Erlent

Löggan í Beverly Hills á leið í sjónvarpið

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fyrsta myndin um hinn ráðagóða Axel Foley kom út árið 1984.
Fyrsta myndin um hinn ráðagóða Axel Foley kom út árið 1984.
Sjónvarpsþættir byggðir á hinum fornfrægu Beverly Hills Cop-myndum eru nú í bígerð, en í þetta sinn verður það sonur hins broshýra Axel Foley sem leysir vandann.

Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur pantað prufuþátt (pilot), en serían hefur verið lengi á teikniborðinu. Það var spéfuglinn Eddie Murphy sem fór með aðalhlutverk kvikmyndanna, sem urðu þrjár talsins, en í sjónvarpsþáttunum mun leikarinn Brandon T. Jackson túlka löggusoninn.

Ekki er loku fyrir það skotið að Murphy sjálfur verði í aukahlutverki í þáttunum, og þátttaka hans í prufuþættinum er þegar staðfest. Ef allt gengur að óskum og prufuþátturinn þykir lukkast vel, mun þáttaröðin hefja göngu sína á CBS næsta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×