Lífið

„Mig langar bara að vera upp­rétt og sterk“

Á þessum tíma eru margir að spá í að byrja í ræktinni og fara að hreyfa sig. Janúar er tíminn þar sem mjög margir fara af stað og ákveða að hreyfa sig meira. Og flestir horfa orðið til heildrænnar heilsu með möguleika á fjölbreyttri hreyfingu og á sama tíma hollum mat og einnig góðri slökun.

Lífið

Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum

Tinna Hrafnsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Sveinn Geirsson, leikari og tónlistarmaður, hafa sett íbúð sína að Laugarásvegi 47 á sölu. Íbúðin er 102 fermetrar og ásett verð hennar er 99,8 milljónir króna.

Lífið

Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er byrjuð á TikTok til að miðla þar efni um störf lögreglunnar. Fyrsta myndbandið á aðganginum fjallar um piparúða og voru útvarpsmennirnir Egill Ploder Ottósson og Ríkharður Óskar Guðnason úðaðir.

Lífið

Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum

Íslenska útgáfan af Taskmaster hefur göngu sína á Sýn á næstu vikum og mun eflaust slá í gegn hér á landi líkt og það hefur gert víða um heim. Upprunalegu þættirnir, sem eru frá Bretlandi, komu til sögunnar fyrir rúmlega áratug síðan og seríurnar orðnar 20 talsins.

Lífið

Désirée prinsessa látin

Prinsessan Désirée Elisabeth Sibylla, Silfverschiöld-barónessa og eldri systir Karls Gústafs XVI Svíakonungs, lést miðvikudaginn 21. janúar 2026, 87 ára að aldri.

Lífið

Aug­lýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur

Kynlífstækjaverslunin Blush virðist hafa tekið vöru umdeildrar klámleikkonu úr sölu eftir að auglýsing á samfélagsmiðlum vakti hörð viðbrögð víða. Móðir sem fordæmdi söluna segir vörur sem þessar grafa undan kvenréttindum og senda skökk skilaboð út í samfélagið.

Lífið

Kynntist manninum á Tinder í Covid

Mörg þúsund manns horfðu á nýjasta þátt af Bítinu í bílnum þar sem leynigestur vikunnar söng lagið These Boots Were Made for Walking sem Nancy Sinatra gerði frægt.

Lífið

Vance á von á barni

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Usha Vance, eiginkona hans og lögfræðingur, eiga von á sínu fjórða barni. 

Lífið

Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum

Þakið ætlaði að rifna af ÍR höllinni um helgina þegar Breiðhyltingar héldu þorrablót með miklum stæl. Borgarstjóraefni létu sig ekki vanta og upprunalegi Breiðholts-rapparinn Emmsjé Gauti tryllti  lýðinn.

Lífið

Ó­trú­legur dagur Vignis: Lottó­vinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen

Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Vigni Vatnari Stefánssyni sem er 22 ára og yngsti stórmeistari landsins í skák. Hann var nýorðinn tvítugur þegar hann náði þessum merka áfanga fyrir þremur árum síðan og varð 16. stórmeistari Íslandssögunnar. Hann er meðal 100 bestu skákmanna í heimi í hraðskák, en stefnir á toppinn í annarri, meira framandi íþrótt.

Lífið

Vestur­bæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt

Það var gríðarlegt fjör í KR heimilinu á laugardagskvöld þegar Vesturbæingar blótuðu þorrann með miklum stæl. Meðal gesta voru Komið gott skvísurnar Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, grínistinn Bergur Ebbi, Líf Magneudóttir borgarfulltrúi, rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Eva Björg Ægisdóttir og svo mætti lengi telja.

Lífið

Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum

Tónlistarkonan Lily Allen hefur greinilega valið sér fylkingu í deilum innan Beckham-fjölskyldunnar sem hafa gerjast um nokkurra ára bil og sprungu í loft upp þegar Brooklyn Beckham, frumburður Victoriu og Davids, sagðist ekki vilja sættast við fjölskyldu sína.

Lífið

Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir varaþingmaður Flokks fólksins sagði brot af ævintýralega harðneskjulegu uppeldi sínu en móðir hennar „fór í Kanann“ frá fjórum börnum. Faðir hennar gat fyrirgefið framhjáhaldið en aldrei með hverjum það var.

Lífið

„Ég hef aldrei séð dansandi poka“

Nýjasti leynigestur vefþáttanna Bítið í bílnum fer gjörsamlega á kostum í karókíflutningi á laginu These Boots Were Made For Walking. Gesturinn meira að segja dansar með, sem hefur ekki verið lenskan í þáttunum hingað til.

Lífið

Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York

„Ég hélt alltaf að það væri einhver leikþáttur hjá kananum að vera svona „næs“ en það kom mér á óvart að hann er yfirleitt einlægt bara svona,“ segir forritarinn Árni Freyr Magnússon sem flutti til New York til að fara í meistaranám við hinn virta háskóla Columbia. Í kjölfarið fékk hann vinnu hjá sprotafyrirtæki í Brooklyn og þá var ekki aftur snúið.

Lífið

Fagna tíu árum af ást

Heimsfræga og stundum umdeilda ofurparið Meghan Markle og Harry Bretaprins fagna tíu árum af ást í ár. Þegar þau felldu hugi saman átti bókstaflega allt eftir að breytast í lífi þeirra en ástin virðist blómstra sem aldrei fyrr.

Lífið

Aron Mola ást­fanginn í bíó

Rappararnir Ízleifur og Flóni buðu fjölda frægra í bíó um helgina þar sem þeir frumsýndu sjóðheitt tónlistarmyndband við nýja lagið þeirra Síróp. Meðal gesta voru Aron Mola og frúin hans Erla Lind, Birgitta Líf og Ásthildur Bára.

Lífið

Krútteyjurnar Ischia og Sikil­ey: Ástu leist ekki á einnar evru húsin

Ásta Sigurðardóttir ævintýrakona fór fyrir fáeinum árum til Sikileyjar til að skoða einnar evru hús, en endaði á því að kaupa sér ekki hús á eina evru. Enda sá hún fram á að það yrði á endanum dýrara og tímafrekara að gera einnar evru hús íbúðarhæft, heldur en að kaupa dýrari eign. Sem hún gerði og hefur nú gert upp stórt hús í hjarta Salemi, sem er fjallaþorp á miðri Sikiley.

Lífið

Rybak snýr aftur en frægir bræður snið­ganga

Norski tónlistarmaðurinn Alexander Rybak verður meðal þátttakenda í norsku söngvakeppninni Melodi Grand Prix, undankeppni Norðmanna fyrir Eurovision sem fer fram í Austurríki í vor. Þannig leitast Rybak við að verða fulltrúi Noregs í þriðja sinn, en sautján ár eru síðan hann vann Eurovision með nokkrum yfirburðum árið 2009, þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í öðru sæti fyrir Ísland. Önnur þekkt norsk hljómsveit hefur hin vegar dregið sig úr undankeppninni bandið vill ekki stíga á svið samhliða fulltrúa Ísraels.

Lífið