Leikarinn og leikstjórinn Woody Allen segist ólmur vilja gera gamanmynd þar sem hann léki á móti uppistandaranum Louis C.K.
„Ég er að leita að réttu hugmyndinni, einhverju sem virkar fyrir okkur báða,“ segir Allen, en C.K. fer með aukahlutverk í nýjustu mynd Allen, Blue Jasmine, sem frumsýnd verður vestanhafs í næstu viku.
„Hann var augljóslega svo ljúfur náungi að ég varð að nota hann í eitthvað,“ segir Allen, en auk C.K. fara þau Cate Blanchett, Alec Baldwin og Andrew Dice Clay með hlutverk í myndinni.
Mynd með Allan og C.K. er eflaust blautur draumur margra grínverja, en sá síðarnefndi þykir einn allra besti uppistandari samtímans.
Vill gera gamanmynd með Louis C.K.
