Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Frá og með næstu leiktíð mun kvennalið enska knattspyrnufélagsins Everton spila heimaleiki sína á hinum goðsagnakennda Goodison Park. Karlalið félagsins mun á sama tíma færa sig yfir á nýjan og stærri völl. Enski boltinn 13.5.2025 23:02
Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Real Sociedad tapaði 0-1 fyrir Celta Vigo í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Um var að ræða fjórða tap liðsins í síðustu sex leikjum. Liðið er aðeins með tvo sigra í síðustu 15 leikjum. Fótbolti 13.5.2025 20:15
Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Þór Akureyri sótti Selfoss heim í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Það verður ekki sagt að gestirnir hafi lent í vandræðum en þeir unnu þægilegan 4-1 útisigur og eru komnir í átta liða úrslit. Íslenski boltinn 13.5.2025 19:56
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. Íslenski boltinn 13.5.2025 10:00
Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport fengu þrjár spurningar í Uppbótartímanum eftir að hafa krufið til mergjar leikina í sjöttu umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 13.5.2025 09:00
Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Hinn þýski Felix Zwayer mun dæma úrslitaleik Evrópudeildar þar sem Manchester United og Tottenham Hotspur mætast. Hann var árið 2005 dæmdur í hálfs árs bann af DFB, þýska knattspyrnusambandinu, vegna tengingar við veðmálasvindl. Fótbolti 13.5.2025 07:03
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, segir leikmenn sína eiga við hugræn vandamál að stríða. Enski boltinn 12.5.2025 23:15
Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Xabi Alonso fær ekki langt sumarfrí eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur um næstu helgi. Kappinn er nefnilega að taka við Real Madríd og þarf að gera það áður en HM félagsliða hefst þann 15. júní næstkomandi. Fótbolti 12.5.2025 22:32
Þróttur skoraði sex og flaug áfram Þróttur Reykjavík fór létt með nágranna sína úr Víkinni þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Lokatölur 6-3 Þrótti í vil og góð byrjun liðsins á tímabilinu heldur áfram. Íslenski boltinn 12.5.2025 21:48
Valur marði Fram í framlengingu Valur lagði nýliða Fram með herkjum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Lokatölur í Úlfarsárdal 2-3 og ríkjandi bikarmeistarar Vals komnar áfram í 8-liða úrslit. Íslenski boltinn 12.5.2025 21:02
Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Íslendingalið Álasund gerði sér lítið fyrir og sló Noregsmeistara Bodø/Glimt út þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppni karla. Fótbolti 12.5.2025 20:23
Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Bestu deildarlið Tindastóls og FH eru komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. HK sem leikur í Lengjudeildinni er einnig komið áfram. Íslenski boltinn 12.5.2025 20:07
Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Andy Robertson fannst miður að heyra suma stuðningsmenn Englandsmeistara Liverpool púa á Trent Alexander-Arnold þegar hann bjó sig undir að koma inn á gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 12.5.2025 16:32
Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti þökk sé 2-1 sigri á Fiorentina í 36. umferð Serie A, efstu deildar ítalska fótboltans. Fótbolti 12.5.2025 16:00
Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Vestri hefur komið liða mest á óvart í Bestu deild karla og er í 2. sæti með þrettán stig eftir sex umferðir. Mikill stöðugleiki hefur einkennt liðsval Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra. Íslenski boltinn 12.5.2025 15:33
Ancelotti tekur við Brasilíu Brasilíska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Ítalinn Carlo Ancelotti verði næsti landsliðsþjálfari þjóðarinnar. Fótbolti 12.5.2025 15:12
Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Glódís Perla Viggósdóttir lyfti í gær öðrum bikarnum á ellefu dögum. Hennar nánustu mættu til að sjá hana taka á móti þýska meistaraskildinum. Fótbolti 12.5.2025 15:01
Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Leikmenn Sevilla eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og ástandið náði hámarki um helgina. Fótbolti 12.5.2025 14:16
Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Þrátt fyrir að Stjarnan hafi unnið Fram um helgina veit Albert Brynjar Ingason enn ekki hvar hann hefur liðið og Jökul Elísabetarson, þjálfara þess. Íslenski boltinn 12.5.2025 13:32
Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Víkingur sigraði FH, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Óhætt er að segja að Víkingar hafi haft gott tak á FH-ingum síðustu árin. Íslenski boltinn 12.5.2025 12:45
Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Það fauk í David Beckham, eiganda Inter Miami, eftir að hans lið hafði steinlegið, 4-1, gegn Minnesota United í bandarísku MLS-deildinni. Fótbolti 12.5.2025 12:01
Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans. Íslenski boltinn 12.5.2025 11:01
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. Íslenski boltinn 12.5.2025 10:07
Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Mathias Rosenørn, markvörður FH, átti sannkallaðan martraðarleik þegar liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Víkingur er á toppi deildarinnar með þrettán stig líkt og Vestri og Breiðablik sem sigraði KA í gær, 0-1. Íslenski boltinn 12.5.2025 09:31