönnum Liverpool virðist hafa farið illa í Egyptann ef marka má fréttir innan úr herbúðum félagsins. Enski boltinn 19.12.2025 09:01
Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, gerðu könnun meðal 407 landsliðskvenna frá 41 landi sem spiluðu á EM, Copa America, Afríkukeppninni og Eyjaálfukeppninni og niðurstöðurnar eru vissulega sláandi. Fótbolti 19.12.2025 08:32
„Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Norska fótboltafjölskyldan syrgir góðan mann og missirinn er mikill fyrir þá sem þekktu einn öflugasta þjálfarann í sögu Norðurlanda. Fótbolti 19.12.2025 08:02
Segir fjórðung í bók Óla ósannan Enski framherjinn Gary Martin, sem lék undir stjórn Ólafs Jóhannessonar um skamma hríð hjá Val hér á landi, skaut létt á fyrrum stjóra sinn á samfélagsmiðlum í gær. Hann hafði þá fengið nýútgefna bók um Óla í hendurnar. Íslenski boltinn 19.12.2025 07:03
Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Eins og jafnan á stórmótum í fótbolta verða sérstök stuðningsmannasvæði, oft nefnd Fan Zone, á HM næsta sumar. Ávallt hefur verið ókeypis inn á þessi svæði en það gildir ekki að þessu sinni. Fótbolti 18.12.2025 23:15
Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, sem starfaði sem slíkur undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide, minnist norsku goðsagnarinnar sem lést í kvöld. Fótbolti 18.12.2025 22:41
Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Deildarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta lauk í kvöld með fjölda leikja. Íslendingaliðin riðu ekki feitum hesti en komust mörg hver í umspil. Fótbolti 18.12.2025 22:19
Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Strasbourg vann 3-1 heimasigur á Breiðabliki í síðasta leik þeirra síðarnefndu í Sambandsdeild Evrópu þetta árið. Fótbolti 18.12.2025 19:16
Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Napoli komst í kvöld í úrslit ítalska ofurbikarsins sem fram fer í Sádi-Arabíu, eftir 2-0 sigur á AC Milan. Fótbolti 18.12.2025 20:57