Lífið

Stór­stjarnan Limahl mætir í N1 höllina í septem­ber

Einn svakalegasti tónlistarviðburður seinni ára fer fram í N1 höllinni í Reykjavík þann 20. september þegar 80´s og 90´s tónlist mun hljóma í lifandi útsetningu nokkurra frægra erlendra listamanna, innlendra og erlendra plötusnúða og íslensku hljómsveitarinnar Steed Lord með Svölu Björgvins í fararbroddi.

Lífið samstarf

Ása Steinars og Leó greina frá kyninu

Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar Leo Sebastian Alsved eiga von á sínu öðru barni saman. Hjónin tilkynntu í færslu á Instagram í gær að þau ættu von á dreng.

Lífið

Héldu að hún væri rokk­stjarna eða gift ríkum gaur

„Ég elska pressu. Ef ég er að fara eitthvað þarf ég endilega að fá nýja flík og þá sit ég stanslaust við saumavélina. Þá er enginn nótt og enginn dagur,“ segir jógakennarinn og lífskúnstnerinn Ragnhildur Eiríksdóttir sem fer sannarlega eigin leiðir í tískunni en hver einasta flík í fataskáp hennar er að einhverju leyti einstök. Ragnhildur er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun

Helena krýnd Ung­frú Ís­land

Helena Hafþórsdóttir O´Connor var í kvöld krýnd Ungfrú Ísland. Helena var Ungfrú Viðey og hlaut einnig titilinn Marc Inbane stúlkan og Mac stúlkan. Helena er tuttugu ára gömul og vinnur sem vaktstjóri á Te og kaffi auk þess að stunda sálfræði í háskóla. Helena mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe sem fram fer í Taílandi við lok árs. 

Lífið

Ó­hefð­bundin leið til að halda upp á sex­tugs­af­mælið

„Ég er að verða sextugur og mig langaði að fara aðeins óhefðbundna leið og ekki vera með svona hefðbundið afmælishald og ræður,“ segir Skúli Helgason borgarfulltrúi sem vill engar gjafir en biður fólk um að koma í afmælið sitt og láta gott af sér leiða. Sindri Sindrason hitti Skúla í Íslandi í dag í vikunni.

Lífið

Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir sam­særis­kenningar

Morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963 heldur áfram að hræra upp í fólki, hneyksla og æsa til umræðu – meira en hálfri öld síðar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið kafa prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann dýpra ofan í þetta hrollvekjandi sögulega dráp – var það kannski samsæri? Þetta er annar þáttur í þriggja þátta röð Skuggavaldsins um svokallaða Kennedy-bölvun.

Lífið

Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025

Á HönnunarMars sameinast ólíkar greinar hönnunar og arkitektúrs í kraftmikilli og áhugaverðri hátíð sem snertir á fjölbreytilegum hliðum samfélags og atvinnulífs, allt frá fatahönnun til vöruhönnunar, arkitektúrs, grafískrar hönnunar, textílhönnunar, leirlistar, þjónustuhönnunar og stafrænnar hönnunar svo dæmi séu nefnd. Polestar tekur þátt í HönnunarMars á ýmsa vegu.

Lífið samstarf

Halla Hrund og Kristján selja í­búðina í Foss­vogi

Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og þingmaður Framsóknarflokksins, og eiginmaður hennar Kristján Freyr Kristjánsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri 50 skills, hafa sett íbúð sína við Snæland í Fossvogi á sölu. Ásett verð er 99,4 milljónir.

Lífið

Tón­list, græjur og Ari Eld­járn í sviðs­ljósinu

ELKO hefur nýlokið við árlega fermingarkönnun sína, þar sem yfir 4.000 manns af póstlista fyrirtækisins tóku þátt. Könnunin varpaði ljósi á eftirminnilegustu fermingargjafirnar, hvaða skemmtikrafta fólk vill helst fá í veisluna og fleiri áhugaverða þætti tengda fermingum. Fram kom að um 71% landsmanna er boðið í fermingarveislu í ár og því ljóst að fermingar verða á milli tannana á landanum næstu vikurnar.

Lífið samstarf

Rislítil ástar­saga

Sýningin Fjallabak byggir á hinni stórkostlegu bíómynd Brokeback Mountain sem sló í gegn árið 2005 með stórleikurunum Heath Ledger og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. Myndin tapaði í baráttunni um Óskarinn fyrir myndinni Crash (sem er flestum gleymd) en Brokeback Mountain hefur lifað áfram bæði sem ópera (já, sem ópera) og nú sem leiksýning. 

Gagnrýni

Öskraði úr sárs­auka í næstum klukku­tíma

Ólafur Jóhann Steinsson samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður segir að dagurinn þegar hann fór í hjartaaðgerð í Svíþjóð og dagarnir á eftir hafi verið þeir erfiðustu sem hann hafi lifað. Ólafur Jóhann hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur og er nú kominn með glænýja hjartaloku sem heyrist vel í.

Lífið

Á­tján ára í bullandi bisness og anna vart eftir­spurn

Félagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann eru einungis átján ára gamlir en eru komnir í bullandi bissness og anna vart eftirspurn. Þeir stofnuðu garðyrkjufyrirtækið Garðfix og verða viðskiptavinum sínum úti um slátturóbota og annast umhirðu þeirra. Þeir stefna á að fjórfalda umsvif sín í sumar.

Lífið

Sá stórt tæki­færi í fjárfestingarhlið listarinnar

„Þetta er minn hægri fótur og vinstri hönd, klárt mál, hefur veitt mér mikla ánægju, haldið fyrir mér vöku og allt þar á milli,“ segir myndlistarmaðurinn Árni Már sem hefur rekið Gallery Port frá því það var stofnað fyrir níu árum. Það má segja að Árni þekki flest allar hliðar myndlistarsenunnar hérlendis og heldur stöðugt áfram að feta ótroðnar slóðir. Blaðamaður tók púlsinn á honum.

Menning

Þor­steinn og Hulda selja í Hlíðunum

Hjónin, Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og Hulda Jóns Tölgyes sálfræðingur, hafa sett glæsilega og mikið endurnýjaða íbúð við Drápuhlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 98 milljónir.

Lífið

Vilja vera einn af vor­boðunum

Hönnunarmars hefur verið settur í sautjánda sinn. Stjórnandi verkefnisins segir risastóra hönnunar- og arkítektúrhátíð fram undan. Yfir hundrað viðburðir eru á dagskrá næstu fimm dagana.

Lífið