
Lítill vöxtur milli ára hjá atvinnufyrirtækjum og þrýstingur á framlegð
Samanlagður hagnaður 24 félaga á Aðalmarkaði í Kauphöllinni minnkaði lítillega á liðnu fjárhagsári og var arðsemi eigin fjár aðeins rétt yfir meginvöxtum Seðlabankans á tímabilinu, samkvæmt greiningu Jóns Gunnars Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Bankasýslunnar, á afkomu fyrirtækjanna. Sé aðeins litið til skráðra atvinnufyrirtækja þá sýna niðurstöður uppgjöra félaganna hverfandi tekjuvöxt milli ára á sama tíma og það er þrýstingur á framlegð hjá þeim.