Eddie Murphy snýr aftur sem Axel Foley í Beverley Hills Cop 4 Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. júlí 2013 15:11 Eddie Murphy Undirbúningur er hafinn á fjórðu kvikmyndinni um Axel Foley, Beverley Hills lögguna, með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Vísir greindi frá því á dögunum að sjónvarpsþættir byggðir á hinum fornfrægu Beverly Hills Cop-myndum hafi verið í bígerð, en í þetta sinn átti sonur hins broshýra Axel Foley að leysa vandann í þáttum sem CBS sjónvarpsstöðin hafði áhuga á að framleiða. Murphy og höfundur Shield þáttanna, Shawn Ryan, framleiddu prufuþáttinn. Prufuþátturinn hefur greinilega ekki fallið að smekk yfirmanna hjá CBS því að nýlega bárust þær fréttir að sjónvarpsstöðin hafi ákveðið að halda ekki áfram gerð sjónvarpsseríunnar. Aðdáendur myndanna höfðu margir hverjir beðið í ofvæni eftir þáttaröðinni. Hinsvegar, hafa sögusagnir farið í gang þess efnis að ný kvikmynd verði framleidd í stað þáttanna. Þannig segir sagan að ný kvikmynd sé í pípunum, sú fjórða í röð Beverley Hills Cop-myndanna, sem mun skarta Eddie Murphy í aðalhlutverki, nú sem endranær. Síðasta Beverley Hills Cop myndin, sem var númer þrjú í röðinni, var leikstýrt af John Landis og kom út árið 1994. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Undirbúningur er hafinn á fjórðu kvikmyndinni um Axel Foley, Beverley Hills lögguna, með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Vísir greindi frá því á dögunum að sjónvarpsþættir byggðir á hinum fornfrægu Beverly Hills Cop-myndum hafi verið í bígerð, en í þetta sinn átti sonur hins broshýra Axel Foley að leysa vandann í þáttum sem CBS sjónvarpsstöðin hafði áhuga á að framleiða. Murphy og höfundur Shield þáttanna, Shawn Ryan, framleiddu prufuþáttinn. Prufuþátturinn hefur greinilega ekki fallið að smekk yfirmanna hjá CBS því að nýlega bárust þær fréttir að sjónvarpsstöðin hafi ákveðið að halda ekki áfram gerð sjónvarpsseríunnar. Aðdáendur myndanna höfðu margir hverjir beðið í ofvæni eftir þáttaröðinni. Hinsvegar, hafa sögusagnir farið í gang þess efnis að ný kvikmynd verði framleidd í stað þáttanna. Þannig segir sagan að ný kvikmynd sé í pípunum, sú fjórða í röð Beverley Hills Cop-myndanna, sem mun skarta Eddie Murphy í aðalhlutverki, nú sem endranær. Síðasta Beverley Hills Cop myndin, sem var númer þrjú í röðinni, var leikstýrt af John Landis og kom út árið 1994.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein