Bíó og sjónvarp Óskar myndar Gæludýrin Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. Bíó og sjónvarp 14.12.2008 10:00 Gerir mynd um Chavez Leikstjórinn Oliver Stone er með enn eina forsetamyndina í smíðum. Í þetta sinn hefur Hugo Chavez, forseti Venesúela, orðið fyrir valinu en um heimildarmynd er að ræða sem verður tilbúin á næsta ári. Bíó og sjónvarp 13.12.2008 06:00 Ben Stiller í stað Ruffalo Leikarinn Ben Stiller mun hlaupa í skarðið fyrir Mark Ruffalo í dramatísku gamanmyndinni Greenburg sem verður tekin upp á næstunni. Ekki er vitað af hverju Ruffalo verður ekki með í myndinni en líklegt er að dauði bróður hans, Scotts, eigi þar hlut að máli. Scott lést í Beverly Hills í síðustu viku eftir að hafa skotið sig í höfuðið í rússneskri rúllettu. Bíó og sjónvarp 13.12.2008 05:00 Þrjár myndir með fimm tilnefningar Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins. Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir Bíó og sjónvarp 12.12.2008 06:00 Leitar að týndri borg James Gray hefur samþykkt að leikstýra nýjustu mynd Brads Pitt, The Lost City of Z. Um epíska ævintýramynd er að ræða sem er byggð á bók Davids Grann um sannsögulega atburði. Fjallar hún um breska hermanninn Percy Fawcett sem varð heltekinn af leit sinni að hinni týndu borg Z í Amazon-frumskóginum. Árið 1925 fór hann ásamt syni sínum í leiðangur til að finna Z og sneru þeir feðgar aldrei aftur úr svaðilförinni. Síðasta mynd í leikstjórn James Gray, We Own the Night, kom út fyrr á árinu með Mark Wahlberg og Joaquin Phoenix í aðalhlutverkum. Bíó og sjónvarp 11.12.2008 06:00 Klaatu til bjargar Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Bíó og sjónvarp 11.12.2008 04:30 Fékk nóg af topp tíu listum Bandaríski kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert hefur á heimasíðu sinni birt lista yfir tuttugu bestu myndir ársins. Myndirnar eru hafðar í stafrófsröð enda telur hann ekki lengur við hæfi að númera myndir frá einum upp í tíu. Bíó og sjónvarp 9.12.2008 06:00 Á toppnum í tvær vikur Gamanmyndin Four Christmases hélt efsta sætinu yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Reese Witherspoon og Vince Vaughn leika aðalhlutverkin í myndinni sem fjallar um par sem þarf að heimsækja fjórar fjölskyldur foreldra sinna á einum degi. Bíó og sjónvarp 9.12.2008 06:00 Leigjandi í vanda Hilary Swank hefur tekið að sér aðalhlutverkið í spennumyndinni The Resident og hefjast tökur í maí næstkomandi. Þetta verður jafnframt fyrsta kvikmynd finnska leikstjórans Antti J. Jokinen. Hann hefur áður leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Will Smith, Beyonce, Eminem, Korn og Celine Dion. Bíó og sjónvarp 5.12.2008 07:00 Stefnir stórstjörnum til Íslands Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar. Bíó og sjónvarp 5.12.2008 06:30 Langar að leika Þór Skoski leikarinn Kevin McKidd er í viðræðum um að leika í hasarmyndinni Thor sem er byggð á samnefndri teiknimyndasögu. Sú saga segir frá ævintýrum norræna þrumuguðsins Þórs. Bíó og sjónvarp 5.12.2008 06:00 Óvæntar vinsældir Twilight Ævintýramyndin Twilight verður frumsýnd hérlendis í kvöld. Myndin, sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, fjallar um ástarsamband unglingsstúlku og vampíru og er byggð á metsölubók Stephanie Meyer. Bíó og sjónvarp 4.12.2008 06:00 Depp í Dante-mynd Framleiðslufyrirtæki Johnnys Depp, Infinitum Nihil, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á skáldsögu Nicks Tosches, In the Hands of Dante. Depp mun líklega fara með aðalhlutverkið. Bíó og sjónvarp 4.12.2008 06:00 Labeouf í lagatrylli Ungstirnið Shia LaBeouf hefur hreppt aðalhlutverkið í lagatryllingnum The Associate sem er byggð á samnefndri bók Johns Grisham. Í myndinni leikur LaBeouf nemanda sem er við það að útskrifast úr lagadeild Yale-háskóla þegar hann hefur störf hjá virtu lagafyrirtæki. Bíó og sjónvarp 3.12.2008 06:00 Jólamynd í efsta sæti Gamanmyndin Four Christmases með Reese Witherspoon og Vince Vaughn í aðalhlutverkum fór beint í efsta sætið á aðsóknarlistanum vestanhafs um síðustu helgi. Bíó og sjónvarp 2.12.2008 06:00 Til í framhaldsmynd Meryl Streep segist vera tilbúin til að gera framhaldsmynd af kvikmyndinni Mamma Mia. Myndin, sem er byggð á tónlist sænsku hljómsveitarinnar Abba, hefur slegið í gegn út um allan heim og er nú komin út á DVD. Bíó og sjónvarp 1.12.2008 01:30 Roger Moore ánægður með Craig Roger Moore segir að Daniel Craig hafi tekist sérlega vel upp í hlutverki njósnarans James Bond og telur að ferskir vindar leiki nú um persónuna. Moore, sem lék Bond sjö sinnum á áttunda og níunda áratugnum, segir að frammistaða Craig í myndunum Munich og Sylvia hafi nýst honum í Bond-hlutverkinu. Bíó og sjónvarp 29.11.2008 07:00 Höfundur í feluhlutverki Jeff Lindsey, höfundur bókanna um Dexter, er afar hrifinn af sjónvarpsþáttunum sem eru byggðir á verkum hans. Til að sýna stuðning sinn í verki ákvað hann að koma fram í feluhlutverki í nýjasta þættinum sem verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Bíó og sjónvarp 28.11.2008 05:15 Benjamin fær frábæra dóma Nýjasta mynd Davids Fincher, The Curious Case of Benjamin Button, fær frábæra dóma á bandarísku kvikmyndasíðunum Variety.com og Hollywoodreporter.com. Bíó og sjónvarp 27.11.2008 06:30 Kominn á beinu brautina Leikstjórinn Kevin Smith hefur sent frá sér gamanmyndina Zack and Miri Make a Porno sem verður frumsýnd hérlendis um helgina. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa athyglisverða leikstjóra. Bíó og sjónvarp 27.11.2008 05:30 Baltasar gerir mynd í Kanada „Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkingamyndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi. Bíó og sjónvarp 25.11.2008 06:00 Verður trú sögunni Leikstjórinn Zack Snyder, segir að nýjasta mynd sín Watchmen, verði trú upprunalegu teiknimyndasögunni sem hún er gerð eftir. „Ég vona að áhorfendur verði yfir sig hrifnir, alveg eins og ég var þegar ég las teiknimyndasöguna," sagði Snyder, sem á að baki myndirnar Dawn of the Dead og 300. Bíó og sjónvarp 24.11.2008 06:00 Mynd um innflytjendur John Malkovich ætlar að gera heimildarmynd um ólöglega innflytjendur í Bandaríkjunum. Þegar hann frétti af þeim fjölda barna sem komast þannig til Bandaríkjanna ákvað hann að láta til skarar skríða. Bíó og sjónvarp 23.11.2008 08:00 Gísli Örn væntanlegur í allar betri búðir „Jú, það er eitthvað þannig í gangi. Í það minnsta er búið að taka slíkar myndir af mér sem hugsaðar eru fyrir framleiðslu á einhverjum svona leikfangabrúðum. Ætli maður fylgi ekki bara Big Mac í framtíðinni," segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Til stendur að framleiða leikföng í kringum stórmyndina Prince of Persia: Sand of Time sem hann leikur í og Fréttablaðið hefur greint frá. Ef allt gengur að óskum verður Gísli því væntanlegur í líki illmennisins The Vizier í allar betri leikfangabúðir þegar kvikmyndin hefur verið frumsýnd sumarið 2010. Bíó og sjónvarp 22.11.2008 07:00 Riches á hvíta tjaldið Breski grínistinn Eddie Izzard ætlar að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsþáttum sínum The Riches. Izzard lék aðalhlutverkið í þeim ásamt Minnie Driver en sjónvarpsstöðin FOX ákvað að hætta framleiðslunni eftir tvær þáttaraðir. Bíó og sjónvarp 22.11.2008 03:30 Ragnhildur Steinunn til Egyptalands „Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós,“ segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Bíó og sjónvarp 21.11.2008 06:15 Baltasar er kóngurinn Baltasar Kormáki er lýst sem kónginum í íslensku kvikmyndalífi á heimasíðunni Hollywoodreporter.com eftir að mynd hans Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun á dögunum. Bíó og sjónvarp 21.11.2008 04:00 Stjörnur framtíðarinnar Michael Cera og Kat Dennings leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni Nick and Norah's Infinite Playlist sem verður frumsýnd hérlendis á föstudaginn. Freyr Bjarnason ræddi við þessa ungu og efnilegu leikara. Bíó og sjónvarp 20.11.2008 06:00 Slær met vestanhafs Kvikmyndin Quantum of Solace hefur slegið met í miðasölunni vestanhafs og er orðin sú Bond-mynd sem hefur náð í mestar tekjur allra eftir frumsýningarhelgi sína. Bíó og sjónvarp 19.11.2008 06:30 Fjórar íslenskar kvikmyndir klárar fyrir næsta ár Fjórar íslenskar kvikmyndir eru að verða klárar til frumsýningar og verða sýndar árið 2009. Þrjár af þeim eru að öllu eða einhverju leyti leiknar á ensku. Þær eru R.W.W.M eftir Júlíus Kemp, The Good Heart í leikstjórn Dags Kára og Inhale sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Brim er eina myndin af þessum fjórum sem er alfarið á íslensku en leikstjóri hennar er Árni Ólafur Ásgeirsson. Bíó og sjónvarp 17.11.2008 07:00 « ‹ 112 113 114 115 116 117 118 119 120 … 140 ›
Óskar myndar Gæludýrin Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. Bíó og sjónvarp 14.12.2008 10:00
Gerir mynd um Chavez Leikstjórinn Oliver Stone er með enn eina forsetamyndina í smíðum. Í þetta sinn hefur Hugo Chavez, forseti Venesúela, orðið fyrir valinu en um heimildarmynd er að ræða sem verður tilbúin á næsta ári. Bíó og sjónvarp 13.12.2008 06:00
Ben Stiller í stað Ruffalo Leikarinn Ben Stiller mun hlaupa í skarðið fyrir Mark Ruffalo í dramatísku gamanmyndinni Greenburg sem verður tekin upp á næstunni. Ekki er vitað af hverju Ruffalo verður ekki með í myndinni en líklegt er að dauði bróður hans, Scotts, eigi þar hlut að máli. Scott lést í Beverly Hills í síðustu viku eftir að hafa skotið sig í höfuðið í rússneskri rúllettu. Bíó og sjónvarp 13.12.2008 05:00
Þrjár myndir með fimm tilnefningar Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins. Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir Bíó og sjónvarp 12.12.2008 06:00
Leitar að týndri borg James Gray hefur samþykkt að leikstýra nýjustu mynd Brads Pitt, The Lost City of Z. Um epíska ævintýramynd er að ræða sem er byggð á bók Davids Grann um sannsögulega atburði. Fjallar hún um breska hermanninn Percy Fawcett sem varð heltekinn af leit sinni að hinni týndu borg Z í Amazon-frumskóginum. Árið 1925 fór hann ásamt syni sínum í leiðangur til að finna Z og sneru þeir feðgar aldrei aftur úr svaðilförinni. Síðasta mynd í leikstjórn James Gray, We Own the Night, kom út fyrr á árinu með Mark Wahlberg og Joaquin Phoenix í aðalhlutverkum. Bíó og sjónvarp 11.12.2008 06:00
Klaatu til bjargar Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Bíó og sjónvarp 11.12.2008 04:30
Fékk nóg af topp tíu listum Bandaríski kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert hefur á heimasíðu sinni birt lista yfir tuttugu bestu myndir ársins. Myndirnar eru hafðar í stafrófsröð enda telur hann ekki lengur við hæfi að númera myndir frá einum upp í tíu. Bíó og sjónvarp 9.12.2008 06:00
Á toppnum í tvær vikur Gamanmyndin Four Christmases hélt efsta sætinu yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Reese Witherspoon og Vince Vaughn leika aðalhlutverkin í myndinni sem fjallar um par sem þarf að heimsækja fjórar fjölskyldur foreldra sinna á einum degi. Bíó og sjónvarp 9.12.2008 06:00
Leigjandi í vanda Hilary Swank hefur tekið að sér aðalhlutverkið í spennumyndinni The Resident og hefjast tökur í maí næstkomandi. Þetta verður jafnframt fyrsta kvikmynd finnska leikstjórans Antti J. Jokinen. Hann hefur áður leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Will Smith, Beyonce, Eminem, Korn og Celine Dion. Bíó og sjónvarp 5.12.2008 07:00
Stefnir stórstjörnum til Íslands Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar. Bíó og sjónvarp 5.12.2008 06:30
Langar að leika Þór Skoski leikarinn Kevin McKidd er í viðræðum um að leika í hasarmyndinni Thor sem er byggð á samnefndri teiknimyndasögu. Sú saga segir frá ævintýrum norræna þrumuguðsins Þórs. Bíó og sjónvarp 5.12.2008 06:00
Óvæntar vinsældir Twilight Ævintýramyndin Twilight verður frumsýnd hérlendis í kvöld. Myndin, sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, fjallar um ástarsamband unglingsstúlku og vampíru og er byggð á metsölubók Stephanie Meyer. Bíó og sjónvarp 4.12.2008 06:00
Depp í Dante-mynd Framleiðslufyrirtæki Johnnys Depp, Infinitum Nihil, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á skáldsögu Nicks Tosches, In the Hands of Dante. Depp mun líklega fara með aðalhlutverkið. Bíó og sjónvarp 4.12.2008 06:00
Labeouf í lagatrylli Ungstirnið Shia LaBeouf hefur hreppt aðalhlutverkið í lagatryllingnum The Associate sem er byggð á samnefndri bók Johns Grisham. Í myndinni leikur LaBeouf nemanda sem er við það að útskrifast úr lagadeild Yale-háskóla þegar hann hefur störf hjá virtu lagafyrirtæki. Bíó og sjónvarp 3.12.2008 06:00
Jólamynd í efsta sæti Gamanmyndin Four Christmases með Reese Witherspoon og Vince Vaughn í aðalhlutverkum fór beint í efsta sætið á aðsóknarlistanum vestanhafs um síðustu helgi. Bíó og sjónvarp 2.12.2008 06:00
Til í framhaldsmynd Meryl Streep segist vera tilbúin til að gera framhaldsmynd af kvikmyndinni Mamma Mia. Myndin, sem er byggð á tónlist sænsku hljómsveitarinnar Abba, hefur slegið í gegn út um allan heim og er nú komin út á DVD. Bíó og sjónvarp 1.12.2008 01:30
Roger Moore ánægður með Craig Roger Moore segir að Daniel Craig hafi tekist sérlega vel upp í hlutverki njósnarans James Bond og telur að ferskir vindar leiki nú um persónuna. Moore, sem lék Bond sjö sinnum á áttunda og níunda áratugnum, segir að frammistaða Craig í myndunum Munich og Sylvia hafi nýst honum í Bond-hlutverkinu. Bíó og sjónvarp 29.11.2008 07:00
Höfundur í feluhlutverki Jeff Lindsey, höfundur bókanna um Dexter, er afar hrifinn af sjónvarpsþáttunum sem eru byggðir á verkum hans. Til að sýna stuðning sinn í verki ákvað hann að koma fram í feluhlutverki í nýjasta þættinum sem verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Bíó og sjónvarp 28.11.2008 05:15
Benjamin fær frábæra dóma Nýjasta mynd Davids Fincher, The Curious Case of Benjamin Button, fær frábæra dóma á bandarísku kvikmyndasíðunum Variety.com og Hollywoodreporter.com. Bíó og sjónvarp 27.11.2008 06:30
Kominn á beinu brautina Leikstjórinn Kevin Smith hefur sent frá sér gamanmyndina Zack and Miri Make a Porno sem verður frumsýnd hérlendis um helgina. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa athyglisverða leikstjóra. Bíó og sjónvarp 27.11.2008 05:30
Baltasar gerir mynd í Kanada „Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkingamyndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi. Bíó og sjónvarp 25.11.2008 06:00
Verður trú sögunni Leikstjórinn Zack Snyder, segir að nýjasta mynd sín Watchmen, verði trú upprunalegu teiknimyndasögunni sem hún er gerð eftir. „Ég vona að áhorfendur verði yfir sig hrifnir, alveg eins og ég var þegar ég las teiknimyndasöguna," sagði Snyder, sem á að baki myndirnar Dawn of the Dead og 300. Bíó og sjónvarp 24.11.2008 06:00
Mynd um innflytjendur John Malkovich ætlar að gera heimildarmynd um ólöglega innflytjendur í Bandaríkjunum. Þegar hann frétti af þeim fjölda barna sem komast þannig til Bandaríkjanna ákvað hann að láta til skarar skríða. Bíó og sjónvarp 23.11.2008 08:00
Gísli Örn væntanlegur í allar betri búðir „Jú, það er eitthvað þannig í gangi. Í það minnsta er búið að taka slíkar myndir af mér sem hugsaðar eru fyrir framleiðslu á einhverjum svona leikfangabrúðum. Ætli maður fylgi ekki bara Big Mac í framtíðinni," segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Til stendur að framleiða leikföng í kringum stórmyndina Prince of Persia: Sand of Time sem hann leikur í og Fréttablaðið hefur greint frá. Ef allt gengur að óskum verður Gísli því væntanlegur í líki illmennisins The Vizier í allar betri leikfangabúðir þegar kvikmyndin hefur verið frumsýnd sumarið 2010. Bíó og sjónvarp 22.11.2008 07:00
Riches á hvíta tjaldið Breski grínistinn Eddie Izzard ætlar að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsþáttum sínum The Riches. Izzard lék aðalhlutverkið í þeim ásamt Minnie Driver en sjónvarpsstöðin FOX ákvað að hætta framleiðslunni eftir tvær þáttaraðir. Bíó og sjónvarp 22.11.2008 03:30
Ragnhildur Steinunn til Egyptalands „Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós,“ segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Bíó og sjónvarp 21.11.2008 06:15
Baltasar er kóngurinn Baltasar Kormáki er lýst sem kónginum í íslensku kvikmyndalífi á heimasíðunni Hollywoodreporter.com eftir að mynd hans Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun á dögunum. Bíó og sjónvarp 21.11.2008 04:00
Stjörnur framtíðarinnar Michael Cera og Kat Dennings leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni Nick and Norah's Infinite Playlist sem verður frumsýnd hérlendis á föstudaginn. Freyr Bjarnason ræddi við þessa ungu og efnilegu leikara. Bíó og sjónvarp 20.11.2008 06:00
Slær met vestanhafs Kvikmyndin Quantum of Solace hefur slegið met í miðasölunni vestanhafs og er orðin sú Bond-mynd sem hefur náð í mestar tekjur allra eftir frumsýningarhelgi sína. Bíó og sjónvarp 19.11.2008 06:30
Fjórar íslenskar kvikmyndir klárar fyrir næsta ár Fjórar íslenskar kvikmyndir eru að verða klárar til frumsýningar og verða sýndar árið 2009. Þrjár af þeim eru að öllu eða einhverju leyti leiknar á ensku. Þær eru R.W.W.M eftir Júlíus Kemp, The Good Heart í leikstjórn Dags Kára og Inhale sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Brim er eina myndin af þessum fjórum sem er alfarið á íslensku en leikstjóri hennar er Árni Ólafur Ásgeirsson. Bíó og sjónvarp 17.11.2008 07:00