Lífið

Woody Allen segist enginn að­dáandi Pútíns

Leikstjórinn Woody Allen hafnar ásökunum á hendur sér um hvítþvott á stríðsglæpum Rússa vegna þátttöku hans í alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Moskvu sem stendur yfir. Úkraínska utanríkisráðuneytið gaf frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar þess að tilkynnt var um þátttöku hans á hátíðinni.

Lífið

Ein glæsi­legasta leik­kona landsins selur slotið

Leikkonan Unnur Birna Jónsdóttir Backman hefur sett íbúð sína við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er 78 fermetrar að stærð á þriðju hæð í litlu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1940. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Lífið

Ljúffengir hafraklattar með kaffinu

Jana Steingríms, heilsukokkur og jógakennari, deilir hér einfaldri uppskrift af ljúffengum hafra- og bananaklöttum sem er tilvalinn kostur í nestisboxið hjá krökkunum eða sem sætur biti með kaffinu.

Lífið

Þetta eru kepp­endur Ung­frú Ís­land Teen 2025

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi.

Lífið

Hegðun Bene­dikts kom upp um bón­orðið

Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, segir að hegðun unnusta síns, Benedikts Bjarnasonar tölvunarfræðings, hafi vakið hjá henni grun um að hann myndi biðja hennar þegar þau voru í ferðalagi í Mexíkó síðastliðinn apríl.

Lífið

Fagur­keri selur miðbæjarperlu

Ofurskvísan Elma Dís Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Play og lífskúnstner með meiru, hefur sett bjarta og fallega íbúð sína á Frakkastíg á sölu. Íbúðin er tæpir 67 fermetrar og ásett verð er tæpar 70 milljónir. 

Lífið

„Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“

Hjálmar Örn Jóhannsson grínisti segist vera að upplifa æskudrauminn með því að vinna við að tala um enska boltann og skemmta fólki. Hann segist þakklátur fyrir öll tækifærin sem hann hafi fengið, en á sama tíma virki lífið þannig að maður verði að endurnýja sig með reglulegum hætti til að fá ekki leið á hlutum.

Lífið

Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar, og Árni Steinn Viggósson athafnamaður skírðu frumburð sinn við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær.

Lífið

Stjörnulífið: Mara­þon, brúð­kaup og gellugallinn

Liðin helgi var viðburðarík og lífleg hjá stjörnum landsins. Hlauparar reimuðu á sig skóna fyrir Reykjavíkurmaraþonið og mannlífið iðaði þegar Menningarnótt var haldin hátíðleg með fjölbreyttri dagskrá. Að auki loguðu samfélagsmiðlar af ást og rómantík í brúðkaupum helginnar. Þá klæddust fjölmargir bleikum fötum um helgina og heiðruðu minningu Bryndísar Klöru.

Lífið

Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tón­leika

Tónlistarmennirnir Pétur Ben, Gunni Hilmars úr Sycamore Tree og Frosti Logason og Frosti Gringo úr hljómsveitinni Mínus tóku allir pásu í miðju tíu kílómetra hlaupi í gær til að halda tónleika. Þeir fluttu lagið „Kings of the underpass“ sem samið var um Loft Gunnarsson sem lést árið 2012. 

Lífið

Skúli hannaði hof fyrir Grímu

Brúðkaup Skúla Mogensen athafnamanns og Grímu Bjargar Thorarensen innanhúshönnuðar fór fram í hofi sem Skúli hafði hannað sérstaklega fyrir brúðkaupið.

Lífið

Fann nýjan til­gang í kjöl­far lömunar í kraftlyftingum

Líf Valdimars Núma Hjaltasonar tók stakkaskiptum árið 2019. Þá fékk hann alvarlega heilablæðingu sem leiddi til þess að hann endaði í hjólastól. Eftir langt endurhæfingarferli fann hann sinn tilgang – og nýja hillu í lífinu – í gegnum kraftlyftingar. Valdimar Númi, eða Númi eins og hann er alltaf kallaður, er núna tvöfaldur Íslandsmeistari í bekkpressu fatlaðra og stefnir ótrauður á titilinn Sterkasti fatlaði maður heims.

Lífið

Eyðir af­mælis­degi dótturinnar í fasteignadeilur

Tónlistarkonan Katy Perry mun bera vitni frammi fyrir dómara á fimm ára afmælisdegi dóttur sinnar í tengslum við fasteignadeilur í Santa Barbara sem ná fimm ár aftur í tímann. Fyrir tíu árum átti Perry í deilum við hóp nunna vegna kaupa á nunnuklaustri.

Lífið

Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita

Seltjarnesbær heldur í dag árlegan Fjölskyldudag sinn í Gróttu. Dagskrá stendur frá klukkan 12 til 14. Hægt verður að heimsækja Gróttuvita, sjá Spiderman klifra upp vitann auk þess sem hægt verður að skoða lífríkið með líffræðingi og föndra flugdreka.

Lífið

Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líf­færi

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið

Veggjadans á Hörpu og snyrti­vörur úr sæl­gæti

Lífleg dagskrá var á Menningarnótt Reykjavíkurborgar í dag, þar sem hátt í fjögur hundruð viðburðir voru haldnir víða um alla borg. Sirkuslistakona dansaði veggjadans hátt uppi á Hörpu, á meðan Binniglee og Patrekur Jaime buðu fólki upp á ókeypis snyrtingu.

Lífið

Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul

„Hún barðist ávallt eins og ljón og mjög hetjulega við öll þau veikindi sem á hana dundu. Það kom berlega í ljós hvað hún bjó yfir miklum styrk og baráttuvilja,“ segir Stella Maris Þorsteinsdóttir en yngri systir hennar, Sandra Þorsteinsdóttir, greindist með hvítblæði árið 1988, þá einungis átta ára gömul. 

Lífið

Níu á­stæður fyrir því að stunda morgunkynlíf

Þrátt fyr­ir að marg­ir kjósi að stunda kyn­líf á kvöld­in eru fjölmargar góðar ástæður fyrir því að byrja daginn á kynlífi. Ekki aðeins vegna þess að það er skemmtilegt, heldur getur það haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega vellíðan. 

Lífið

Bragð­góðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu

Heimagerðar kjötbollur í góðri sósu eru réttur sem klikkar sjaldan. Að þessu sinni deilir Helga Margrét Gunnarsdóttir, matgæðingur og næringaráðgjafi, betur þekkt sem Helga Magga, uppskrift að bragðgóðum kalkúnabollum í kókos og límónu sósu.

Lífið

Hörður Björg­vin kom Mó­eiði á ó­vart

Hörður Björgvin Magnússon, knattspyrnumaður og eiginmaður áhrifavaldsins Móeiðar Lárusdóttur, kom henni rækilega á óvart þegar hann, ásamt vinkonum hennar, skipulagði óvænta afmælisveislu í tilefni 33 ára afmælis hennar í vikunni. Móeiður birti myndir úr veislunni á samfélagsmiðlum.

Lífið

HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí

Hönnunarhjón í samvinnu við einn efnilegasta bakara landsins og hans ektafrú leiða saman krafta sína og opna handverksbakaríið 280 í sögulegu húsi við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Pörin eru í óða önn að leggja lokahönd á rýmið og stefna að því að opna dyrnar fyrir landsmönnum í næsta mánuði.

Lífið